Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 101
heldur verið hún, sem hefði fengið að fara, en það varð stutt á
milli þeirra.
Á meðan Sigga mín stóð uppi, dreymdi mig að ég kem út á
bæjarhlaðið, þá heyri ég svo fallegan söng upp með bæjarveggn-
um, þá sé ég að Sigga mín situr þar og hún er í svo fallegum,
síðum hvítum kjól, sem náði niður á jörð og hún er að syngja
sálminn „Syng þínum drottni guðs safnaðar hjörð,“ hún söng
allan sálminn og svo vel, mér brá svo við, að ég vaknaði grát-
andi, en ég gat sagt drauminn, síðan hefur mér þótt ákaflega
vænt um þennan sálm og að hún, svona strax eftir umskiptin,
skyldi fá að opinbera lítilli stúlku lofsöng drottins, það var dásam-
legt.
Þessar minningar verða ekki raktar meira. Eg veit að drottinn
hefur tekið Siggu mína í sinn náðarfaðm og að hún syngur
honum lof og dýrð í himneskum bústað.
Þremur árum eftir að ég skrifaði niður þessar minningar um
Siggu mína, fór ég á fund hjá Hafsteini miðli, þá kom þar fram
gömul og lágvaxin kona í dagtreyju og með þríhyrnu á herðum,
hún sagðist heita Sigríður Jónasdóttir og hafa verið á Ásmundar-
nesi, svo kom hún til mín brosandi en sagði ekki neitt, en miðill-
inn sagði að hún hefði verið mikið við að mala korn, þá mundi
ég að það var hennar starf að mala korn þar sem hún var vinnu-
kona, einnig að bera inn vatn og fleira tilheyrandi húsverkum.
Að þessum atburði hjá Hafsteini miðli gæti ég bent á þrjú
vitni, er fylgdust með komu Siggu minnar til mín.
Sigga mín! Þú gafst mér dýrmæta gjöf, bernskuminninguna
um þig, sem hefur yljað mér og glatt mig fram á elliár.
Hafðu hjartans þökk.
99