Morgunblaðið - 10.08.2021, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 185. tölublað . 109. árgangur .
ÞÁ MUN ÉG
GLEÐJAST
OG GRÁTA
ENGJASLÁTTUR
VIÐ HVÍTÁ OG
KLYFJAHESTAR
RÉTT MISSTI
GULLMEDALÍU
ÚR GREIPUNUM
MARGRÉT 100 ÁRA 24 EVRÓPUMEISTARI 26TENGSL KÖNNUÐ 28
76 ár eru frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á jap-
önsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí. Í gærkvöldi stóð sam-
starfshópur friðarhreyfinga fyrir kertafleytingu á Reykjavík-
urtjörn til að minnast fórnarlambanna og til að leggja áherslu
á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Á sama tíma fór einn-
ig fram kertafleyting á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Minntust fórnarlambanna í Japan
Urður Egilsdóttir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Svo virðist sem fjórða bylgja farald-
ursins hér á landi sé í rénun. Toppi
gæti hafa verið náð á laugardag þeg-
ar 1.447 voru með staðfest virkt kór-
ónuveirusmit, en þau hafa aldrei ver-
ið fleiri hér á landi. Þessum
einstaklingum hefur fækkað um 61 á
tveimur dögum en í gær voru 1.386
með virkt smit. Þó fjölgaði í gær
þeim sem liggja inni á spítala með
veiruna um sex, en 26 liggja nú inni.
Upplýsingar fengust í gær
Tveir eru á gjörgæslu og eru þeir
báðir í öndunarvél. Fjórir þeirra sex
sem lagðir hafa verið inn á gjörgæslu
í þessari bylgju faraldursins voru
ekki fullbólusettir við innlögn. Þær
upplýsingar fengust fyrst í gær frá
Landspítalanum, eftir ítrekaðar fyr-
irspurnir fjölmiðla. Alls hafa 55 sjúk-
lingar lagst inn á Landspítala í
fjórðu bylgju faraldursins. Um 40%
þeirra voru óbólusett við innlögn. Til
samanburðar eru rúmlega 20 þús-
und Íslendingar 16 ára og eldri
óbólusettir, eða um 6% þjóðarinnar.
Rúmlega þrjár vikur eru síðan
fjórða bylgja faraldursins hófst hér á
landi og má því gera ráð fyrir að
margir losni úr einangrun á næstu
dögum, þar sem einstaklingur þarf
að vera í 14 daga í einangrun frá því
að smit greinist og vera einkenna-
laus í að minnsta kosti sjö daga.
Flest smit greindust í síðustu viku
júlímánaðar.
75 til 80% þurfa að smitast
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, telur að
bylgjum innanlands muni ekki linna
fyrr en 75 til 80 prósent þjóðarinnar
hafa smitast af kórónuveirunni. Frá
því að faraldurinn hófst hafa 8.900
smit verið staðfest eða sem nemur
um 2% allra landsmanna. Hann segir
að hjarðónæmi verði ekki náð með
bólusetningu og því takist ónæmi
ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár. Kári
segir að það sé verkefni stjórnvalda
að sjá til þess að engin af þeim bylgj-
um sem eiga eftir að ríða yfir verði
svo stór að hún kæfi spítalann. Kam-
illa Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill
sóttvarnalæknis, segist binda vonir
við bóluefni við delta-afbrigðinu.
Fjórða bylgjan
virðist í rénun
- Tveir þriðju þeirra sem hafa lagst á gjörgæslu óbólusettir
MVið teljum að vörnin sé ... »4, 6
Nýliðinn júlímánuður var alger
metmánuður í sjúkraflutningum
hjá flugfélaginu Mýflugi. Farið
var í 100 sjúkraflugsferðir í mán-
uðinum en mest hefur félagið
áður flogið 89 ferðir í einum mán-
uði.
Af þessum 100 sjúkraflugs-
ferðum var 81 til og frá Reykja-
vík, eða 81% allra flugferða. 19
ferðir voru á aðra staði á landinu.
Landhelgisgæslan sinnti 18
sjúkraflugsferðum í júlí vegna
slysa eða veikinda. Í fjórtán skipti
eða í tæplega 78% tilvika lenti
þyrlan á Reykjavíkurflugvelli þar
sem sjúkrabíll beið og flutti við-
komandi á Landspítalann.
„Eins og gefur að skilja er
Reykjavíkurflugvöllur gríðarlega
mikilvægur fyrir sjúkraflugið,“
segir Leifur Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Mýflugs, í samtali
við Morgunblaðið. »11
Nýtt met í
sjúkraflugi
Morgunblaðið/RAX
1.386
með virkt smit í gær.
1.447
með virkt smit á laugardag.
4
voru óbólusettir, af þeim sex sem
lagðir hafa verið inn á gjörgæslu.
40%
hafa verið óbólusett við innlögn á
spítala vegna Covid-19.
FJÓRÐA BYLGJAN
»
Bandaríkjamönnum var í gærkvöldi
ráðlagt að ferðast ekki til Íslands
eftir að Sóttvarnastofnun Bandaríkj-
anna (CDC) hækkaði hættumat sitt.
Landið er nú á hæsta hættustigi
stofnunarinnar, en stigin eru fjögur.
Þeir sem þurfa að ferðast til landa
sem eru á þessu hættustigi eiga að
vera fullbólusettir samkvæmt fyrir-
mælum stofnunarinnar. Jafnvel þá
mælir hún ekki með ferðalögum til
þeirra landa.
Auk Íslands bættust sjö ríki við,
meðal annars Frakkland og Ísrael.
Lönd sem eru á listanum hafa ný-
gengi smita yfir 500 af 100.000 íbú-
um á undanförnum 28 dögum.
Bandaríkjamenn eru lang-
stærstur hluti þeirra ferðamanna
sem hingað hafa komið undanfarin
misseri. Til marks um það voru þeir
46,6% þeirra ferðamanna sem flugu
á brott frá Keflavíkurflugvelli í júlí.
Þar á eftir komu Pólverjar og
Þjóðverjar með 10,2% og 7,9% brott-
fara.
Morgunblaðið/Eggert
Nei Ekki er mælt með ferðalögum.
Fari ekki
til Íslands
- Á hæsta stigi