Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 23
Ogmundsson á Eskifirði, síðar á Eyrarbakka, og kona hans Málm-
fríður Jónsdóttir sýslumanns á Eskifirði, Sveinssonar. Hann varð
stúdent árið 1825 úr borgaradyggðaskólanum í Kristjánshöfn
með 2 eink. betri. Skipaður 11. maí 1832 læknir í norðurhéraði
Vesturamtsins. Fékk lausn 30. jan. 1835. Fór utan, tók próf í
lyflækningum í Kaupm.höfn vorið 1837, með 2. eink., varð vara-
læknir í St. Hans-spítala 1. okt. 1837. Varð 27. febr. 1845 héraðs-
læknir í Rípum á Jótlandi. Dó þar 23. febr. 1857.
Jensen, Andreas Peter.
Fæddur í Kaupmannahöfn 30. maí 1810. Skipaður 13. maí
1835 læknir í norðurhéraði Vesturamtsins, sat á Isafirði. Fékk
lausn frá embætti 19. marz 1846. Fluttist aftur til Danmerkur.
Dó í Brædstrup 21. nóv. 1863.
Weywadt, Johan Peter.
Fæddur í Kaupmannahöfn 27. febr. 1820. Settur 18. ágúst
1846 og skipaður 17. marz 1847 læknir í norðurhéraði Vestur-
amtsins, sat á Isafirði.
Fékk lausn frá embætti hérlendis 19. des. 1850.
Dó í Kaupmannahöfn 7. okt. 1881.
Clausen, Claus Jóhannes.
F. 1. okt. 1821 í Knuthenland við Maribo á Lálandi. Skipaður
16. marz 1853 læknir í norðurhéraði Vesturamtsins, sat á Isa-
firði. Fékk lausn 9. júní 1858, en var þá látinn. Dó á Isafirði 8.
apríl 1858. Hann var ókvæntur.
Jón Guðmundsson.
F. nóv. 1828. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson að Klúku
í Bjarnarfirði og kona hans Helga Jónsdóttir. Bóndi á Hellu í
Steingrímsfirði frá 1858 til æviloka. Mikilhæfur maður. Fékkst
mikið við lækningar og þótti takast vel. Sótti til Alþingis um
styrk til læknisstarfa og hlaut 9. júlí 1859 kunnáttuvottorð Jóns
landlæknis Hjaltalín, en var synjað um styrkinn. Jón var skáld-
mæltur og orti meðal annars rímur, kvæði er eftir hann í Lands-
21