Strandapósturinn - 01.10.2001, Qupperneq 68
1706 er Reykjarfjörðurinn metinn á 16 hundruð að gömlu
mati. Þá er hún konungsjörð, sem lögmaður Lauridtz Christi-
anson Gottrup hafði með að gera. Þá var jörðin byggð Jóni
Magnússyni á Reykjanesi. Abúendur eru tveir, þeir Hannes Jóns-
son ogjón Jónsson og hafa sinn helminginn hvor. Leigukúgildi
eru 4 og greiða þeir jafnt. Þá er bústofninn hjá Hannesi 2 kýr, 1
naut veturgamalt, 20 ær, 10 sauðir geldir, 14 veturgamlir, 1 hest-
ur, en hjá Jóni 1 kýr, 15 ær, 2 sauðir, 1 hross. Heimilisfólk er hjá
Hannesi 7 en hjá Jóni 4 og að auki vinnumaður til skiptis hjá
þeirn bændum.
Þannig að á þessum tíma hefur verið búið all myndarlega í
Reykjarfirði. Þá er þar tvíbýli eins og löngum síðan.
Þeir félagar Arni Magnússon og Jón Vídalín lýsa Reykjarfirði
svo í jarðabók sinni 1706:
„Móskurður nægilegur til eldiviðar. Silungsveiði hefur verið að
nokkru gagni, en nú so nær af.
Túninu spilla harðindi og sandur, sem áfykur. Engjar spillast af
skriðum og lækjum, sem ábera leir og grjót. Vetrarhart vegna snjóa.
Hætt fyrir kvikfjenað af snjóflóðum, skriðum, flæðum, pyttum og lækj-
um. Jafnlega er þar hætt við undirflogi á sauðfje (sem menn so kalla).
Torfrista er slæm. Vatnsból er óalmennilega slæmt, því að þar er á ein,
sem vatnað er í, og verður þó ekki vatnað nema um fjöru á vetardag,
hvert sem er gott veður eða slæmt. Kirkjuvegur er oftlega vondur yfir-
ferðar á vetur. Hreppamannaflutníngur á annan veg varla fær.
Eitt skip er þar hjá Hannesi, sem Jón Magnússon á Reykjanesi á
hálft við hann, gengur skipið til hákalla afla á vordag, ut supra um
Kesvog. Bát annan á Hannes ósjófæran.
Einn bát ájón, sem gengur til fiskjar eftir því sem hagar og tilgef-
ur“.
Ekki er hægt að segja að lýsingin sé glæsileg. Þó verður að líta
til þess að landgæði í Reykjarfirði, sem annars staðar, voru mjög
háð veðurfari. I snjóþungum vetrum og hörðum árum, kom dal-
urinn seint undan snjóum og voru þá jafnan rniklir vatnavextir
þegar snjóa leysti og þá gat brugðið til beggja átta um sprettu,
en þar sem túnið var ekki grasgefið og sendið, var að byggja mik-
ið á útengi sem í sjálfu sér var gott ef aðstæður voru þannig, en
óþurrkarnir voru kannski mesta bölið, en norðan rigning og
súld gat staðið sumarlangt, með skelfilegum afleiðingum.
66