Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 88
Skreiðarferð
Sk.ráð hefur Jóhannes Jónsson
frá Asparvík.
Gísli Guðmundsson.
Það var vorið 1893, að bændur á 3 bæjum í Arneshreppi tóku
sig saman um að fara skreiðarferð inn í Miðfjörð. Það var algengt
á þeim árum að farnar væru skreiðarferðir, og þessi ferð var víst
ekkert frábrugðin því sem venja var, en þar sem hún varpar
nokkru ljósi yfir verðlag og viðskiptahætti á þeim tíma, þá endur-
segi ég hana hér eftir frásögn Gísla Guðmundssonar á Gjögri í
Arneshreppi, en hann var með í þessari ferð, þá 17 ára gamall.
Þeir, sem fóru þessa ferð, voru Guðmundur Guðmundsson frá
Finnbogastöðum, Finnbogi Guðmundsson bróðir hans, einnig frá
Finnbogastöðum, Magnús Guðmundsson bróðir þeirra, frá Kjör-
vogi, Þorleifur Þorsteinsson frá Kjörvogi, Þorleifur Þorsteinsson
frá Kjörvogi, og Gísli Guðmundsson frá Kjós.
Faríð var á áttæringi frá Finnbogastöðum og var hann kallaður
F innbogastaðaskipið.
Eftir að gengið hafði verið frá skreiðinni um borð í skipinu,
var haldið af stað, norðan andvari var á, en byr svo lítill að varla
stóð segl, var því róið undir, en skipið þungt og gekk hægt, en
veðrið var gott, og þó leiðin væri löng inn Fíúnaflóann mjakaðist
86