Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 34

Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 34
Þetta er bókin! ADHD – alveg eins og ég er með! Bókaárið var ekki nema rétt í meðal- lagi en góðu tíðindin eru að það besta var harla gott. Arnaldur Indriðason má teljast sigurvegari þessa jólabókaf lóðs. Hann tók áhættu þegar hann ákvað að víkja af glæpabrautinni og senda frá sér sögulega skáldsögu. Fyrir fram mátti ætla að innan hins stóra aðdáendahóps Arnaldar hefði orðið kurr og hann misst lesendur úr þeim hópi. Ekki var heldur gefið að Arnaldur myndi bæta við sig nýjum hópi lesenda. Vangaveltur í þessa átt reyndust óþarfar. Sigurverkið varð metsölubók og tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þessi skáldsaga er með þeim betri þetta árið, vel byggð og skrifuð, efnið gríp- andi og persónur eftirminnilegar, sérstaklega kóngurinn Kristján sjöundi og upplýsingarmaðurinn Eggert Ólafsson, en innkoma hans í söguna er einstaklega falleg. Besta og áhugaverðasta íslenska skáldsagan þetta árið er Merking eftir Fríðu Ísberg. Bókin hefur þegar vakið athygli utan land- steinanna. Þetta er skáldsaga sem gerist í framtíðinni en talar beint inn í samtímann. Þar er fjallað um pólaríseringu og það hversu langt sé hægt að ganga á rétt einstaklings til að skapa „öruggt og gott“ samfélag. Sláandi skáldsaga sem svo sannar- lega hittir í mark. Bókin var ekki tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna sem hlýtur að teljast meiriháttar mistök. Dramatík og metnaður Hallgrímur Helgason átti gott ár. Sextíu kíló af kjaftshöggum var til- nefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna og seldist vel. Ljóðabók hans og Ránar Flygenring, Koma jól?, var ein mest selda ljóðabókin og þýðing Hallgríms á Hjartanu mínu, eftir Jo Witek og Christine Roussey, er tilnefnd til Íslensku þýðingar- verðlaunanna. Þung ský eftir Einar Kárason um mannskætt f lugslys og björg- unarleiðangur hefði mátt fá meiri athygli, sérlega góð skáldsaga, stutt, hnitmiðuð og áhrifamikil. Mjög dramatísk en um leið merkilega við- kvæmnisleg. Metnaðarfyllsta skáldsaga ársins er Ljósgildran, hin 800 blaðsíðna skáldsaga Guðna Elíssonar sem fjallar eiginlega um allt sem hægt er að fjalla um í skáldsögu. Þar tekst ekki allt jafn vel en það besta er brilljant. Einhverjir kepptust við að finna fyrirmyndir að persónum bókarinnar, sem er ekki besti lestur á henni. Það besta í Allir fuglar stefna á ljósið, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, er með því allra besta sem hún hefur gert. Sagan er myrk og grípandi og aðalpersónan áhugaverð en höfundi tekst ekki nægilega vel upp þegar kemur að aukapersónum. Eiríkur Örn Norðdahl átti gríðarlega fyndna spretti í Einlægur önd en verkið datt niður á köflum. Kolbeinsey Berg- sveins Birgissonar byrjaði sérlega vel en seinni hlutinn olli vonbrigðum. Gömlu brýnin bregðast ekki Þó nokkuð kom út af glæpa- og spennusögum, þar stóðu þaul- reyndu höfundarnir sig best. Yrsa Sigurðardóttir brást ekki aðdá- endum sínum í hinni spennandi og blóðugu Lok lok og læs, sem varð metsölubók og Ragnar Jónasson hélt lesendum við efnið í Úti. Stefán Máni sendi frá sér sína bestu bók í nokkurn tíma, Horfnar, þar sem lög- reglumaðurinn Hörður Grímsson var kominn í hálfgerða útlegð úti á landi og rannsakaði hvarf ungrar stúlku. Þú sérð mig ekki, glæpasaga Evu Bjargar Ægisdóttur, olli nokkr- um vonbrigðum, spennan var lítil sem engin og persónur bókarinnar ekki nægilega áhugaverðar. Þekktir barnabókahöfundar blönduðu sér í barnabókaf lóðið. Barnabók ársins er Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir gerir upp bókaárið Merking í jólabókaflóðinu Arnaldur Indriðason getur sannarlega brosað breitt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Merking eftir Fríðu Ísberg hefur þegar verið seld til fjölda landa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hallgrímur Helgason átti gott og gjöfult ár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI barnanna eftir Margréti Tryggva- dóttur og Lindu Ólafsdóttur sem á skilið að verða verðlaunabók. Fagurt galaði fuglinn sá eftir Helga Jónsson og Önnu Margréti Marinósdóttur er bók sem sló rækilega í gegn fyrir jólin, full af skemmtilegum fróðleik um fugla ásamt stórgóðum mynd- um Jóns Baldurs Hlíðbergs. Rúsínan í pylsuendanum er að ýta á takka á bókinni og hlusta á fuglahljóð. Þórarinn og Sigrún Eldjárn glöddu síðan börnin með vísnabókinni Rím og roms. Birgitta Haukdal sló í gegn með Láru-bókum sínum og Bjarni Fritz- son með Orra óstöðvandi og Sölku. Gunnar Helgason skrifaði um Alex- ander Daníel Hermann Dawidsson (ADHD) í Bannað að eyðileggja. Bók- sali sagði sögu af fjörugum guttum sem komu inn í bókabúð, hlupu að barnabókaborðinu þar sem einn drengjanna tók upp bók Gunnars og hrópaði upp í fögnuði: Þetta er bókin! ADHD – alveg eins og ég er með! Ljóðabækur fengu ekki sérlega mikla athygli þetta árið, sem er synd því þær eru margar góðar. Má þar nefna Djöflarnir taka á sig náðir eftir Jón Kalman Stefánsson, Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur, Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafs- son, Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson og Tanntöku eftir Þórdísi Gísladóttur. Meðal framúrskarandi fræðibóka eru Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg og Sigurður Þórarinsson – mynd af manni eftir Sigrúnu Helgadóttur. Þórunn Valdimarsdóttir veitti nýja sýn á morðið á Natani Ketilssyni í fróðlegri bók, Bærinn brennur, sem líður þó nokkuð fyrir það hversu orðmargur höfundur er. Kærkomnar þýðingar Árið var gjöfult þegar kemur að þýðingum á klassískum verkum. Þar skal nefna hina ljóðrænu og tregafullu skáldsögu Hýperíon eftir Friedrich Hölderlin. Hætttuleg sam- bönd eftir Pierre Choderlos de Lac- los er meistaraverk og hið sama má segja um Glæstar vonir eftir Charles Dickens. Handfylli moldar er fræg skáld- saga Evelyn Waugh um hjónaband á brauðfótum og nöturleg örlög eiginmannsins. Varla er hægt að skrifa miklu kaldhæðnislegri endi en þann sem er á þeirri bók. Booker-verðlaunabók Bernardine Evaristo, Stúlka, kona, annað er frá- bær skáldsaga. Það fór ekki fram hjá bóksölum þessa lands sem völdu hana besta þýdda skáldverk ársins. Pulitzer-verðlaunabókin Nickel- strákarnir eftir Colson Whitehead, örlagasaga tveggja drengja á upp- tökuheimili í Bandaríkjunum, er stórkostleg bók sem allir verða að lesa. Einnig verður að nefna áhrifa- mikla bók eftir Nóbelsverðlaunahaf- ann Svetlönu Aleksíevítsj, Tsjerno- byl-bænina. Ein merkilegasta bók ársins er Vítislogar Heimur í stríði 1939-1945 eftir breska blaðamanninn Max Hastings. Á 800 síðum rekur höf- undur sögu seinni heimsstyrjaldar og vefur persónulegum sögum lista- vel inn í frásögnina. Bók sem hefur verið hlaðin lofi og kölluð besta heildarsaga seinni heimsstyrjald- arinnar. Að lokum verður að nefna Fjórar systur eftir Helen Rappaport, sögu rússnesku keisaradætranna sem voru myrtar ungar að árum árið 1918 ásamt foreldrum sínum og bróður. Afar átakanleg saga, gríðar- lega vel sögð og grípandi. n 30 Menning 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.