Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 16
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Annað orð
yfir þessi
ósköp er
pólitísk
ólund – og
það verður
að segjast
alveg eins
og er að
það stafar
engum
sérstökum
kjörþokka
af því geðs-
lagi.
Þetta er
ástæðan
fyrir að ég
hef trú á
hinu góða
í fólki.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Ég smellti mér í sýnatöku í morgun, ekki í fyrsta
skiptið. Þar sem ég stóð í hálfskílómetra röðinni
klukkan 9.15 í morgun rétt fyrir jól þá hugsaði ég
hvað allir væru ábyrgðarfullir. Mættir í sýnatöku
og hraðpróf um leið og opnar.
Tvö ár
Ég fór að hugsa um allt fólkið sem hefur staðið
vaktina í núna bráðum tvö ár. Allt frá unga mann-
inum sem stendur í dyragættinni með sprittbrús-
ann og athugar hvort allir séu með strikamerki
og biður fólk um að vinsamlegast standa á græna
blettinum, að fólkinu sem skannar strikamerkin
og lætur okkur fá sérmerktu sýnaglösin okkar.
Þar sem ég beið svo eftir að fara inn í grænleita
herbergið þar sem sýnin eru tekin ómaði ljúf
rapptónlistin úr herberginu. Væntumþykja braust
fram inni í mér og gat ég ekki annað en brosað á
bak við grímuna. Brosandi augu mættu mér og
bauð hann mér góðan daginn og benti mér á hvert
ég skyldi fara. Þar tók sýnatökumaðurinn á móti
mér, og ekkert nema elskulegheitin, boraði hann í
nös og munn og óskaði mér svo góðs dags.
Hið góða í fólki
Þetta er ekki bara svona á Suðurlandsbraut 34
heldur úti um allt land. Svo er líka fólkið sem
vinnur úr sýnunum, fólkið sem þrífur og sótt-
hreinsar allt þegar upp kemur Covid á vinnu-
stöðum. Smitrakningarteymið sem þarf að rekja
hvar hugsanleg smit hafa orðið. Læknar, hjúkr-
unarfræðingar og sjúkraliðar og f leira fólk sem
er búið að taka á sig aukavinnu og álag frá því að
Covid hófst.
Þetta er ástæðan fyrir að ég hef trú á hinu góða
í fólki. Það er gott að sjá að þegar eitthvað herjar á
okkur þá tökum við okkur til og hjálpumst að því
við erum samfélag.
Því vildi ég bara segja, takk. Takk fyrir að gera
þetta fyrir okkur og vonandi eigið þið gleðilega
hátíð. n
Takk
Hjördís Inga
Guðmundsdóttir
sálfræðingur
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Ekki sér fyrir endann á foringjavand-
ræðum Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, en hann hefur engan veginn náð
sér á strik eftir brotthvarf Davíðs
Oddssonar úr stóli borgarstjóra fyrir
réttum þremur áratugum.
Tími sterka flokksins sem átti borgina er
liðinn – og líklega er það pólitískur ómögu-
leiki að hann nái að nýju hreinum meirihluta
í Reykjavík, sem lengi fram eftir síðustu öld
þótti vera sjálfsagt mál.
Kemur hér fernt til sögunnar. Stjórnmála-
flokkar eiga ekki lengur kjósendur sína í
þeim mæli sem áður var, þegar móta sást fyrir
flokksstimplinum á skírnarvottorði nýfæddra
barna. Auðveldara hefur verið á síðustu fjórum
áratugum að stofna nýja flokka og halda þeim
úti lengur en eitt kjörtímabil. Tími sterkra og
valdasækinna foringja er ekki lengur ávísun á
árangur í pólitík – og svo eru það örlög gamalla
flokka að sitja uppi með gamaldags áherslur,
sem meginþorri ungra kjósenda hefur engan
áhuga á að gera að sínum.
Og það síðastnefnda virðist vera raunin hjá
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, að minnsta
kosti þeim parti hans sem nú leiðir listann, en
trúin á tilveru bílastæða og breiðra akbrauta
þvers og kruss um borgina ætlar seint að bila
að einhverju ráði.
Og einu atriði má raunar bæta við þessa
upptalningu, en það er sú staðreynd að
gamlir Sjálfstæðismenn sem muna stórkost-
lega tíma í valdasögu flokksins í Reykjavík,
hafa einfaldlega ekki getað unnað öðrum
þess að stjórna borginni, og hafa tamið sér
orðbragð í garð andstæðinganna sem fremur
er sæmandi áhugafólki um einræði, en lýð-
ræði. Annað orð yfir þessi ósköp er pólitísk
ólund – og það verður að segjast alveg eins og
er að það stafar engum sérstökum kjörþokka
af því geðslagi.
Þessa varð fyrst vart eftir áfallið 1978, það
mikla vinstra ár, þegar fimm fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins náðu völdum með fulltingi
tveggja krata og eins úr Framsókn. En eftir að
Davíð Oddsson náði flokknum að nýju yfir
fimmtíu prósentin í kosningunum 1982, héldu
sannfærðir flokksmenn að vinstrislysin yrðu
ekki f leiri. Og allt útlit var fyrir að svo yrði.
Davíð átti borgina. Í kosningunum 1990 fékk
hann yfir sextíu prósenta fylgi, sem skaut
honum í landsmálin.
En þar með var loftið búið í blöðrunni.
Eftir það hafa eins kjörtímabils oddvitar
komið og farið. Og von er á þeim áttunda. Í
minnihluta. n
Pólitísk ólund
benediktboas@frettabladid.is
Hrærð í jólamessu
Jörð er farin að skjálfa að nýju á
Reykjanesskaga með tilheyrandi
hristingi í Grindavík. Er það ekki
sú jólagjöf sem hefur verið efst
á óskalistum íbúanna þar, eftir
ókyrrðina fyrr á árinu í aðdrag-
anda eldgossins í Geldingadölum.
Þrátt fyrir jarðhræringar og
veirufár er sóknarpresturinn á
staðnum ekki af baki dottin og
efnir til helgihalds með tveimur
messum á aðfangadag. Væntan-
lega er ætlunin að reyna að hrista
söfnuðinn betur saman.
Nýtt tímabil hefst
Þríeykið magnaða birtist aftur í
dag á skjám landsmanna. Telst til
að þetta sé fimmta sería þeirra
Víðis, Ölmu og Þórólfs í ræðu-
púltinu. Flestir eru sammála um
að fyrstu fjórar seríurnar hafi
verið góðar, með gestaleikurum
sem slógu í gegn. Punkta-Palli
frá Landspítalanum, Bingi frá
Viljanum og fjölmiðlafólk með
fyndinn bakgrunn, hefur glatt
landsmenn á erfiðum tímum. Eitt
þykir víst:
Jólaræða Víðis mun verða
skarpari en áður og ekki ólíklegt
að ódauðlegar setningar úr fyrri
seríum fái að hljóma með. „Við
höfum gert þetta áður,“ og hver
getur gleymt „við getum gert
þetta saman,“ með augun beint
í myndavélina. Þjóðin, sem nú
vinnur heima, mun sitja límd við
skjáinn sem fyrr. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR