Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 34
Elsku móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Steinarsdóttir Boðagranda 2, lést fimmtudaginn 16. desember. Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.00. Gestir vinsamlegast framvísi gildu hraðprófi. Steinar Guðnason Jóhanna Runólfsdóttir Guðni Steinarsson Hildur Margrét Nielsen Ægir Steinarsson Ása Þórdís Ásgeirsdóttir Ingibjörg Steinunn, Hugrún Anna og Elín Fanney Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Kjartans Ottóssonar Fjölskyldan þakkar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir hlýja og góða umönnun og óskar öllum gleðilegra jóla og gæfu í framtíðinni. Guðríður Þorvalds Jónsdóttir Ottó Guðmundsson Inga Jónsdóttir Guðný Guðmundsdóttir Jóhannes Stefánsson Lárus Guðmundsson María Jóhanna Sigurðardóttir Örn Guðmundsson Ingunn Þorvarðardóttir Sigurður Guðmundsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Ingólfsdóttir lést í Svíþjóð þriðjudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðvarður Jakobsson Sigurður Jakobsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elsku eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Auðar Ólafsdóttur ritara, sem lést 11. nóvember og verður jarðsett í dag, 23. desember. Sérstakar þakkir fær HERA líknarheimaþjónusta Landspítalans og taugadeild Landspítalans, fyrir aðhlynningu og vináttu. Stefán Bjarnason Ólafur Stefánsson Guðlaug Eiríksdóttir Helga Stefánsdóttir Jóhann Ingi V. Magnússon ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæri Einar E. Sigurðsson kjötiðnaðarmaður, Hvassaleiti 22, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum 13. desember sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 28. desember kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna munu aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir athöfnina. Þorgrímur E. Sigurðsson Ingvi Jón Einarsson Berglind M. Njálsdóttir Ásta V. Njálsdóttir Anna V. Ólafsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Leifur Eiríksson bifvélavirkjameistari, Hlaðbrekku 19, Kópavogi, lést föstudaginn 17. desember. Útför hans fer fram frá Hjallakirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 11. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir, en athöfninni verður streymt og hægt að nálgast streymið á www.promynd.is/leifur Una Sigurðardóttir Bára Leifsdóttir Ásta Leifsdóttir Sigurður Leifsson Hallfríður Ólafsdóttir Eiríkur Leifsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Sigríður Sigtryggsdóttir Kópavogsbúi, lést á líknardeildinni í Kópavogi, mánudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta einungis nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á slóðinni https://streyma.is/streymi/ Eiríkur Þór Magnússon Valgeir Bergmann og Sara Elíasdóttir Linda Björg Magnúsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðmundu Jóhönnu Dagbjartsdóttur Sörlaskjóli 9. Jóhanna Pétursdóttir Ingimar Þorkelsson Magnús Pétursson Kristín Guðmundsdóttir Ólöf Pétursdóttir Þorsteinn Njálsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur, lést þann 22. desember á líknardeild LSH. Útförin auglýst síðar. Kristjana Skúladóttir Þórólfur Óskarsson Valgerður Skúladóttir Gunnar Helgi Sigurðsson Inga Margret Skúladóttir Ólafur Björnsson Davíð Skúlason Fanney Dóra Hrafnkelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Jónsson vörubílstjóri, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri föstudaginn 17. desember sl. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.00. Vegna samkomutakmarkana verða aðeins hans nánustu viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á Facebook síðunni „Jarðarfarir í Akureyrarkirkju“. Helga Eyjólfsdóttir G. Ómar Pétursson Björk Pálmadóttir Jón Pétursson Kolbrún Ævarsdóttir afabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður og vinur, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Hjörtur Ágúst Magnússon húsasmíðameistari og kennari, lést þriðjudaginn 14. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.00. Gestir eru hjartanlega velkomnir, en eru beðnir um að framvísa neikvæðu gildu Covid-prófi. Streymt verður frá athöfninni á https://livestream.com/luxor/jardarforhjartar Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat Sigurlín Jóna M. Sigurðardóttir Inga Kolbrún Hjartardóttir Vilhjálmur Hallgrímsson Sigurður Ágúst Hjartarson Ásdís Birta Gunnarsdóttir afabörn. Sóknarprestur Hallgrímskirkju ver afmælisdeginum á Þorláks- messu í að undirbúa aðfanga- dagsmessu og kalkún fyrir fjöl- skylduna. arnartomas@frettabladid.is „Ég er svolítill jólakall, eigandi afmæli á Þorláksmessu,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju, sem fagnar 68 ára afmæli í dag. „Ég er aðeins á undan Jesú, en svo kemur að honum og ég tek þátt í skrallinu með honum.“ Sigurður stýrir aðfangadagsmessu í Hallgrímskirkju á morgun þangað sem hann fer venjulega hjólandi. „Það þarf aðeins að aðlaga sig þeim lífsrytma og fjölskyldan tekur þátt í því,“ segir hann. „Það þarf aðeins að aðlaga eldamennskuna á heimilinu við vinnu pabbans. Við eldum kalkún, sem er ansi prestvinsamlegur matur, og setjum hann af stað tiltölulega snemma svo hann sé tilbúinn þegar við komum úr kirkjunni.“ Himnesk upplifun „Það er eins og með jarðskjálftana sem skekja grunninn hjá okkur, þá skekur Covid-tíminn tilfinningalíf margra,“ segir Sigurður Árni, um starfið á tímum fjöldatakmarkana. „Það eru margir sem vilja gjarnan komast í kirkju en eru dálítið hræddir við það. Við verðum með streymi á vefnum og ég heyri að það verður fólk úti um allan heim sem mun fylgjast með þar. Það finnst mörgum það vera það himneskasta sem það getur upplifað – að fá að vera í Hallgrímskirkju og syngja sálmana, eða í það minnsta að fylgjast með að heiman.“ Sigurður Árni segir að það sé að mörgu leyti merkilegur tími runninn upp í trúmálum Íslendinga. „Trúin skiptir æ meira máli, en stofnanirnar æ minna máli,“ segir hann. „Það er skemmtilegt, verðugt og krefjandi verkefni að horfast í augu við það.“ Þá segir Sigurður að í Hall- grímskirkju sé fyrst og fremst verið að reyna að mæta trúarþörfum fólks hvað- anæva að. „Við þjónum aðeins öðruvísi hlutverki en hverfis- og byggðarlags- kirkjurnar, sem sinna aðallega nær- umhverfinu,“ segir hann. „Við þjónum nefnilega nærumhverfinu, fjærumhverf- inu og heimsumhverfinu líka.“ n Þorláksmessubarn eldar prestvænan jólamat Sigurður segir kalkún vera prest- vinsamlegan jólamat. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.