Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 80

Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 80
mun það næstum einsdæmi hér á landi, að á lífi sé bam manns, sem fæddist fyrir liðlega 160 árum. Arið 1946 skráði Bjarnveig sögur þær er hér fara á eftir og birtust þær í Sagnablöðum, er Örn á Steðja (Jóhannes Öm Jónsson) gaf út, en þar sem það rit mun nú í fárra höndum og nokkuð langt um liðið síðan þær birtust og annað, að þær mega teljast mjög merkilegar, þá þykir vel við eiga að rifja þær upp með því að birta þær í ársriti átthagafélagsins, Strandapóstinum. Að sjálfsögðu eru Sögur Bjamveigar birtar hér með leyfi afkom- enda Jóhannesar. (Ritnefnd). Ég er fædd 1876, og því 70 ára nú um þessar mundir. Fað- ir minn hét Björn og var Björnsson. Var hann fæddur á Valshamri í Geiradal, en fluttist ungur að Guðlaugsvík í Hrútafirði og ólst þar upp. Hann átti tvo bræður. Hét annar Jón og bjó hér í Naustvík. Var hann faðir Guðrúnar, sem nú er 89 ára, og hef- ir verið hér allan sinn aldur. Hinn bróðirinn hét Þorbergur. Um hann veit ég það eitt, að hann dvaldi austur í Húnavatnssýslu. — Móðir mín hét Elizabet Bjarnadóttir Guðmundssonar. Bjó faðir hennar að Eyjum í Kaldrananesshreppi og var albróðir Elizabetar gömlu í Ófeigsfirði, móður frú Guðrúnar konu Jakobs Thorarensen, kaupmanns í Reykjarfirði. Þau stystkin voru ættuð undan Snæfellsjökli. — Pabbi og mamma vora nokkuð mörg ár saman, en ekki veit ég hve mörg. Þau voru bæði ekkjupör. Hafði hann áður átt mörg börn, sem nú em öll dáin, en mamma var barnlaus, þegar þau giftust. Þau áttu tvö böm: mig og aðra telpu, sem dó ung, og var ég yngst af hans börnum. Þegar ég var 15 ára að aldri, átti ég heima á Bassastöðum við Steingríms- fjörð, undir Trékyllisheiði. Bóndinn þar hét Ólafur Gunnlaugsson, en konan Halldóra Ólafsdóttir. Þá var það, að fyrir mig kom atvik nokkurt, er óvenjulegt mátti kalla, sem var undirrót ósegj- anlegra hörmunga, og sem gjörbreytti lífi mínu í skyndingu, er áður brosti við mér bjart og fagurt. Síðla dags, seint í októbermánuði, sat ég yfir fjallalömbum í heiðinni, eins og þá var títt þar um pláz. Var ég nýbúin að 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.