Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 14
Fyrir svefninn fara líklega flestir með bænir, enda getur verið stutt á milli feigs og ófeigs á þessari ókrýndu náttúrulegu dómkirkju Íslands. FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Tindaborgir Kirkjunnar séðar úr austri. Hrútfjallstindarnir fjórir sjást vel vinstra megin á myndinni og Efri- og Neðri-Dyrhamar nær. Fjær sést lengst inn á Vatnajökul. MYND/TÓMAS GUÐBJARTSSON Umhverfi Kirkjunnar, eða Tindaborgar, er gjörsamlega magnað og sæmir dóm- kirkju. Hvanna- dalshnjúkur í bakgrunni og Efri-Dyrhamar lengra til hægri. MYND/ÓMB Efst minnir Kirkjan á hnífs- egg og því er pláss á toppn- um af skornum skammti. Hér er horft í áttina að vesturhlíðum Hvannadals- hnjúks. MYND/GUÐ- MUNDUR FREYR JÓNSSON Á Íslandi er ógrynni örnefna þar sem orðið kirkja kemur fyrir í nafnlið, og á það sérstaklega við um fjöll sem eiga sameiginlegt að svipa til tilkomumikilla kirkjubygginga. Má þar nefna Kirkjufell við Grundar- fjörð, nokkrar Tröllakirkjur og óteljandi Álfakirkjur. Í hlíðum Öræfajökuls, norðan ísfalls Svínafellsjökuls og mitt á milli Hvannadalshnjúks og Hrútsfjallstinda, er 1.695 metra hár tindur sem kallast Tindaborg en er einnig nefndur Fjallkirkja, Tröllakirkja og einfaldlega Kirkjan. Kirkjunafnið kemur ekki á óvart því tindur- inn minnir helst á kaþólska dómkirkju sem prýdd er óteljandi kirkjuturnum. Á sumrin sjást svartir hamra- veggir Kirkjunnar vel úr Skaftafelli en á veturna er hún ekki síður tilkomumikil, klædd þykkri ísbrynju sem gaman er að sjá í návígi. Dómkirkja íslenskra tinda Það er snúið að klífa Kirkjuna og aðeins á færi mjög vanra fjallamanna. Bergið er afar laust í sér og því ekki ráðlegt að klífa hana nema á snjó og ís frá mars og fram í maí og þá með ísklifurbúnað. Nokkrar leiðir eru í boði að Kirkjunni og ekki nauðsynlegt að klífa sjálfan Kirkjuturninn, heldur má einfaldlega ganga í kringum hana. Algeng leið liggur upp austanverðan Svínafellsjökul og síðan stefnt á vestari hlið Kirkjunn- ar og norður fyrir hana. Önnur leið liggur norður fyrir Hvannadalshnjúk og þannig komist að norðurhlíðum hennar. Loks má sveigja til vesturs af leiðinni upp á Hvannadalshnjúk og halda norðan Efri-Dyrhamars að austurhlíðum Kirkjunnar, en þar líkist hún helst hana- kambi. Síðustu 100 metrarnir upp á tindinn eru snúnir en norðausturhlíðarnar eru víða í kringum 60-70° og er þessi ísklifurleið með þeim erfiðustu á Íslandi. Efst á Kirkjunni er lítið pláss og því hvorki stund né staður fyrir mannfögnuði. Útsýnið er hins vegar frábært, ekki síst yfir að Hrútsfjallstindum, Hvannadalshnjúk og Efri-Dyrhamri. Á leiðinni heim geta sprækir spreytt sig á bröttum Efri-Dyrhamri en eftir það má halda niður á láglendi eftir sprungnum Virkisjökli eða enn fáfarnari Hvannadalshrygg. Þar sem ganga á hæsta tind Kirkjunnar getur tekið allt að sólarhring eru margir sem kjósa að slá upp tjaldi á leiðinni eða gista í snjóhúsi. Fyrir svefninn fara líklega f lestir með bænir, enda getur verið stutt á milli feigs og ófeigs á þessari ókrýndu náttúrulegu dómkirkju Íslands. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.