Fréttablaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 30
Helmingur
einstakl-
inganna
sem skipa
tíu efstu
sætin í
kjörinu
iðkar
íþrótt sína
á Íslandi.
Efstu þrjú í kjörinu um lið ársins í stafrófsröð
Aron Pálmarsson
Aron vann alla þá titla sem í
boði voru með Barcelona en
missti af úrslitaleik Meistara-
deildarinnar og HM vegna
meiðsla. Samdi við rísandi
stórveldi í Álaborg í sumar.
Kristín Þórhallsdóttir
Kristín vann brons á HM í
klassískum kraftlyftingum og
gerði betur á EM þar sem hún
varð Evrópumeistari og bætti
Evrópumetið í sínum flokki.
Bjarki Már Elísson
Bjarki Már átti stóran þátt í
bikarmeistaratitli Lemgo í
vor. Bjarki var markahæsti
leikmaður Íslands á HM og í
þriðja sæti yfir markahæstu
leikmenn þýsku deildarinnar.
Martin Hermannsson
Martin féll út í undanúrslitum
í sterkustu deild Evrópu með
liði Valencia. Hann sýndi
hvers hann er megnugur í
eina landsleik sínum á árinu.
Júlían J. K. Jóhannsson
Júlían varð heimsmeistari í
réttstöðulyftu í þungavigtar-
flokki en féll úr leik í saman-
lagðri keppni með ógildum
lyftum í hnébeygju og bekk-
pressu.
Ómar Ingi Magnússon
Ómar fór fyrir liði Magdeburg
sem vann Evrópudeildina og
HM félagsliða. Ómar var fjórði
Íslendingurinn til að verða
markakóngur í Þýskalandi.
Karlalið Víkings í knattspyrnu
Víkingar lönduðu langþráðum Íslandsmeistara-
titli á dramatískan hátt á Íslandsmóti karla í
knattspyrnu. Víkingum tókst að hafa betur gegn
Blikum og vinna sjötta Íslandsmeistaratitilinn
og bættu bikarmeistaratitli við í haust.
Kári Árnason
Kári lauk ferlinum með því að
landa Íslands- og bikarmeist-
aratitlinum með uppeldis-
félagi sínu, Víkingi. Lagði fyrr á
árinu landsliðsskóna á hilluna
eftir sextán ára landsliðsferil.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir
Innkoma Rutar í lið KA/Þórs
gjörbreytti öllu. Hún fór fyrir
liðinu sem vann alla titlana
ásamt því að leika hundrað-
asta landsleik sinn á árinu.
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum
Kvennalandsliðið í hópfimleikum átti frábært
Evrópumót í Portúgal og endurheimti gullverð-
launin eftir níu ára bið. Kvennalandsliðið var
skrefi á eftir Svíum í undanúrslitunum en þegar
komið var í úrslitin höfðu Íslendingar gullið.
Kolbrún Þöll Þorradóttir
Kolbrún var í lykilhlutverki
í gullverðlaunaliði Íslands á
EM í hópfimleikum. Á mótinu
framkvæmdi Kolbrún eitt
erfiðasta stökk mótsins og
var valin í úrvalsliðið.
Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís lék vel undir stjórn
Elísabetar Gunnarsdóttur
á fyrsta ári sínu í atvinnu-
mennsku og skoraði fjögur
mörk með landsliðinu.
Kvennalið KA/Þórs í handbolta
Eftir dræman árangur Akureyringa í handbolta
undanfarna áratugi tókst KA/Þór að fylla bikar-
skápinn á einu ári. KA/Þór varð deildar-, bikar- og
Íslandsmeistari á nokkurra vikna tímabili í vor
ásamt því að vinna meistarakeppni HSÍ í fyrra.
Fimm greinar sem
eiga fulltrúa í ár
Átta af tíu efstu ein-
staklingunum í kjör-
inu á íþróttamanni
ársins 2021 hafa ekki
hlotið nafnbótina áður.
Helmingur þeirra iðkar
íþrótt sína hér á landi.
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR í dag er tilkynnt
hvaða tíu einstaklingar
hlutu flest atkvæði í kosn-
ingu Samtaka íþróttafrétta-
manna um Íþróttamann
ársins 2021. Sigurvegar-
inn verður síðan kynntur
þann 29. desember næstkom-
andi við hátíðlega athöfn.
Einstaklingarnir tíu sem
um ræðir koma úr fimm
íþróttagreinum og eru sex
karlar meðal tíu efstu og fjór-
ar konur. Af þessum tíu hafa
aðeins Aron Pálmarsson og
Júlían J. K. Jóhannesson verið
kjörnir Íþróttamaður ársins,
Aron árið 2012 og Júlían árið
2019.
Á sama tíma verður kynnt
hver þjálfari ársins er og lið
ársins en hér má sjá stutta
samantekt á afrekum
þeirra á árinu. n
Efstu tíu í kjörinu um íþróttamann ársins í stafrófsröð
Arnar Gunnlaugsson
Arnar leiddi lið Víkings að
fyrsta Íslandsmeistaratitli
félagsins í þrjátíu ár og fylgdi
því eftir með því að stýra
liðinu til sigurs í bikarkeppn-
inni í haust.
Vésteinn Hafsteinsson
Lærisveinar Vésteins, Daniel
Ståhl og Simon Petterson,
tóku gull og silfur á Ólympíu-
leikunum í kringlukasti og
voru í sérflokki í kúluvarpi á
heimsvísu.
Þórir Hergeirsson
Undir stjórn Þóris vann norska
kvennalandsliðið EM og HM
ásamt bronsverðlaunum á
Ólympíuleikunum á rúmu ári.
Alls hefur norska liðið unnið
níu titla undir stjórn Þóris.
Efstu þrír í kjörinu um þjálfara ársins í stafrófsröð
22 Íþróttir 23. desember 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 23. desember 2021 FIMMTUDAGUR