Fréttablaðið - 31.12.2021, Page 42
Sögulegar ófarir
Vaxandi óþol gagnvart sótt-
varnaaðgerðum, samkomu-
bönnum og bólusetningum
eflir fleirum en Arnari Þór
Jónssyni, varasömum vara-
þingmanni og uppgjafa-
héraðsdómara, þrótt. Þannig
festir hann sig í sessi með
fastan, vikulegan smitréttar-
þátt á Útvarpi Sögu.
Þá snareykst hlustun á
stöðina í takt við öfugsnúinn
tíðarandann þannig að lengja
þarf símatíma stöðvarinnar
um tvær klukkustundir á dag
þannig að opið verður fyrir
símann frá klukkan níu til tvö
sem dugir þó hvergi til að
allir þeir innhringjendur sem
finna sig knúna til að taka
undir samsæriskenningar
Arnþrúðar Karlsdóttur um
tilraunabóluefni og hina miklu
endurræsingu komist að.
Á meðan Útvarp Saga er
full er Hótel Saga tóm fyrir
utan drauga fortíðar sem þar
voma um ganga og bíða eftir
að fá háskólastúdenta eða
óbólusetta í einangrun til
þess að ofsækja.
Önnur hótel eru í sömu
klemmu og þurfa eitt af öðru
að loka dyrum sínum vegna
teppu í ferðamannaflaumi.
En rétt eins og í tilfelli Sögu er
enginn skortur á hugmyndum
að nýjum notum fyrir drauga-
hótelin. Grand Hóteli er um-
breytt í litboltaleikvang ríka
fólksins, Galaxy Pod Hostel
endurnýtir svefnhylkin til að
frysta fólk sem vill sitja hjá
í faraldrinum og Fosshóteli
Rauðará er umbreytt í sögu-
safn um Covid-19.
Arnar Þór
Jónsson,
varasamur
varaþing-
maður og
uppgjafahér-
aðsdómari
Vituð þér enn eða hvað? spyr völvan á enn einum áramótunum. Óvenju rám og geðstirð.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
38 Lífið 31. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. desember 2021 FÖSTUDAGURLÍFIÐ VÖLVAN 2022 31. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Varla er hægt að tala um hlýlegar móttökur
þegar völvan fékkst loks á Zoom-fund til að
rýna þar í kristalskúluna, kíkja í bollann og
stokka spilin. Nornin var í sínu allra versta
skapi enda rétt byrjuð í fimmtándu sóttkvínni
á árinu sem er að líða og illu heilli er útlit fyrir
að fínu drættirnir sem hún sér 2022 verði
tæpast miklu fleiri eða hressilegri en 2021.
Völvan hefur undanfarin tvö ár haft góðar gætur á Mið-
flokkshrossinu Uppspuna frá Rótum sem er, eins og
frægt er orðið, undan Þvælu frá Upphafi og ekki laust
við að hann hafi brokkað í nokkuð jöfnum takti við
geðslag þjóðarinnar og tekist merkilega vel að kljúfa
þann stríða straum mótlætis og ófara sem dunið hefur
á landanum.
Því miður er ekkert í spilunum núna sem gefur til-
efni til að ætla að harðindunum linni þar sem aftur mun
gjósa, syndaflóði rigna, uppskeru bresta og harðna á
Covid-dalnum ef eitthvað er.
Þá getur varla boðað gott að völvan sér þjóðargælu-
dýrið, Uppspuna sjálfan, liggja í blóði sínu óbættan hjá
garði. Til að bæta gráu ofan á blóðrautt munu bræður
og systur berjast í borgum og bæjum þar sem gælu-
dýrahald verður stórmál í hreppakosningum víðar en
norðan heiða. Barnaskólar munu halda áfram að mygla
í pólitísku moldviðri, draugahótelum fjölgar og ríkis-
stjórnin hangir á minnisleysi. Vituð þér enn eða hvað? n
Uppspuni frá Rótum
sleginn af í blóðmerarpolli
Jarðeldar og skýfall
Jarðskorpan verður á
mikilli hreyfingu allt næsta
ár og enga spákerlingu í eigin
föðurlandi þarf til þess að
sjá fyrir frekari eldsumbrot
á nýja árinu þótt þau muni
láta bíða lengur eftir sér en
margan grunar.
Sérfræðingar keppast við
að spá eldgosi í nokkrum
þekktum eldstöðvum á
meðan jörð skelfur í lang-
dreginni hrinu sem meira að
segja Grindvíkingar munu
hætta að kippa sér upp við
áður en upp úr sýður.
Ekki þarf þó að hafa
áhyggjur af skorti á náttúru-
hamförum 2022 þar sem
veðurguðirnir munu af-
lýsa sumrinu með sturluðu
vatnsveðri, því mesta í elstu
kvenna minnum, sem geisar
um landið allt.
Syndaflóð þetta skellur
ekki síst harkalega á ríkissjóði
sem þarf að bæta kartöflu-
bændum algeran uppskeru-
brest þannig að Íslendingar
þurfa að gera sér danskar
kartöflur að góðu allan næsta
vetur.
Sem er þó ef til vill ekki það
versta þar sem fram sprettur
Ólafur Ragnar Grímsson og
heldur alþjóðlegu ráðstefn-
una I told you so þar sem
fæðuöryggi er í brennidepli.
Hann segir síðan betur frá
þessu í Kastljósi í október.
Jarðhræringasagan enda-
lausa nær síðan loks hámarki
þegar gríðarstór skjálfti ríður
yfir á flekaskilunum á Þing-
völlum með þeim afleið-
ingum að þeir færist nær hvor
öðrum og Almannagjá og
Silfra lokast. Ferðaþjónustan
keppist við að fylla í skarðið
fyrir Gullna hringinn og endar
á að velja Kerið í þrenninguna.
Skömmu síðar hefst leitin að
áfangastað aftur þegar Kerið
fyllist af túristarusli.
Ferðaþjónustan og kráar-
eigendur í Reykjavík, með Jó-
hannes Þór Skúlason útskýr-
ara í fylkingarbrjósti, sækja
eðlilega fébætur til ríkisins
enn fastar en áður en Bjarni
Benediktsson fjármálaráð-
herra, sem að vísu heldur að
hann sé forsætisráðherra,
svarar því til að ekkert sé eftir
í kassanum. Hann hafi verið
tæmdur yfir kartöflubændur
og Laugardalinn.
Ríkisstjórn í heilaþoku
Ríkisstjórnin heldur út árið og
sennilega gott betur þrátt fyrir að
hún hökti með reglulegu millibili.
Það verða ekki síst nýir þingmenn
í stjórnarflokkunum sem verða
sinni eigin stjórn erfiðir.
Mörgum er þó létt í byrjun árs
þegar fyrirhuguð breyting á ráðu-
neytum gengur sjálfkrafa eftir
þegar þrír ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins, Bjarni Benediktsson,
Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Ás-
laug Arna Sigurbjörnsdóttir, snúa
aftur úr Covid-veikindaleyfi. Týnd
í heilaþoku langvarandi eftirkasta
halda fyrrverandi iðnaðar- og
dómsmálaráðherra áfram að
sinna sínum gömlu embættum
eins og ekkert hafi í skorist. Bjarni
ræður hins vegar ekki annað af
ganginum í stjórnarsamstarfinu
en að hann sé enn forsætisráð-
herra og heldur áfram að ráða öllu
sem hann vill ráða.
Meðvitundarlaust um að hafa
smitast af Covid heldur ráðherra-
þríeykið áfram að tala sóttvarnir
niður og fyrir rýmkun smitleiða
þannig að varaþingmaðurinn
Arnar Þór Jónsson færist allur í
aukana og höfðar slíkan sæg af
málum gegn sóttvarnalækni að
á tímabili er í alvöru rætt um að
bæta við nýju dómstigi. Sótt-
varnarétti, svokölluðum.
Telja má víst að ríkisstjórnin
muni þurfa að leita sátta í stórum
málum fyrir Mannréttindadóm-
stól Evrópu í Strassborg og þótt
þau verði ekki öll rakin til Arnars
Þórs verður hann ekki til að bæta
stöðuna. Ekki er síðan annað að
sjá á botni kaffibollans en að
fyrrverandi þingmaður sem hvarf
skyndilega úr stjórnmálum gangi
í endurnýjun pólitískra lífdaga í
innansveitarpólitíkinni á Sel-
tjarnarnesi.
Bjarni
Benediktsson
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir