Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 71
hjallur, með geymslulofti og lúgum, sem opnaðar voru upp á
gátt, þegar þurka átti þar þvott. Norðan við hjallinn og kipp-
korn frá honum, stóð útiskemma ein sér. Hún var með torf-
veggjum og torfþaki, en timburþili til suðurs. Afast við bæjar-
húsin að norðanverðu var tvístæðufjós úr torfi, en hlaða engin.
Innangengt var í fjósið úr bæjardyrunum, og þar lágar tröppur
upp að fara, því að bæjardyraskúrinn var dálítið niðurgrafinn
og með moldargólfi, en öll önnur bæjarhús voru þiljuð í hólf og
gólf, bæði hin eldri og yngri.
Norður frá hlaðinu og nokkuð inneftir túninu sá glögglega fyrir
ævafornum traðarveggjum, einkum hinum vestri, enda er þar
víða skammt niður á fast berg. Einnig virtist örla á garðlags-
myndun, ofan við þúfnakrans mikinn, norðvestur af skemm-
unni. Er jarðvegur þar miklu dýpri en ofar á túninu og fom
mannvirki því ógreinilegri, þar sem þau síga fyrr í jörð í djúpum
jarðvegi en grunnum. Var mál manna, að þar hefði staðið til
forna bæði grafreitur og kirkja. Ekki er mér þó kunnugt um, að
það álit væri á öðru byggt en gömlum munnmælum. Sjálfsagt hafa
þó ýmsir kunnað skil á því, að seint á tólftu öld var reist kirkja í
Kálfanesi og sennilega veittur gröftur að henni í katólskri kristni,
en gerð að bænhúsi eftir siðaskipti, og öðm hvoru sungnar þar
tíðir fram á átjándu öld. Til fróðleiks um Kálfaneskirkju læt
ég fornan máldaga hennar fljóta hér með (Dipl. Isl. IV. bls.
129). Stafsetningu og að nokkm leyti setningaskipun máldag-
ans hefi ég fært til nútímamáls.
„Hinn heilagi Þorlákur vígði kirkju í Kálfanesi, guði til lofs
og dýrðar og hans heilögum mönnum til heiðurs. Fyrst vorri
frú sankti Maríu, Jóni baptista, Pétri postula og heilögum Ólafi
konungi.
Hún á land allt að Skeljavík, með öllum gögnum og gæðum.
Hún á Sandneshólma allan, fjórðung í hvaltíund í Skjaldabjamar-
vík og eitt ásauðarkúgildi. Maríulíkneski, krossa þrjá, tjöld forn
um kór og hálfa framkirkju. Hún á merki tvö, glóðarker, þrjú
altarisklæðí, tvo dúka og kertastiku. Þar tekst heima kirkju-
tiund öll, bónda og allra heimamanna. Ennfremur kirkjutíund
öll af Skeljavík, og allir ljóstollar heima og úr Skeljavík. Þar
69