Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 59

Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 59
girðingar möguleika til stækkunar og túnræktunar, sem hann síðan vann ósleitilega að. A Hjöllum kunni Júlíus vel við sig og hagnýtti gæði jarðarinnar á réttan hátt. Fyrirhyggja hans m.a. var að hafa alltaf nægilegt fóður handa fénaði sínum, heyfymingar hans urðu oft til hjálpar nágrönnunum í heyleysi harðindavora. Júlíus annaðist búfénað sinn af kostgæfni og mikilli umsinnu og ræktaði afurðamikinn sauðfjárstofn, dilkarnir frá Hjöllum voru hinir jafnvænstu er komu í sláturhúsin í Hólmavík og Króksfjarðarnesi. Það var þá trú manna við Þorskafjörð, að úr þeim firði væri engan fisk að fá, og kenndu það álögum. Ekki var Júlíus trúaður á þær sögur. Strax fyrsta veturinn á Hjöllum reið hann sér silunganet og næsta sumar voru þau lögð á fjörusand um fjöru og vitjað um á næsta útfiri, er það skemmst af að segja að öll þau sumur, sem hann bjó þar, var oftast hægt að hafa nýmeti á borðum þar sem var silungur sá er veiddist í netin, og var það holl búbót. Hjallar eru í þjóðbraut sunnan Þorskafjarðarheiðar, komu þangað margir þreyttir og þurfandi vegfarendur eftir langan og strangan heiðarveg, einnig að leggja í óvissu langrar ferða. Var þá gott að njóta hugulsemi systranna og gestrisni og reynslu bóndans. Hann var í nokkur ár í sveitarstjórn Gufudalshrepps. Elsta systirin Margrét Olína dó í des. 1926, þá tók við bú- störfum Margrét dóttir Júlíusar og annaðist þau til haustsins 1928, er hún fór í Kvennaskóla Reykjavíkur. Júlíus hætti búskap vorið 1929, selur þá jörðina og dvelur nokkur ár í Reykhólasveit, en uppúr 1930 flytur hann til Hólmavíkur ásamt Sigríði systur sinni og bjuggu þau þar saman þar til hann andaðist 11. jan. 1965. I Hólmavík stundaði hann alla algenga vinnu, eftir því sem hún til féll, meðan heilsa hans og kraftar leyfðu. Hann var um skeið verkstjóri við saltfiskverkun, hann var athugull og verklaginn, samvizkusamur og áreiðanlegur maður. Júlíus var kvikur í hreyfingum, sást fljótt að þar fór maður, sem vissi fótmál sitt. Hann var skemmtinn í viðræðum, þó varfær í orði. Tryggur og því traustur vinur. Mun honum fátt hafa sárnað meir, en er hann mætti brigðmælgi eða prettum af þeim, er hann hafði treyst. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.