Fréttablaðið - 31.12.2021, Side 48

Fréttablaðið - 31.12.2021, Side 48
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 11 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 11 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 Sendum frítt með Póstinum í póstbox, pakkaport og DROPP ef keyptar eru smávörur fyrir 4.900 kr. eða meira. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N ÚTSALA RISA OPNUM AFTUR Á SUNNUDAGINN Starfsfólk Húsgagnahallarinnar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir viðskiptin á árinu. Gleðilegt nýtt ár - Suðurfelli, Reykjavík - Vesturlandsvegi, Reykjavík - Dalvegi, Kópavogi - Fitjar, Reykjanesbæ OPIÐ 24/7 I Á morgun hefst nýtt upphaf. Því gæti verið síðasti séns að gera eitthvað bjánalegt í dag áður en öll nýársheitin um hvernig við verðum að betra fólki taka gildi. Við getum verið haugar; borðað allt súkkulaðið, legið uppi í sófa yfir Netflix, umlað eitthvað framan í fólkið sem við búum með án þess að hlusta. Með nýju ári verður svo allt fyrirgefið. Þetta gerðist hvort eð er í fyrra. Þessi síðasta vika er vika upprifjunar á árinu, sem nær hámarki í kvöld með annálum og Skaupinu. Svona rétt til að minna okkur á það sem við erum að kveðja áður en ástkær gæludýrin leita skjóls á meðan við sprengjum upp síðustu leifar þess. Við höfum tvo daga til að ræða hvort Skaupið hafi verið gott eða vont. En svo er tími kominn til að horfa fram á við. Við tökum hlutverk Janusar, sem janúarmánuður er kenndur við, alvarlega. Guðs hliðsins sem gætir jafnt upphafs allra atburða og endaloka þeirra. En þurfum að muna að hann hefur tvö and- lit og horfir samtímis áfram og aftur á bak. Hann gætir tímans. Hættan er að festast í öðru andlitinu. Að horfa til fram- tíðar og gleyma því sem gerst hefur. Eða festast í fortíðinni og gleyma framtíðinni. En Janus er jafnvægið þar á milli. Þar sem sá síðasti verður ekki sá fyrsti, heldur bara þarna í miðjunni. Því tíminn f læðir ekki í hringi. Hann bara f læðir. Líka yfir áramót. Því skiptir engu hvort öll áramótaheitin taki gildi á morgun eða í maí. Glugginn til að verða að betri manneskju er alltaf opinn. Gleðilegt ár, hvenær sem árið þitt byrjar. n Sá síðasti

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.