Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 6
Samfylkingin tapar manni í borgarstjórn en Píratar bæta við sig. Kjósendur leggja áherslu á velferð, húsnæðis- mál og samgöngur. adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Meirihlutinn í Reykja- vík rétt heldur velli, samkvæmt nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Sjálfstæðisf lokkurinn er enn stærsti flokkurinn í borginni, bætir örlítið við sig frá kosningum og heldur sínum átta borgarfulltrúum. Fylgi flokksins er mun betra en þegar Fréttablaðið lét mæla fylgið síðast, í október í fyrra. Þá mældist flokkur- inn með 23,4 prósent en er með 31 prósent nú, sé miðað við þá sem tóku afstöðu í könnuninni. Samfylkingin dalar hins vegar aðeins frá kosningunum. Fer úr kjör- fylginu 25,9 prósent niður í 22,8 pró- sent og tapar einum manni. Píratar bæta hins vegar við sig einum manni á móti og aðrir flokkar í meirihlut- anum, Viðreisn og Vinstri græn, halda sínum mönnum. Vigdís dettur út Miðflokkurinn missir hins vegar sinn eina mann í borgarstjórn og mælist ekki með nema 1,4 prósent. Framsóknarflokkurinn sækir hins vegar aðeins í sig veðrið og mælist með 4,1 prósent, sem dugar fyrir einum borgarfulltrúa, en flokkurinn fékk engan mann kjörinn í borgar- stjórn í síðustu kosningum. Það athugast að á áttunda degi könnunarinnar, af þeim tíu sem tók að framkvæma hana, lýsti oddviti Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Arnalds, yfir að hann hefði hætt við að vera í framboði fyrir næstu kosningar. Hreyfing á fylgi Hafa ber í huga að fylgið sem hér ræðir um miðast aðeins við þá sem tóku afstöðu til flokkanna, en könn- unin sýnir að 30 prósent segjast ekki vita hvað þau myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag. Þegar skoðað er hvernig þátttak- endur kusu í síðustu borgarstjórnar- kosningum, kemur í ljós að Sjálf- stæðismenn eru langtrúastir sínum flokki, en 89 prósent þeirra sem kusu flokkinn í síðustu kosningum ætla líka að kjósa hann nú. Næst á eftir koma kjósendur Flokks fólksins sem ætla að kjósa sama flokk aftur í 82 prósentum tilvika. Kjósendur Samfylkingarinnar og Pírata ætla að kjósa sinn flokk aftur í 78 prósentum tilvika. Innan við helmingur þeirra sem kusu VG í síðustu kosningum ætlar að kjósa flokkinn núna og ætla 26 prósent þeirra að kjósa Samfylking- una. Þá ætla 36 prósent þeirra sem kusu Miðflokkinn síðast og 27 pró- sent þeirra sem kusu Viðreisn, að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú. Töluverður munur er á kynjunum í afstöðu til, annars vegar Sjálfstæðis- flokks og hins vegar Samfylkingar. Af þeim körlum sem taka afstöðu segjast 37 prósent ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn og 20 prósent Sam- fylkinguna. Hlutföllin eru mun jafn- ari hjá konum, en 24 prósent þeirra segjast ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn en 26 prósent kvenna velja Samfylkinguna. Skörp skil eftir aldri Fólk á aldrinum 24 til 54 ára sker sig úr í niðurstöðum könnunarinnar, en 44 prósent fólks á þeim aldri sem tók afstöðu í könnuninni, segjast ætla að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og aðeins 17 prósent Sam- fylkinguna. Skörp skil eru einnig í stuðningi við Pírata eftir aldri, en í yngsta kjósendahópnum segjast 26 prósent ætla að kjósa Pírata. Flokkurinn nýtur yfir 20 prósenta stuðnings í öllum aldurshópum innan við 45 ára aldur, en stuðningur við flokk- inn hrynur niður í fimm prósent í öllum aldurshópum þar fyrir ofan. Þegar horft er á tekjur vekur athygli að stuðningur við Sjálf- stæðisflokk og Samfylkingu hækk- ar í báðum tilvikum, eftir því sem tekjur þátttakenda aukast. Báðir f lokkarnir njóta mests stuðnings meðal þeirra sem mestar hafa tekj- urnar. Fólk sem hefur 800 þúsund eða meira í tekjur á mánuði ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í 35 pró- sentum tilvika, en 32 prósent þátt- takenda í þeim tekjuhópi segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Píratar eru hins vegar vinsælasti f lokkurinn í tekjulægsta hópnum, með 21 prósents fylgi, fast þar á eftir er Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Samfylkingin með 17 prósent. Þar nær Flokkur fólksins einnig 15 prósenta fylgi. Samgöngur í forgang Fréttablaðið lét einnig kanna hug þátttakenda til málefna. Var þátt- takendum boðið að haka við þrjá flokka stefnumála. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar finnst þátttakendunum mikilvægast að setja velferðar- og heilbrigðismál í forgang, en 34 prósent merktu við þau, auk hús- næðis- og lóðamála sem 29 prósent merktu við. Þá nefndu 25 prósent samgöngumál og almenningssam- göngur komust einnig á blað í 25 prósentum tilvika. Rétt tæp 20 prósent nefndu mál- efni eldri borgara, umhverfismál og skólastarf. Sjálfstæðismönnum eru sam- göngumál efst í huga, en 38 prósent þeirra nefna þann málaflokk sér- staklega. Aðeins tíu prósent þeirra hafa þó áhuga á almenningssam- göngum, samkvæmt könnuninni. Mikill áhugi er hins vegar á þeim hjá kjósendum Samfylkingarinnar, sem nefna málaflokkinn í 48 prósentum tilvika. Könnunin var framkvæmd dag- ana 13. til 22. desember, en um net- könnun var að ræða sem send var á könnunarhóp Prósents. Úrtakið var 1.700 manns og svarhlutfallið 51 prósent. Gögnin voru vigtuð til að úrtakið endurspegli álit íbúa Reykjavíkur og tekið var tillit til kyns og aldurs. n 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Hvaða lista myndirðu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík í dag? n Kosningar 2018 n Könnun 2020 n Könnun 2021 Annað 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Hvaða stefnumál finnst þér mikilvægast að stjórnmálaflokkar leggi áherslu á fyrir næsta kjörtímabil? Ve lfe rð ar - o g he ilb rig ði sþ jó nu st a H ús næ ði s- o g ló ða m ál Sa m gö ng um ál Al m en ni ng ss am gö ng ur U m hv er fis m ál Sk ól as ta rf Le ik sk ól as ta rf Fj ár m ál b or ga rin na r Sk at ta r/ Ú ts va r Fa st ei gn as ka tt ar M ál ef ni u ng s f ól ks M an nr ét tin di Íþ ró tt a- o g æ sk ul ýð sm ál At vi nn us kö pu n Fo rv ar ni r An na ð Fr ís tu nd ir Framsókn nær sætinu af Vigdísi í borginni Í borgarstjórn sitja 23 borgarfulltrúar og því þarf tólf til að mynda meiri- hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 Fréttir 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.