Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Ég hef haldið ketti sem gæludýr stóran hluta af lífi mínu. Í dag deili ég heimili með tveimur köttum, Kára 8 ára og Stellu 15 ára. Sambúð okkar hefur gengið tíðindalítið fyrir sig að undanskildum einstaka fugli sem komið hefur inn með þeim og klóri í húsgögn. Brexit eða útganga Englands úr Evrópusambandinu (ESB) hefur þó haft langmest áhrif á líf katta minna og okkur heimilis- fólk. Kettirnir mínir hafa líkt og fleiri kettir alist upp á sérhönnuðum þurrmat. Vandi katta minna er að báðir eru þeir matvandir. Þannig hafa þeir frá unga aldri fúlsað við þurrmat en tekið fagnandi niður- soðnum kattamat úr innyflum og öðru kjötmeti. Ef kettinum Kára var til dæmis boðið upp á þurrmat settist hann hneykslaður niður og horfði til skiptis á matinn og svo í augu manns. Kötturinn Stella var svo enn meiri gikkur, hún hætti hreinlega að borða og horaðist þangað til gripið var til örþrifaráða og keyptur var dósamatur. Allt breyttist þó eftir verslunar- ferð í Costco fyrir nokkrum árum þar sem keyptur var stór sekkur af Purina One kattamat. Skyndilega var allur þurrmatur étinn upp til agna og ég þurfti að kaupa tvo sekki í næstu ferð. Ég ræddi ágæti þessa kattamatar við fleiri kattareigendur sem allir voru mér sammála, þetta væri ofurfæða. Svona gekk þetta í nokkur ár þangað til skyndilega að þessi kattamatur hvarf úr hillum Costco. Skýringin sem ég fékk var að eitthvert tollavesen vegna útgöngu Englands úr ESB hefði haft þessar afleiðingar. Enginn kattamatur hefur náð að fylla skarðið. Kári er aftur farinn að bíða við fullan matardall og Stella grennist. Svona geta stjórnmál í einu landi haft áhrif á tvo ketti á Íslandi. Gleðileg jól. n Kattamatur í Brexit Verslaðu á netinu byko.is Með hátíðarkveðju Gleðilega hátíð Gleymdist eitthvað? Ekki örvænta, það er opið til 12 á aðfangadag Sjá afgreiðslutíma yfir jól og áramót á byko.is OPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM NETTÓ TIL KL. 23 Allan sólarhringinn í Mjódd og Granda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.