Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 42
Ómar Ragnarsson segir sögu
Sumargleðinnar vera söguna
sem varð að skrifa. Og það
hefur hann nú gert með
bókinni Af einskærri sumar-
gleði. Þar rekur hann sögu
þessa sannkallaða stórveldis,
sem þeir Raggi Bjarna stofn-
uðu og ferðuðust um landið,
með söng og gríni öll sumur
frá 1971 til 1985.
toti@frettabladid.is
Ragnar Bjarnason og Ómar Ragn-
arsson stofnuðu Sumargleðina
fyrir hálfri öld, en hópurinn varð
sannkallað stórveldi sem reis hæst
undir lokin á fyrri hluta níunda
áratugarins, enda voru, svo einhver
séu nefnd, ekki ómerkari kempur
með í för en bræðurnir Halli og
Laddi, Diddú, eftirherman Karl
Guðmundsson, leikararnir Bessi
Bjarnason og Magnús Ólafsson,
Þorgeir Ástvaldsson, Þuríður Sig-
urðardóttir, að ógleymdum sjálfum
Hemma Gunn.
„Málið er að þegar ég byrjaði á
þessari bók lá ég eftir mjög vont
slys, þar sem ég beinbrotnaði og
lemstraðist á sex stöðum, og gat
ekkert gert annað en hugsa,“ segir
Ómar, um bók sína Af einskærri
sumargleði, þar sem hann rekur
upphaf ferils síns sem skemmti-
kraftar með sérstaka áherslu á
árin með Sumargleðinni og færir í
letur söguna sem hann segir að hafi
þurft að skrifa.
„Það hefur aldrei verið fjallað um
þennan helming íslenskrar menn-
ingar, það sem elítan hefur kallað
lágmenningu, en samkvæmt þeirra
skilgreiningu er Mozart náttúr-
lega bara lágkúrulegur þegar hann
semur Tumi fer á fætur. Það bara
gengur ekki, sko,“ segir Ómar.
Skilið við Sjálfstæðisflokkinn
„Upphaflega var ætlunin hjá þeim
í Forlaginu að einhver skrifaði sögu
Sumargleðinnar einnar, en þeir
áttuðu sig bara ekki á því að þegar
Sumargleðin var stofnuð var það
bara breyting á nafni. Vegna þess
að það var sama áhöfn sem sá um
tveggja tíma skemmtun og dansleik
á eftir eins og hafði verið hjá Sjálf-
stæðisflokknum 1969 og 1971.
Það var bara hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar og skemmtikrafturinn
Ómar og búið. Við Ragnar stofnuð-
um því Sumargleðina og fórum frá
flokknum, en breyttum engu öðru.
Við losnuðum þó við mikið ónæði
sem var farið að vera á héraðsmót-
unum,“ segir Ómar og bætir við að
mótin hafi verið orðin full pólitísk
og straumar fólks inn og út hafi
ráðist af því hvort ræðumaður væri
á staðnum.
Ofboðsleg heimskupör
Samgöngu- og framfarasaga þjóðar-
innar fléttast óhjákvæmilega saman
við sögu Ómars og Sumargleðinn-
ar, enda hvíldi útrás reykvískra
skemmtikrafta ekki síst á bættum
vegum og betri ökutækjum.
„Einn kaf linn heitir Hættuleg
blanda: Jeppi – flugvél – hraðbátur,“
segir Ómar, um 15. kafla bókarinnar
þar sem hann rifjar meðal annars
upp eina af sínum ótal svaðilförum.
„Ég þurfti að skemmta á sama tíma
á Akranesi og í Reykjavík. Það eru
engin Hvalfjarðargöng og malar-
vegur á milli og úr því verður svo
ótrúleg saga að menn hafa sagt við
mig að jafnvel þótt ég væri rithöf-
undur og skáld, þá myndi ég ekki
voga mér að skrifa svona sögu,“ segir
Ómar og hlær sínum einstaka hlátri.
„Margt af þessu eru bara ofboðs-
leg heimskupör mín. Eins og að
láta mér detta í hug að það væri
hægt að skemmta bæði á Akranesi
og Reykjavík á sama klukkutím-
anum. Það var nett brjálað,“ heldur
Ómar áfram og bendir á að margar
sögurnar af ótrúlegum svaðilförum
varpi ljósi á „það hvað þessi þjóð
þráði sumarið svakalega. Þetta er
eina þjóðin í heiminum sem er með
sumardaginn fyrsta sem hátíðis-
dag.“
Hjónabandsmarkaðurinn
Þótt Ómar sé annálaður límheili og
sagnabrunnur segist hann aðspurð-
ur óhjákvæmilega hafa þurft að
leggjast í umtalsverða heimildar-
vinnu við ritun þessarar sögu, sem
hann þekkir þó manna best.
„Þetta var ekkert ómerkilegt,“
segir Ómar um Sumargleðina, hér-
aðsmótin og sveitaböllin. „Þetta var
stærsti hjónabandsmarkaður lands-
ins,“ segir Ómar hlæjandi. „Fletirnir
eru svo margir. Á einu ballinu rann
sviti ballgesta í taumum niður veggi
og glugga á yfirfullum sal sam-
komuhússins. Það er bara satt og
svo mikill sviti og margir voru það
blautir þegar þeir komu inn, að úr
þessu varð bara gufubað. Það var
ekki hægt að taka myndir eða neitt.
Þetta er náttúrlega í nokkrum
textum eins og bara Halló, mamma,
halló, pabbi. Það lag er náttúrlega
bara lýsing á andrúmsloftinu í
kringum sveitaböllin og í raun og
veru ekkert annað. Þótt það yrði
svona vinsælt sem sönglag.“
Margt samferðafólk Sumargleð-
innar hefur kvatt þennan heim og
aðspurður segir Ómar vinnuna við
bókina vissulega hafa vakið ljúfar
minningar og söknuð. „Jú, jú, jú,
sem hvatti mig til þess að leggja
miklu meiri vinnu í þetta heldur en
ég ætlaði mér, bara til þess að sýna
þessu fólki þá virðingu sem það átti
skilið og tilgreina dæmi um þær
fórnir sem þau færðu.“
Áfengisbann Ragga Bjarna
Ómar rekur, meðal margs annars,
áfengisbann, sem Raggi Bjarna setti
á Sumargleðina. „Áfengisbannið á
Sumargleðinni var tímamótaverkn-
aður í íslenskri menningarsögu,
vegna þess að það hafði enginn sam-
bærilegur hópur verið með svona.“
Bannið var þó í sjálfu sér einfalt.
„Bara þegar komið var um borð í
rútuna í Reykjavík, eða hvar sem
var, þá byrjaði áfengisbann sem
var ekki lokið fyrr en menn komu
heim til sín. Þeir sem þurftu að vera
túramenn og dettíða vikulega, þeir
gerðu það bara á mánudögum og
þriðjudögum. Eða þriðjudögum
og miðvikudögum. Þetta gerði
Ragnar,“ segir Ómar og upplýsir að
það hafi ekki verið fyrr en eftir að
hann skrifaði þessa bók að hann
gerði sér grein fyrir „að Ragnar var
miklu, miklu stærri faktor í íslenskri
menningu en maður áttaði sig á.“ n
Á einu ballinu rann
sviti ballgesta í taum-
um niður veggi og
glugga á yfirfullum sal
samkomuhússins.
Ómar Ragnars-
son
Bíó
Spencer
Spencer hefur hlotið mikið lof.
Atburðarásin snýst um jóladaga
sem Díana prinsessa ver í Sand-
ringhamhöll með konungsfjöl-
skyldunni.
Í myndinni tekst einstaklega
vel að skapa andrúmsloft sem er
þrúgað af hefðum og þar er ekki
rými fyrir frjálsan anda eins og
Díönu. Það lýsir hugmyndaríki
að láta vofu Önnu Boleyn, hinnar
ógæfusömu eiginkonu Hinriks
VIII, tala til Díönu. Samband Díönu
við aðstoðarkonu sína, sem Sally
Hawkins leikur, fær svo skemmti-
legan snúning undir lokin.
Kristin Stewart er hreint og
beint stórkostleg sem Díana og á
skilið að fá Óskarinn. Gríðarlega
vel gerð mynd en um leið mjög
þunglyndisleg og einmitt þess
vegna verður frelsunin undir lokin
svo gleðileg og velkomin. n
n Allra best
Helgi Jónsson og Anna Margrét
Marinósdóttir eru höfundar
Fagurt galaði fuglinn sá, barna-
bókarinnar sem er rækilega að
slá í gegn þetta árið. Jón Baldur
Hlíðberg myndskreytir af sinni
alkunnu snilld.
Í bókinni kynnist lesandinn alls
konar fuglum, bæði stórum og
smáum, og getur síðan hlustað
á hljóðin sem hver um sig gefur
frá sér. Textinn er fróðlegur en
um leið stórskemmtilegur því þar
er húmorinn aldrei fjarri. Ekki er
skrýtið að slegist sé um bókina
þessi jólin. Þetta er einfaldlega bók
sem öll börn verða að eignast. n
Bókin
Fagurt galaði fuglinn sá
odduraevar@frettabladid.is
Lífskúnstnerinn Edda S. Jónas-
dóttir segist lengi hafa ætlað að
taka saman allar sínar uppáhalds-
uppskriftir, eða frá því hún fór að
búa fyrir um 45 árum. Hún hefur
nú loksins látið slag standa, með
bókinni sinni Eftirlætisréttir Eddu.
„Markmiðið var að prenta út
allar uppskriftir sem ég átti í tölv-
unni og hefta saman fyrir vinkonur
mínar í Edinborgarklúbbnum, þar
sem sumar þeirra hafa minnst á
það við mig að þær vildu gjarnan
fá uppskriftirnar mínar útprent-
aðar. Það sem upphaf lega átti að
vera hefti er orðið að þessari fal-
legu bók.“
Edda hefur komið víða við á ævi
sinni og réttirnir fjölbreyttir eftir
því. Pabbi hennar var mikill heims-
borgari og bauð ítrekað erlendum
gestum heim í mat til fjölskyld-
unnar.
„Mamma var mjög veisluglöð
kona, þannig að þetta gekk upp hjá
pabba. Elsku mamma mátti líka fá
heilt handboltalið í mat þegar ég
var ellefu eða tólf ára gömul og æfði
handbolta í Bústaðahverfinu. Þá
kom handboltalið frá Færeyjum í
heimsókn og fjölskyldur í hverfinu
voru beðnar um að bjóða einum
eða tveimur úr liðinu í mat. Það
hentaði mér ekki, ég gat ekki valið
hverjum ég ætti að bjóða og bauð
því öllu liðinu og mamma steikti
fisk ofan í alla og pönnukökur í
eftirrétt og fannst þetta ekkert til-
tökumál.“
Í skiptinámi í Seattle í Banda-
ríkjunum vaknaði loks matar-
gerðaráhugi Eddu fyrir alvöru.
„Mér fannst allt sem var á borðum í
Bandaríkjunum svo nýtt og spenn-
andi,“ útskýrir Edda. Húsmóðirin á
heimilinu í Seattle, Wanda Morris,
gaf henni hennar fyrstu matreiðslu-
bók, kennda við Betty Crocker.
„Eftir ársdvöl í Seattle rétti hún
mér stóra og mikla bók, matreiðslu-
bók Betty Crocker. Ég var á leið í
fimm vikna rútuferðalag þvert yfir
Bandaríkin áður en haldið væri
heim til Íslands. Nú voru góð ráð dýr,
ferðataskan mín full, þannig að ég
tók bókina með mér inn í rútuna og
hóf lesturinn. Rútan brunaði af stað
til næsta ríkis og ég var upptekin við
að lesa uppskriftir, nýja áhugamálið
mitt, og sá mun minna af landslaginu
heldur en til stóð!“ n
Betty Crocker var áhrifavaldur í matarlífi Eddu
Edda fékk góðvinkonu sína, Hlíf Unu Bárudóttur, til þess að myndskreyta upp-
skriftabókina, sem hún kennir við eftirlætisrétti sína. MYND/HLÍF UNA BÁRUDÓTTIR
Hættulegar sumargleðiblöndur Ómars
Sumargleðin: Magnús Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson og
Hemmi Gunn, sjálfum sér líkir og í því banastuði sem þeir héldu um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Sumargleðin kynnir happdrætti árið 1979. MYND/EMIL
Sumargleðin á heimavelli sínum árið 1982. MYND/ÞG
34 Lífið 23. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR