Morgunblaðið - 10.08.2021, Page 6

Morgunblaðið - 10.08.2021, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tel að það séu frekar góðir möguleikar hér,“ segir Rúna Þrastardóttir dýralæknir sem starfar í sumar hjá Landbún- aðarháskóla Íslands við rann- sóknir á skordýrum. Hún kannar hvort hægt sé að rækta mölorma og hermannaflugur til manneldis eða fóðurgerðar hér á landi. Það kom Rúnu á óvart hversu mörg fyrirtæki rækta skordýr. Hún hefur fundið 27 slík í Evrópu. Á undanförnum árum hefur ver- ið vaxandi áhugi á ræktun skor- dýra og sölu á markaði í Evrópu. Þar er lítil hefð fyrir notkun skor- dýra sem matvæla, öfugt við það sem lengi hefur tíðkast í öðrum heimsálfum. Skordýr eru í mörg- um löndum mikilvægur prótein- gjafi fólks. Háð ströngum skilyrðum Sala skordýra er leyfisbundin samkvæmt Evrópureglum og háð ströngum skilmálum. Rúna bendir á að í einstaka ríkjum Evrópu hafi verið veitt leyfi fyrir sölu mölorma sem matvæla og nefnir Belgíu sér- staklega. Stundum sé boðið upp á heilar pöddur en stundum afurðir þeirra í formi dufts sem hægt er að nota í tilbúin matvæli, til dæm- is hamborgara. Hún segir hægt að fá þannig matvæli á veitinga- stöðum í Belgíu. Hún telur þó að fólk sé almennt ekki tilbúið að þiggja slík matvæli en telur að það muni breytast með auknu framboði og betri þekkingu. Rúna segir að skordýr henti vel fyrir laxfiska, hænur og svín. Tel- ur hún að leyfi sé að fást til að nota skordýr sem hænsnafóður í Evrópu. Hér á landi hefur verið gerð til- raun með ræktun skordýra í fiska- fóður. Tilrauninni var hætt og tel- ur Rúna að það hafi verið vegna þess að ekki hafi fengist nógu miklar matarleifar til að nota við ræktunina. Gerðar hafa verið fleiri tilraunir og Rúna telur að mat- arsóun sé mikil hér á landi og með betri flokkun úrgangs væri hægt að fá mikið hráefni til að nota við ræktun skordýra. Komin með stórar flugur Rúna er að skoða hvað skordýr- in éta og hversu mikið. Við rækt- unina notar hún hrat frá bjór- framleiðslu ásamt gulrótum og kartöflum. Hermannaflugurnar fá einnig afganga af grænmeti og ávöxtum úr eldhúsinu. Flugurnar hennar eru orðnar þokkalega stór- ar, yfir einn sentímetri að lengd. Einnig er hún komin með álitlegar bjöllur. Hún segir að þetta sé áhugavert svið að rannsaka og hefur trú á að skordýrarækt til framleiðslu mat- væla og fóðurs geti orðið að alvöru atvinnugrein eftir fimm ár eða svo. Telur ræktun skordýra álitlega grein - Rúna Þrastardóttir rannsakar hvort hægt sé að rækta mölorma og hermannaflugur til manneldis eða fóðurgerðar hér á landi - Hefur aðstöðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti Pöddur Mjölormar og hermannaflugur eru ræktuð í tilraunaskyni. Skor- dýrin eru víða talin umhverfisvænn og góður kostur til prótíngjafar. Morgunblaðið/Unnur Karen Tilraun Rúna Þrastardóttir dýralæknir starfar hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands við rannsóknir á ræktun skordýra til manneldis og fóðurframleiðslu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er tekið tillit til tekna húseig- enda af verslunarhúsnæði við ákvörðun fasteignamats þótt notuð sé tekjumatsaðferð. Eigandi hús- næðis við Laugaveg sem staðið hef- ur autt eða í lítilli notkun frá því við upphaf kórónuveirufaraldursins varð fyrir tæplega 10% hækkun fasteignamats við síðustu ákvörðun og fær ekki leiðréttingu. Hann bendir á að mikið húsnæði við Laugaveg hafi staðið autt undan- farna mánuði og telur að leiguverð og markaðsverð eigna hafi lækkað um 50%. „Það er mín skoðun að Þjóðskrá sé komin í algjört öngstræti með þær aðferðir sem notaðar eru til að meta verðmæti fasteigna,“ segir Helgi Njálsson sem á verslunarhús- næði á Laugavegi 51. Tilefni sam- talsins er leiðrétting sem Þjóðskrá varð að gera á fasteignamati hótels í Borgarnesi, eftir kæru eigandans til yfirfasteignanefndar. Lækkaði mat- ið um þriðjung við það að Þjóðskrá breytti um matsaðferð. Húsnæði Helga hefur staðið meira og minna autt vegna kórónu- faraldursins frá því snemma árs 2020, eða verið illa nýtt og það sem er í útleigu er með mun lægri leigu en áður. Engin eftirspurn hefur ver- ið eftir atvinnuhúsnæði við Lauga- veg á þessum tíma enda hurfu er- lendu ferðamennirnir sem verið höfðu akkerið í miðbænum. Ekki litið til tekna Eftir að Þjóðskrá tilkynnti um tæplega 10% hækkun fasteignamats verslunarhúsnæðisins, hækkun sem á að taka gildi um næstu áramót, óskaði Helgi eftir rökstuðningi. Seg- ist hann ekki skilja hvernig stendur á slíkri hækkun við þær aðstæður sem nú ríkja á Laugaveginum. Í svari Þjóðskrár, sem Morgun- blaðið hefur undir höndum, kemur fram að fasteignirnar séu metnar með svokallaðri tekjumatsaðferð sem grundvallast á upplýsingum úr nýlegum leigu- og kaupsamningum ásamt upplýsingum úr fasteigna- skrá um eiginleika fasteigna. Tekið er fram að ekki er horft á tekjur eða veltu leigutaka. Því muni tvær eins eignir á sama stað, önnur með leigu- taka sem skilar miklum hagnaði en hin með leigutaka sem skilar engum tekjum, fá sama fasteignamat. Þá tekur Þjóðskrá fram í svari sínu að matinu sé ætlað að lýsa markaðs- verði í febrúar 2021 en þá hafi áhrif kórónuveirufaraldursins ekki verið komin fram. Gjöld hækka meira en leiga Helgi segir að matsaðferðir Þjóð- skrár séu ekki gagnsæjar. Til dæmis sé ekki hægt að sjá hversu margir kaup- og leigusamningar liggi að baki ákvörðun fasteignamats tiltek- innar eignar. Þá segir hann að fast- eignamat íbúða við Laugaveg, jafn- vel í sama húsi, hafi breyst mun minna en á atvinnuhúsnæði. Fasteignagjöld eigenda húsnæðis ráðast af fasteignamati og gjöldin hækka því með hækkun matsins. Helgi nefnir sem dæmi um skekkju sem orðið hafi á síðustu átta árum að á þeim tíma hafi fasteignamat og þar með fasteignagjöld þre- til fjór- faldast. Leigutekjur hafi ekki fylgt því. Sums staðar dugi leiga varla fyrir fasteignagjöldum. Matið tekur ekki mið af tekjum af húsnæði - Mat á verslunarhúsnæði við Laugaveg hækkar um 10% Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Laugavegur Ljósmyndari Morgunblaðsins taldi 50 auð rými á neðstu hæð þegar hann gekk Laugaveg í nóvember. „Það hefur verið gríðarlegt álag,“ segir Jóhann Bjarni Skúlason, yfir- maður smitrakningarteymis al- mannavarna, í samtali við Morgun- blaðið. „Nokkrum sinnum á tíma- bilinu [frá upphafi faraldurs] hefur komið upp að þetta sé að verða búið svo það er ekki tjaldað til margra nátta,“ segir Jóhann og útskýrir að ekki séu margir fastir starfsmenn í teyminu. Um sé að ræða fámennan kjarna sem hefur getað leitað til lögreglumanna og hjúkrunarfræð- inga. „Við höfum verið svona átta til tíu á vakt.“ Jóhann segir að tilraunaverkefni sé nú að hefjast þar sem sjálfboða- liðar Rauða krossins, sem séð hafa um áfallahjálp, ganga til liðs við teymið. „Við göngum ekki í enda- lausa lögreglumenn og hjúkrunar- fræðinga og við eigum erfitt með að ráða því það yrði ekki til langs tíma í senn. Við erum að fá til liðs við okkur sérfræðinga í að tala við fólk,“ segir Jóhann. Hann segir að þegar mestu svartsýnisspár lágu fyrir um hundruð smita á dag hafi þurft að taka ákvörðum um hvort ætti að gefast upp á smitrakningu í núverandi formi eða útvega meiri mannskap. Þetta tilraunaverkefni sé liður í því. Spurður hvort ekki verði greitt fyrir vinnuna, sem er unnin af sjálfboðaliðum, segir Jó- hann að fyrst verði fyrirkomulagið prófað og gangi það eftir verði far- ið í samninga. „Þetta bar brátt að. Þetta eru sjálfboðaliðar en það verður svo skoðað á stöðufundi eft- ir nokkra daga. Hugsunin er að geta leitað til hóps sem aðstoðar þegar yfir flýtur,“ segir Jóhann. Jóhann segir að þrátt fyrir allt hafi smitrakning gengið vel und- anfarna daga. Fólk sé farið að þekkja reglurnar vel, jafnvel hafa frumkvæði að því að athuga hvort það eigi að vera í sóttkví, taka vel í og fylgja fyrirmælum. Hefur ekki verið tjald- að til margra nátta - Rakningarteyminu berst liðsauki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.