Fréttablaðið - 31.12.2021, Side 18

Fréttablaðið - 31.12.2021, Side 18
Við sýnum ábyrgð með því gæta hófsemi í útgjöldum og velta hverri krónu fyrir okkur áður en hún er innheimt sem skattar og gjöld hjá fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Almenn trú á sögu- lok veldur því að við teljum oft- ast ólíklegt að hætta steðji að þeim rétt- indum sem við njótum hverju sinni. Á stofugólfinu heima hjá mér hér í London liggur nú ferðataska. Hún hefur legið þar öll jólin og er full af sparifötum og óopnuðum jóla- gjöfum. Taskan er tákngervingur einnar hættulegustu goðsagnar samtímans. Síðasta dag ársins 2020 taldi ég mig upplifa sögulok. Tveim vikum fyrr hafði mér borist tölvupóstur um að loka þyrfti skóla barnanna vegna fjölda kórónaveirusmita. Til að gera langa sögu stutta fékk fjöl- skyldan hvert sinn kórónavírusinn í jólagjöf. Jólapakkar voru pantaðir á internetinu ásamt súrefnismæli og líftryggingu. Hangikjötið var soðið en enginn fann af því bragð. Sjaldan hafði jólasöngur Svölu Björgvins „Ég hlakka svo til“ átt jafnvel við – það var langt að bíða og allir dagar voru lengi að líða. En svo fór að fjölskyldan var heimt úr helju og sóttkví. Þegar nýtt ár gekk í garð með mótefna- vottorði töldum við Covid-sögu okkar lokið. En árið 2021 reyndist ár endalokanna sem aldrei urðu. Hornsteinn tilverunnar Á gamlársdag verður þess minnst að þrjátíu ár eru liðin frá því að Sovétríkin hrundu. Í kjölfarið lýsti bandaríski stjórnmálafræð- ingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins væri formlega lokið. Hið eina rétta stjórnarfar, hið vest- ræna lýðræði, hefði í anda náttúru- vals Darwins orðið ofan á og bolað burt óæðri stjórnarháttum á borð við harðstjórn, einræði og komm- únisma. Annað kom þó á daginn. Í vikunni gerði Hæstiréttur Rússlands elstu mannréttinda- samtökum landsins að hætta starfsemi. Fáir halda því fram að vestrænt lýðræði hafi orðið næsta skref í þróun stjórnarhátta í Rúss- landi eftir fall kommúnismans. Enn fyrirfinnast þó þau sem láta blekkjast af mýtunni um sögulok. „Síð ustu ára mót áttu að vera upp haf nýrra tíma,“ ritaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkis- ráðherra í grein þar sem hún sagði Endalokin sem aldrei urðu Sif Sigmarsdóttir það óforsvaranlegt að takmarka frelsi fólks mikið lengur til að koma í veg fyrir álag á heilbrigðis- kerfið vegna Covid. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra tók í sama streng og sagði „önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“. Heimsfaraldurinn hefur afhjúpað óhugnanlega staðreynd. Leikreglur samfélagsins – réttindi, lög og reglur – eru ekki sá óhaggan- legi hornsteinn tilveru okkar sem við héldum. Hver hefði ímyndað sér fyrir tveimur árum að yfirvöld gætu til að mynda skert ferðafrelsi fólks án minnsta fyrirvara? Áhyggjur Þórdísar og Áslaugar geta verið réttmætar. Fátt er mikilvægara en að vera á varðbergi gagnvart stjórnvöldum sem hefta frelsi borgaranna. En ekki frekar en lýðræði er frelsi sögulok. Trump-ísk vending „Ríkinu er aðeins heimilt að skerða athafnafrelsi samfélagsþegns gegn vilja hans valdi hann öðrum tjóni með aðgerðum sínum,“ segir í bókinni Frelsið eftir breska heim- spekinginn John Stuart Mill. Hugmyndin hljómar einföld í orði. En eins og ljóst hefur orðið á árinu er hún öllu flóknari á borði. Hvort vegur þyngra: Mannslíf eða verg landsframleiðsla? Langlífi eldriborgara eða geðheilbrigði ungs fólks? Þorláksmessutónleikar Bubba eða fullt skólastarf í janúar? Kreddukenndar upphrópanir um frelsi handa öllum, konum og köllum, eru til lítils þegar kemur að því að standa vörð um borgaraleg réttindi. Það er aðeins þegar við horfumst í augu við þá staðreynd að frelsið er jafnvægislist, jafnt á tímum heimsfaraldurs sem öðrum dögum, að hægt er að hámarka frelsi allra. Sóttvarnaaðgerðir eru tíma- bundnar. Sé umræddum ráð- herrum annt um almennt frelsi í landinu væri gagn að því að þær litu sér nær. Almenn trú á sögulok veldur því að við teljum oftast ólíklegt að hætta steðji að þeim réttindum sem við njótum hverju sinni. En í þeirri blindu trú felst ein mesta ógn við lýðræði, mannréttindi og frjálslynt samfélag. Árið 2021 átti sjálfsákvörðunar- réttur kvenna yfir eigin líkama víða undir högg að sækja á Vestur- löndum. Útlit er fyrir að á næsta ári snúi Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmisgefandi úrskurði Roe gegn Wade frá árinu 1973, sem bannar ríkjum að takmarka rétt kvenna til þungunarrofs. Hvað finnst Þórdísi Kolbrúnu og Áslaugu Örnu um þá Trump- ísku vendingu að f lokksfélagi þeirra, sem kaus gegn frum- varpi Svandísar Svavarsdóttur um aukna heimild kvenna til þungunarrofs í fyrra, er nú orðinn dómsmálaráðherra í ríkisstjórn sem þær eiga sæti í? Hvernig rök- styðja þær andstöðu f lokks síns við nýja stjórnarskrá sem styrkir frelsi og almenn borgararétt- indi? Hvers vegna telja þær frelsi ráðandi afla trompa frelsi allra þegar kemur að eignarhaldi á auð- lindum þjóðarinnar? Í flæðarmálinu Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, varaði við því á árinu að við létum glepjast af sagnaforminu í baráttunni við kórónaveiruna. „Eitt af því fáa sem við vitum fyrir víst um Covid er þetta: Sú von sem við bárum í brjósti í upphafi um að krísan kæmi til með að markast af skýrri byrjun, miðju og endalokum átti ekki við rök að styðjast.“ Fullviss um að Covid-sögu minni væri lokið keypti ég f lug- miða heim til Íslands í fyrsta sinn síðan faraldurinn skall á. Ég hefði átt að vita betur. Sólarhring fyrir brottför fékk fjölskyldan kóróna- vírusinn í jólagjöf, öðru sinni. Enginn skiptimiði fylgdi. Frelsi, lýðræði og áramót eru ekki sögulok; þau eru flæðarmál. Gárur gæla við fætur okkar þar sem fjarar út og flæðir að. Í hvert sinn sem við teljum okkur hafa fundið hinn eina rétta stað í fjöru- borðinu ber að öldu sem renn- bleytir buxnaskálmarnar svo enn á ný þurfum við að færa okkur um set. Megi sjávargangur ársins 2022 verða ykkur hagstæður. n Í fyrstu ræðu minni á Alþingi nýlega hvatti ég þingmenn til að sýna skatt- greiðendum þessa lands meiri virð- ingu. Við skoðun fjárlagafrumvarpsins sést hvað rekstur ríkisins er orðinn umfangsmikill, f lókinn og dýr. Í fjárlögum er lítið fjallað um hag- ræðingu og einföldun ríkisrekstrar, ekkert um fækkun ríkisstofnana, lítið um sparnað í ríkisrekstri og útvistun verkefna til einkaaðila er ekki á dagskrá. Ísland er þegar orðið háskatta- ríki í alþjóðlegum samanburði. Við erum næst-skattpíndasta þjóðin í OECD samkvæmt nýlegri frétt. Skatttekjur hins opinbera voru um 33% af vergri þjóðarframleiðslu árið 2018. Miðað við núverandi launa- hlutfall þýðir það að launþegar eru í raun að vinna næstum hálfan daginn bara fyrir sköttum. Ríkisreksturinn er orðinn ósjálf- bær og var það áður en til heims- faraldurs kom. Þá má benda á að stjórnvöld fengu nýlega falleinkunn í umsögn fjármálaráðs í tengslum við fjármálastefnuna til næstu fimm ára. Aðgerðaleysi ríkisstjórn- arinnar gagnvart þeim vanda sem við blasir er verulegt áhyggjuefni. Skuldahlutfall ríkissjóðs fetar kunnuglegar slóðir í frumvarpinu og vextir af skuldum ríkisins eru nú orðnir fimmti stærsti kostn- aðarliður ríkissjóðs og er það mikið áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að grípa til aðhaldsaðgerða og sparnaðar í rík- isrekstri og það strax. Ef Ísland væri ehf. Ef ríkisreksturinn væri fyrirtækið Ísland ehf. væri stöðugt verið að leita leiða til hagræðingar í rekstri, sameiningar rek st rareininga, minnk unar y f irbyg g ingar og útvistunar verkefna. Ekkert slíkt er að finna í fjárlögum fyrir árið 2022. Rekstrargjöld og fjárfestingar fyrirtækja eru grundvölluð á ítar- legri þarfagreiningu og kostn- aðarmati. Á Alþingi varð ég vitni að kæruleysi og lausatökum við ákvarðanir um ríkisútgjöld og fjalla ég um nokkur dæmi í þessari grein. Til að gæta sanngirni þá eru nokkrar tillögur í fjárlögum um umbætur í opinberum rekstri en ekki er tekið á neinum kerfis- breytingum sem lækka óseðjandi skattaþörfina. Í f járlagafrumvarpinu er sagt að vaxa eigi út úr vandanum með öflugu atvinnulífi. En samfara því vex yfirbygging ríkisins áfram. Ríkisstjórnin er kom in langt frá ábyrgum rík is rekstri Sérfræðingar efnahags- og fjármála- ráðuneytis og Seðlabankans hafa varað við 7,2 milljarða útgjöldum vegna „Allir vinna“ verkefnisins. Samt er það samþykkt. Engin þarfa- greining eða hagkvæmnismat fylgdi þessari ákvörðun. Um 1.000 heim- ili í landinu munu borga alla sína skatta í þetta verkefni á næsta ári. Þessi vinnubrögð eiga ekkert skylt við fagmennsku og aga. Slæmt dæmi í fjárlögum er ráð- stöfun um 500 milljóna króna í nýja streymisveitu ríkisins án nokkurs rökstuðnings eða greiningar. Verk- efni sem einkaaðilar gætu hæglega tekið að sér. Ríkisstjórnin sýnir versta for- dæmið með því að bæta við tveimur ráðuneytum sem munu kosta yfir 300 milljónir á ári næstu fjögur árin. Þessi fjölgun ráðu neyta hefur engan tilgang annan en þann að fjölga ráð- herrum svo valda hlut föllin milli stjórn ar flokk anna hald ist. Þvílík sóun á skattpeningum almennings og virðingarleysi gagn- vart skattgreiðendum! Óþörf yfirbygging Við erum að reka land sem er minna að íbúafjölda en fjöldi borga í Evr- ópu sem við þekkjum. Því er eðli- legt að spyrja hvort þörf sé fyrir alla þessa yfirbyggingu og stjórn- unarkostnað við rekstur okkar litla lands. Meginhlutverk hins opinbera er að veita íbúum landsins betri þjónustu og bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, enda byggist bati í ríkisfjármálum á því að fyrir- tæki landsins hafi bolmagn til að vaxa, fjárfesta og skapa ný störf. En ríkisstjórnin ætlar að reka áfram um 200 ríkisstofnanir og opinber hlutafélög. Mörg hundruð ráða og nefnda starfa áfram og á þriðja tug sendiráða um allan heim munu starfa óbreytt áfram. Fjöldi ríkisfyrirtækja mun áfram fá að standa í samkeppni við einka- reksturinn, jafnvel með fjármuni frá ríkinu til að niðurgreiða samkeppni sína. Ráðu neytin blása út og sem dæmi stofn aði þessi rík is stjórn á síð asta kjör tíma bili 248 nýjar nefndir til við bótar við allar þær sem þegar voru starf andi. Grunnþjónustan skiptir máli Allir íbúar landsins eiga að hafa aðgang að grunnþjónustu ríkisins og að lágmarks lífsviðurværi, jafn- ræði, öryggi og heilsa allra sé tryggð með opinberum útgjöldum. Þetta er kjarnastarfsemi ríkisins og hana ber að verja. En ríkið hefur tekið að sér hlutverk sem er komið langt fram úr þessari grunnþjónustu. Það þarf hugsanlega að kenna ráðamönnum þjóðarinnar að segja stundum nei við nýjum útgjöldum. Það virðist vera of auðvelt að sann- færa þingið um aukin útgjöld og skattheimtu. Ábyrg ríkisfjármál er málefni dagsins í dag. Við sýnum ábyrgð með því gæta hófsemi í útgjöldum og velta hverri krónu fyrir okkur áður en hún er innheimt sem skatt- ar og gjöld hjá fólkinu og fyrirtækj- unum í landinu. Við þingmenn Viðreisnar munum sýna þessari ríkisstjórn öflugt og nauðsynlegt aðhald og sýna þann- ig skattgreiðendum á Íslandi fulla virðingu. n Sýnum skattgreiðendum virðingu! Thomas Möller varaþingmaður Viðreisnar 18 Skoðun 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.