Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 36

Fréttablaðið - 21.12.2021, Page 36
BÆKUR Guð leitar að Salóme Júlía Margrét Einarsdóttir Útgefandi: Una útgáfuhús Fjöldi síðna: 388 Kristján Jóhann Jónsson Sagan af Salóme fjallar um leit að ketti, ást sem týndist og sögumann sem týndist sjálfur. Auðvitað týnist stúlkan Salóme ekki með húð og hári, en hún villist á lífsleiðinni. Hún er aðalpersóna og sögumaður, er með okkur gegnum alla bókina en samt fjarverandi og týnd. Að sumu leyti má ef til vill segja að það sé „Guði að kenna“. Trúarofstæki móðurinnar og trúarhræsni föðurins standa á milli Salóme og þess „sanna góða og fagra“. Form sögunnar er skemmtilegt. Þetta er bréfaskáldsaga og það tvöfaldar viðhorfið til lesandans. Bréfin eru stíluð á annan lesanda en þann sem bókina les og myndin sem Salóme dregur upp er ætluð honum. Smám saman verður ljóst að þessi útvaldi lesandi er Helga, fyrrverandi ást­ kona Salóme, og sam­ band þeirra er tíu ára gamalt. Bréfin eru varnarrit Salóme. Vegna „illra verka sinna“, eða öllu heldur sektarkenndarinnar, telur Salóme að hún hafi orðið að hrinda Helgu frá sér og reynir, tíu árum seinna, að gera við það sem brotn­ aði, skrifar Helgu eitt bréf á dag frá 1. til 24. desember 2010 og skutlar þeim sjálf inn um bréfalúguna hjá Helgu. Þannig séð hagar hún sér eins og eltihrellir. Sagan er römmuð inn í leitina að kett­ inum Lúpínu, f læk­ ingsketti sem Sal­ óme tekur í fóstur. Hún beinir ást sinni að þessum ketti sem svo týnist auð­ vitað eins og aðrir kettir. Hún týnir þar með þeim sem hún hefur bundið ást sína við, rétt eins og hún týndi Helg u og Guð hefur týnt henni. Bréfin til Helgu eru skrifuð í leit­ inni að kettinum. Kötturinn og Helga eiga það sameiginlegt að vera viðfang ófullnægðrar ástar í brjósti Salóme. Á þeim tveimur er þó sá munur að köttinn er hægt að elska án skilyrða en Salóme getur ekki þegið ást Helgu nema hún sé henni samboðin að eigin mati. Segja má að leitin að kettinum sé umtakið en uppgjörið við ást Salóme og Helgu inntakið í þessari frásögn. Hvarf kattarins knýr Salóme til þess að leita að ástinni og þar hefst leit Guðs að Salóme. Hin týnda Salóme finnst ef hún hafnar sektarkennd­ inni og viðurkennir ástina. Svo ein­ falt er lífið en jafnframt mikilvægt og vandskilið. Leitin að Gralnum í nútímanum er leit að ást og friði. Kristin trú foreldra Salóme hefur lítið með Guð að gera, nema þá að halda honum frá fólki. Þannig er það með kreddutrú og sértrúarsöfnuði. Þangað má rekja þá sektarkennd og sorg sem hér er sagt frá en sögu­ maðurinn segir einnig frá fjörugri og skemmtilegri fjölskyldu með lit­ ríkri spákonu, hressum fylliröftum, lífsglöðum sjóurum og átökum um gildi mannlífsins. Eitthvað fannst mér kunnuglegt við það en átta mig ekki á því hvað það er. Sagan er nokkuð orðmörg en skemmtileg aflestrar og Júlía Margrét er sporlétt sögukona! n NIÐURSTAÐA: Fallega sögð saga um sorg og gleði. Leitin að hinum elskaða ketti er jafnframt leitin að Helgu sem er leitin að Salóme sjálfri. Þannig leitar Guð að fólki. Ástin er hans leitarljós. Guð og Salóme leita BÆKUR Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að eyðileggja Gunnar Helgason Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 230 Brynhildur Björnsdóttir Raunveruleiki og áskoranir barna sem eiga við taugaröskunarsjúk­ dóma eins og ADHD, einhverfu og f leiri að etja verða æ sýnilegri í skólakerfinu og samfélaginu og þessi raunveruleiki speglast í barnabókunum sem koma út í ár en þar má nefna aðalsöguhetjuna í bók Þorgríms Þráinssonar Tunglið, tunglið taktu mig og Ótemjur Krist­ ínar Helgu Gunnarsdóttur þar sem dreng u r með ein­ hverfu kemur við sögu. Gu n na r Helg a son tekur efnið einnig til umfjöllunar í bók sem sýnir öll hans bestu höfundareinkenni. Bókin er skrifuð af næmni, mikilli og á k a f r i rét t læt is­ ken nd , m i k lu m húmor og svo er fótbolti drifkraftur þó ástin komi einn­ ig við sögu. Bókin hefst á glímu söguhetj­ unnar Alexanders við kennarann si n n u m það hvort hann megi nota legókubba til að reikna í tíma. Kennarinn sýnir þá strax og svo síðar í bókinni af sér svo óvið­ eigandi hegðun að sú staðreynd að fjölmörg atvik sem getið er um í bókinni eru byggð á raunveru­ legum atburðum er bæði sláandi og ólíðandi. En A le x a nder er vanur að vera öðruvísi. Hann á erfitt með að einbeita sér og til að hjálpa honum gegnum daginn er heimili hans fullt af merktum vekj­ araklukkum sem hringja þegar hann á að gera eitthvað. Pabbi hans vinnur mikið og getur ekki leitt hann gegnum dagleg verkefni og ma mma ha ns er farin, við vitum ekki hvert. Bókin fjallar síðan um sam­ skipti Alexanders og pabba hans við Sólveigu, vinkonu Alexanders, og fjölskyldu hennar þar sem menn­ ingarmunur, ástin og sorgin koma við sögu. Gunnar Helgason hefur einstakt lag á því að skrifa um erfiðar tilfinn­ ingar og aðstæður þannig að það sé aðgengilegt og létt yfir án þess þó að næmið fyrir efninu bíði nokk­ urn skaða. Það að bæði Alexander og Sólveig og raunar flest bekkjar­ systkin þeirra eiga sér erlendan upp­ runa skiptir í raun engu í samhengi sögunnar, þau eru bara íslenskir krakkar í íslenskum raunveru­ leika að kljást við áskoranir dag­ legs lífs, missi og ástarskot. Sem er svo gríðarlega mikilvægt að árétta í samfélagi sem er að slíta barns­ skónum sem fjölmenningarsam­ félag og takast á við þær áskoranir sem því fylgja. Umfjöllunin um ADHD er einn­ ig skrifuð af næmi og þekkingu á efninu sem skilar sér vel og dýpkar skilning þeirra sem ekki þekkja til á veruleika þeirra sem sjá allt víðóma. Bannað að eyðileggja er skemmti­ leg eins og höfundar er von og vísa, ristir djúpt á köflum, eins og höf­ undar er líka von og vísa og á mikið erindi til allra krakkanna sem eru búnir að rífa í sig fótboltabækurnar og bækurnar um fjölskylduna hennar Stellu auk rottubókanna. Enn einu sinni góð og mikilvæg GunnaHelgabók. n NIÐURSTAÐA: Skemmtileg bók um fótbolta, fjölmenningu og taugaröskun sem enginn nema Gunni Helga hefði getað skrifað. Fótbolti, fjölmenning og ADHD BÆKUR Markús: á flótta í 40 ár Jón Hjaltason Útgefandi: Völuspá Fjöldi síðna: 224 Elín Hirst Bókin Markús: á f lótta í 40 ár er saga Markúsar Ívarssonar sem átti ævintýralega ævi en ekki endilega í góðum skilningi. Hann eignaðist hvorki meira né minna en 15 börn með 8 konum. Því miður var Markús ekki allur þar sem hann var séður, ekki bara í kvennamálum, heldur var hann staðinn að gripdeildum og sat í betrunarvist í Kaupmannahöfn í þrjú ár. Markús fæddist árið 1833 og lést níræður að aldri árið 1923. Jón Hjaltason sagnfræðingur, sem skrifar bók­ ina, rekur ættar­ sögu Markúsar og hefur greinilega lagt á sig mikla vinnu við að rekja slóð hennar. Ha nn br ý t u r l í k a r e g l u l e g a upp söguna með köf lum þar sem h a n n ú t s k ý r i r ýmislegt varðandi samfélagsgerðina á þessum tíma sem er algerlega framandi nútímafólki. Það er gagnlegt við lestur bókarinnar. Kynferðismál koma talsvert við sögu. Þannig var mjög algengt að ógiftar vinnukonur sætu uppi einar og óléttar eftir að hafa átt í lengri eða skemmri ástarævintýrum. Þær þurftu að taka afleiðingunum sem voru oft þær að láta börnin frá sér til vandalausra, yfirleitt sem hrepps­ ómaga, því fæstar máttu hafa börnin með sér í vinnukonuvistinni. Börn þessi kölluðust sveitarómagar, niðursetningar og ýmsum f leiri nöfnum. Hreppsómagar voru fluttir milli bæja, þar sem lægst bjóðandi fékk viðkomandi einstakling í sínar hendur og gat síðan látið vinna að vild. Stundum voru börn sem hlutu slík örlög heppin og fengu góða vist en því miður eru til margar sögur af slæmri vist þar sem börn og unglingar voru látin vinna myrkranna á milli, þau svelt og beitt líkamlegum refsingum. Það er magnað að hugsa til þess að ekki sé lengra liðið síðan íslenskur almúgi bjó við þau hörmu­ legu kjör sem lýst er í bókinni. Skrautlegar lýs­ ingar af æviferli Markúsar og öll þau va nd r æði sem hann rataði í er einnig áhuga­ verð persónusaga þessa kvensama smáglæpa­ manns, sem þurfti sjálfur að segja skilið við foreldra sína átta ára gam­ all, vegna þess að þeir gátu ekki séð fyrir honum. Texti höfundar er skýr og greinar­ góður og þægilegur aflestrar. Bókin er ljúfsár, hún lýsir miklum hörm­ ungum sem fólk þurfti að ganga í gegnum á þessum árum og höfundi tekst vel að setja sig inn í aðstæður. n NIÐURSTAÐA: Styrkur bókar- innar felst í lýsingum á ömurlegum lífsaðstæðum og skorti á mann- réttindum og þeirri staðreynd hversu stutt er síðan fólk bjó við þessi kröppu kjör hér á landi. Kvennamál og smáglæpir Mynd af höfundi ? Gunnar Helgason rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jón Hjaltason rithöfundur. MYND/AÐSEND Júlía Margrét Einarsdóttir er sporlétt sögukona. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 20 Menning 21. desember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.