Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 1
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur í borginni og mælist með kjörfylgi sitt. Borgar- stjóri spáir spennandi kosn- ingavetri. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Samfylkingin, f lokkur borgarstjórans í Reykjavík, tapar þremur prósentum og einum borg- arfulltrúa, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Frétta- blaðið. Píratar bæta hins vegar við sig manni og meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna, heldur því naum- lega velli, með sama fjölda borgar- fulltrúa. „Mér f innst það nú kannski megin tíðindin og mjög jákvætt á þessum tímapunkti, segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Ég hef oft séð að fylgi f lokka í meirihlutasamstarfi sígur á síðari hluta kjörtímabilsins, áður en kosningabaráttan hefst,“ segir hann og bætir við: „Það er ekki á vísan að róa með neitt í pólitík og mér sýnist geta stefnt í spennandi kosningavetur.“ Aðspurður seg ir Dag ur að hann muni upplýsa hvort hann gefi kost á sér áfram, eftir hátíðirnar. Sjálfstæðisf lokkurinn mælist nú með sama fylgi og hann fékk í kosningunum 2018, 31 prósent. Flokkurinn bætir töluvert við sig frá könnun sem gerð var fyrir rúmu ári, þegar flokkurinn mældist með 23,4 prósent. Ég fagna því að við mælumst enn stærsti flokkurinn í borginni,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem ein hefur lýst yfir framboði í oddvitasæti á lista Sjálfstæðisf lokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur bendir á að Sjálfstæðisflokk- urinn mælist oft lægri í könnunum en kosningum og könnunin gefi því góð fyrirheit. „Þessar niðurstöður senda jákvæð skilaboð inn í kosn- ingabaráttuna fram undan,“ segir Hildur. SJÁ SÍÐU 6 Það er ekki á vísan að róa með neitt í pólitík og mér sýnist geta stefnt í spennandi kosningavetur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 2 5 2 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 1 Helena slær í gegn á Ítalíu Sumargleðin og Ómar Menning ➤ 30 Lífið ➤ 34 leikhusid.is Gjafakort Þjóðleikhússins OPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ TIL KL. 23 Allan sólarhringinn í Mjódd og Granda Sj ál fs tæ ði sf l. Sa m fy lk in gi n Pí ra ta r Vi ðr ei sn Só sí al is ta fl . Fl ok ku r f ól ks in s Vi ns tr i g ræ n Fr am só kn ar fl . M ið fl ok ku rin n An na ð Niðurstöður könnunar um fylgi flokka í Reykjavík 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Jarðskjálftar eru farnir að láta á sér kræla á nýjan leik í Geldingadölum við Fagradalsfjall, sem gæti leitt til þess að eldgos hefjist aftur á svæðinu eftir þriggja mánaða hlé. SJÁ SÍÐU 2 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjöldi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokkur Samfylkingin Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Flokkur fólksins Sósíalistaflokkur Vinstri græn Meirihlutinn í borginni heldur naumlega velli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.