Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 80
mun það næstum einsdæmi hér á landi, að á lífi sé bam manns,
sem fæddist fyrir liðlega 160 árum.
Arið 1946 skráði Bjarnveig sögur þær er hér fara á eftir og
birtust þær í Sagnablöðum, er Örn á Steðja (Jóhannes Öm
Jónsson) gaf út, en þar sem það rit mun nú í fárra höndum og
nokkuð langt um liðið síðan þær birtust og annað, að þær mega
teljast mjög merkilegar, þá þykir vel við eiga að rifja þær upp
með því að birta þær í ársriti átthagafélagsins, Strandapóstinum.
Að sjálfsögðu eru Sögur Bjamveigar birtar hér með leyfi afkom-
enda Jóhannesar.
(Ritnefnd).
Ég er fædd 1876, og því 70 ára nú um þessar mundir. Fað-
ir minn hét Björn og var Björnsson. Var hann fæddur á Valshamri
í Geiradal, en fluttist ungur að Guðlaugsvík í Hrútafirði og ólst
þar upp. Hann átti tvo bræður. Hét annar Jón og bjó hér í
Naustvík. Var hann faðir Guðrúnar, sem nú er 89 ára, og hef-
ir verið hér allan sinn aldur. Hinn bróðirinn hét Þorbergur. Um
hann veit ég það eitt, að hann dvaldi austur í Húnavatnssýslu.
— Móðir mín hét Elizabet Bjarnadóttir Guðmundssonar. Bjó
faðir hennar að Eyjum í Kaldrananesshreppi og var albróðir
Elizabetar gömlu í Ófeigsfirði, móður frú Guðrúnar konu Jakobs
Thorarensen, kaupmanns í Reykjarfirði. Þau stystkin voru ættuð
undan Snæfellsjökli. — Pabbi og mamma vora nokkuð mörg ár
saman, en ekki veit ég hve mörg. Þau voru bæði ekkjupör. Hafði
hann áður átt mörg börn, sem nú em öll dáin, en mamma var
barnlaus, þegar þau giftust. Þau áttu tvö böm: mig og aðra
telpu, sem dó ung, og var ég yngst af hans börnum. Þegar ég
var 15 ára að aldri, átti ég heima á Bassastöðum við Steingríms-
fjörð, undir Trékyllisheiði. Bóndinn þar hét Ólafur Gunnlaugsson,
en konan Halldóra Ólafsdóttir. Þá var það, að fyrir mig kom
atvik nokkurt, er óvenjulegt mátti kalla, sem var undirrót ósegj-
anlegra hörmunga, og sem gjörbreytti lífi mínu í skyndingu, er
áður brosti við mér bjart og fagurt.
Síðla dags, seint í októbermánuði, sat ég yfir fjallalömbum í
heiðinni, eins og þá var títt þar um pláz. Var ég nýbúin að
78