Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 46
mitt, hún fór inn og óðara kom eldri kona og bauð mér inn. Fékk
ég ágætar móttökur hjá því fólki. Gamla konan fylgdi mér til
sængur, og yfirgaf mig ekki fyrr en ég var sofnuð. Þessi kona var
María Össurardóttir, sem margir hljóta að kannast við að góðu.
Morguninn eftir kom kona frá Flateyri til mín. Sagði hún mér
að maðurinn sinn hefði átt að taka á móti mér kvöldið áður, en
hann hefði veikzt og ekki getað komið. Þá fyrst frétti ég að mér
hafði verið sent skeyti til ísafjarðar sem aldrei komst til mín, um
að vera kyrr á ísafirði þangað til mín yrði vitjað. En þegar vitað
var að ég var komin af stað með Vestu, voru þessar ráðstafan-
ir gerðar.
Svo lögðum við af stað til Flateyrar, en koffortið varð ég að
skilja eftir. Þar var ég það sem eftir var af deginum og nóttina
eftir. Meðan ég var þarna ,fréttist um ægilegt snjóflóð í FTnífsdal,
sem varð 20 manns að bana. Það mun hafa verið að morgni 18.
febrúar.
Daginn eftir, laugardag var mér fylgt að ,Mosvöllum. Þar bjó
þá Guðmundur Bjarnason og Guðrún kona hans. Atti Guð-
mundur að fylgja mér yfir Gemlufallsheiði.
Eftir að ég hafði þegið góðgerðir, spurði Guðmundur mig hvort
ég vildi vera þar um nóttina eða leggja á heiðina um kvöldið, en
ég vildi ekki sleppa góðu veðri og vildi því heldur fara um kvöld-
ið, enda búin að fá nóg af hrakningunum.
Síðan lögðum við af stað á skíðum. Þegar upp á heiðina kom
hvíldum við okkur stundarkorn. Utsýnið var fagurt yfir byggð-
ina og dalinn. Þegar fór að halla undan fæti skiptist á tunglskin
og skuggar af fjöllunum. Áður en við fórum niður mestu brekk-
umar spurði Guðmundur mig, hvort hann ætti ekki að halda í
hendina á mér og tók ég því þakksamlega, Studdi hann mig alla
leið niður að Gemlufalli. Þar útvegaði hann mér strax flutning
yfir Dýrafjörð að Þingeyri.
Var mér svo fylgt til Guðrúnar Söebeck frá Reykjarfirði, vin-
konu minnar, sem hafði útvegað mig í vetrarvistina, en við höfð-
um kynnzt þegar við vorum báðar á Heydalsárskólanum. Var
þessari ferð þá loksins lokið.
44