Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 59
girðingar möguleika til stækkunar og túnræktunar, sem hann
síðan vann ósleitilega að.
A Hjöllum kunni Júlíus vel við sig og hagnýtti gæði jarðarinnar
á réttan hátt. Fyrirhyggja hans m.a. var að hafa alltaf nægilegt
fóður handa fénaði sínum, heyfymingar hans urðu oft til hjálpar
nágrönnunum í heyleysi harðindavora. Júlíus annaðist búfénað
sinn af kostgæfni og mikilli umsinnu og ræktaði afurðamikinn
sauðfjárstofn, dilkarnir frá Hjöllum voru hinir jafnvænstu er
komu í sláturhúsin í Hólmavík og Króksfjarðarnesi. Það var þá
trú manna við Þorskafjörð, að úr þeim firði væri engan fisk að
fá, og kenndu það álögum. Ekki var Júlíus trúaður á þær sögur.
Strax fyrsta veturinn á Hjöllum reið hann sér silunganet og næsta
sumar voru þau lögð á fjörusand um fjöru og vitjað um á
næsta útfiri, er það skemmst af að segja að öll þau sumur, sem
hann bjó þar, var oftast hægt að hafa nýmeti á borðum þar
sem var silungur sá er veiddist í netin, og var það holl búbót.
Hjallar eru í þjóðbraut sunnan Þorskafjarðarheiðar, komu
þangað margir þreyttir og þurfandi vegfarendur eftir langan og
strangan heiðarveg, einnig að leggja í óvissu langrar ferða. Var þá
gott að njóta hugulsemi systranna og gestrisni og reynslu bóndans.
Hann var í nokkur ár í sveitarstjórn Gufudalshrepps.
Elsta systirin Margrét Olína dó í des. 1926, þá tók við bú-
störfum Margrét dóttir Júlíusar og annaðist þau til haustsins
1928, er hún fór í Kvennaskóla Reykjavíkur. Júlíus hætti
búskap vorið 1929, selur þá jörðina og dvelur nokkur ár í
Reykhólasveit, en uppúr 1930 flytur hann til Hólmavíkur
ásamt Sigríði systur sinni og bjuggu þau þar saman þar til hann
andaðist 11. jan. 1965. I Hólmavík stundaði hann alla algenga
vinnu, eftir því sem hún til féll, meðan heilsa hans og kraftar
leyfðu. Hann var um skeið verkstjóri við saltfiskverkun, hann var
athugull og verklaginn, samvizkusamur og áreiðanlegur maður.
Júlíus var kvikur í hreyfingum, sást fljótt að þar fór maður,
sem vissi fótmál sitt. Hann var skemmtinn í viðræðum, þó varfær
í orði. Tryggur og því traustur vinur. Mun honum fátt hafa
sárnað meir, en er hann mætti brigðmælgi eða prettum af þeim,
er hann hafði treyst.
57