Dagrenning - 01.01.1941, Page 11

Dagrenning - 01.01.1941, Page 11
DAGRENNING 701 kalla þessar tvær gömlu mann- eskjur fyrir sig. “Verðleikar þínir, þjónn, eru miklír,” sagði Hugo við konuna, ”og sama er að segja um þenna aldraða mann. Þið skuluð því bæði fá laun þau, er þið verðskuldið. Enginn hlutur er konu betri, en eiga mann og heimili. Þess vegna skal jarðeign þessi vera þín eign frá þessari stundu. Ef nú þessi margra árasamverka maður þinn vill ganga að eiga þig þá höfum við líka fundið eiginmanninn,*’ “Ennáðugi herra,” mælti maðurinn, “Hvernig ættum við, með silfurhærur okkar, að iáta okkur koma brúðkaup í hug?” “Já, við höldum þá bara silfurbrúðkaup ” svaraði Hugo konungur og brosti hlýlega. “Taktu hér við trúlofunar hringnum,” sagði konungur og dróg dýran silfur-hring af fingri sér, og lét hann á baug fingur brúðurinnar um leið og hann lagði saman hendur hinna gráhærðu hjónaefna, er grétu af gleði og þakklæti. Þetta mun vera upphaf silfur-brúðkaupsins. Uppgerð í íramkomu OG AFLEIÐING ARNAR. ★ Ég þekki konu, sem vinn- ur við afgreiðsiu í verzlunar- búð. Hún gengur allann dag- inn með bros á vörunum og auðsýnir aðdáunarverða still- ingu og þolinmæði öllu við- skiftafólki verzlunarinnar, og mótmælir aldrei. Ef einhver segði að hvítt væri svart, þá ditti henni ekki í hug að hafa neitt á móti því. Vafalaust hefir þessari konu verið kent það, af verzlunarstjóranum, að koma þannig fram, sem hún væri þess vitandi, að við- skifta-menn og konurhafi alla jafna á réttu að standa, Þessi kona á 16 ára gamla dóttir, sem gengur á háskóla og annast um íbúðina þeirra mæðgnanna. Þegar dagsverki þessarar konu er lokið og hún er á leið heim til sín, þá finnur hún fyrst alvarlega til þess, hve uppgefin hún er og fætur hennnar sárir, því hún hafði ekki getað sest niður allann daginn, til að kvíla fætur sín- ar. Nú leikur ekkert bros um

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.