Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 12
2. Múlagljúfur
Þetta stórkostlega mosavaxna
árgljúfur felur sig í sunnanverðum
Öræfajökli, skammt frá Kví-
skerjum. Það er tvímælalaust á
meðal snotrustu staða á Íslandi
og er klárlega náttúruperla á
heimsmælikvarða. Innst í gljúfrinu
er Múlafoss í Múlaá en neðar
steypist ofan í það 117 metra hár
foss sem heitir Hangandifoss.
Fossatvennan með mosavaxið
gljúfrið í forgrunni og Rótarfjalls-
hnjúk í baksýn er snotur hönnun
og þarna hefur skaparinn greini-
lega átt góðan dag. MYND/TG
3. Stórurð
Einmuna veðurblíða á Austurlandi
síðastliðið sumar varð til þess
að óvenjumargir lögðu leið sína í
Stórurð, en hún kúrir í kjöltu Dyr-
fjalla norðan Egilsstaða. Velja má
um nokkrar auðveldar gönguleiðir
að risavöxnum klettum Stórurðar,
sem helst minna á mosavaxnar
íbúðablokkir sem fljóta á sér-
kennilega sægrænu jökulvatni. Í
baksýn blasa við tíguleg Dyrfjöllin
með hæsta tindinn Súlu í 1.126
metra hæð, en dyrnar eru 700
metra breiðar. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Tíu heitustu
áfangastaðir
Íslands 2021
Ef einhver hefur komið standandi niður í Covid-19 faraldrinum
þá er það íslensk náttúra, enda ferðast Íslendingar sem aldr-
ei fyrr um eigið land. Sífellt fleiri hafa því valið að kynnast
íslenskri náttúru í stað utanlandsferða og því sem hún hefur
upp á að bjóða. Margir hafa valið þekktar náttúruperlur eins og
Gullfoss, Geysi, Dettifoss og Ásbyrgi, á meðan aðrir hafa leitað
uppi önnur djásn sem liggja utan alfaraleiðar, en þar leynast tíu
náttúruperlur sem slógu í gegn á árinu sem er að líða.
Tómas Guðbjartsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
4. Geldingadalir
Eftir tæplega 800 ára goshlé á
Reykjanesskaga var boðið upp
á sannkallaða flugeldasýningu
þegar gos hófst í Geldingadölum
í mars. Gosið varði í rúmlega hálft
ár, og þótt ekki teldist það með
stærstu jarðeldum þá var það
einkar tilkomumikið og auðvelt
að komast að því fótgangandi.
Meirihluti Íslendinga og tugir
þúsunda ferðamanna gátu því
séð gosið í návígi og fundið
jörðina skjálfa og drynja undir
fótum sér, svo og hitann í kinnum
frá spúandi landi. MYND/TG
1. Grænihryggur
Margir telja Torfajökulssvæðið sunnan Landmanna-
lauga fegursta stað Íslands. Þar er að finna bogformað
Jökulgil sem umkringt er sundurskornum líparít-
fjöllum í öllum regnbogans litum. Innar leynast svo
gullmolar eins og Grænihryggur, og framan við hann
ljósi Kanilhryggurinn og brúnsvart Lakkrísstígvélið,
bergstandur sem minnir á súkkulaði með lakkrísbitum.
Ganga á Grænahrygg tekur þrjá tíma frá skála Ferða-
félags Íslands í Landmannalaugum. MYND/ÓLAFUR MÁR
5. Dynjandi
Dynjandi hefur löngum talist til fegurstu og tilkomu-
mestu fossa landsins og er sannarlega ein helsta
náttúruperla Vestfjarða – og raunar stærsta vatns-
fallið á kjálkanum. Með opnun Dýrafjarðarganga
haustið 2020 varð loksins kleift að sækja þennan
magnaða foss heim að vetrarlagi og dást að voldugri
klakabrynjunni sem fer svo vel við snævi þakta
klettana í kring. Dynjandi er nákvæmlega 100 metra
hár og rennur samnefnd á ofan af Dynjandisheiði í
Arnarfjörð. MYND/PÁLL STEFÁNSSON
6. Drangaskörð
Jörðin Drangar með sínum stórkostlegu Dranga-
skörðum var gerð að friðlandi undir loks ársins og
er hún sú fyrsta sem friðuð er sem óbyggð víðerni.
Ferðalag til þessarar einstöku náttúruperlu, hvort
heldur er gangandi eða á báti, er ógleymanleg upp-
lifun, ekki síst þegar þrætt er í gegnum skörðin líkt
og tannþráður í skolti risaeðlu. Þar er upplagt að
leggjast niður og njóta um stund, en fuglarnir allt í
kring eiga það til að stinga sér niður eins og orrustu-
þotur. MYND/TG
7. Núpsstaðaskógur
Sannarlega er hér kominn einn af fegurstu skógum
landsins sem felur sig í krika á milli Skeiðarárjökuls og
fjalls norður af Lómagnúp sem heitir Björninn. Eftir að
Súla breytti farvegi sínum í Gígjukvísl í stað Núpsár er
auðvelt að komast inn í Núpsstaðaskóg á óbreyttum
jeppa. Þarna er frábært tjaldstæði sem skartar snotrum
fossum sem nýta má sem útisturtu að lokinni göngu á
Súlur eða að Tvílitahyl sem hvorutveggja eru einstakir
áfangastaðir sem gleðja augað. MYND/ÓLAFUR MÁR
8. Rauðauga
Þessi snotra lind er skammt frá
Dómadalsleið að Fjallabaki og
státar ekki aðeins af rauðum
augn botni heldur einnig mögnuðu
umhverfi allt um kring. Úr auganu,
sem glápir beint og óvænt upp
úr jörðu, rennur tær Rauðufoss-
akvísl sem endar í stórkostlegum
Rauðufossum, einum fimm kíló-
metrum neðar. Gaman er að ganga
meðfram ánni að Auganu, en þar
sem gróður er sérlega viðkvæmur
á þessum slóðum er brýnt að halda
sig ávallt við göngustíga. MYND/TG
9. Gengissig í Kverkfjöllum
Annar af tveimur sigkötlum í
Kverkfjöllum í norðanverðum
Vatnajökli er náttúrulegt Gengis-
sig sem myndaðist við jarðhrær-
ingar árið 1959. Það tekur stöð-
ugum breytingum á milli ára, en
síðastliðið sumar var það sérlega
tilkomumikið, enda hafði lónið
þá nánast tæmst. Eftir sátu ísjakar
sem flugu um á blágráu vatni sem
hrikalegir ísveggir hringuðu sig
um. Ekki er ráðlegt að ganga að
Gengissigi nema í góðu veðri, vel
búinn, en gangan þangað tekur tíu
tíma. MYND/SIGTRYGGUR ARI
10. Lónsöræfi
Af mörgum talið eitt stórkostleg-
asta göngusvæði landsins, hvort
sem gengið er ofan af Eyjabökkum
eða af bílastæðinu á Illakambi inn
af Lóni. Fjölmargir lögðu leið sína í
Lónsöræfi í sumar, enda veðurblíð-
an fyrir austan með eindæmum.
Fáir staðir á landinu geta státað af
annarri eins litadýrð, hvað þá í ná-
lægð jökla, jökuláa og birkiskógar
frá landnámi. Einn tilkomumesti
staður Lónsöræfa er Tröllakrókar
sem eru óviðjafnanleg og víðfeðm
bergrisaröð. MYND/ÓLAFUR MÁR
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
12 Fréttir 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ