Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kári Stef- ánsson og Þórólfur sóttvarnalæknir kalsa hjarð- ónæmisleið til að koma þjóðinni áleiðis út úr veirunni. Furðu margir hlaupa þá til og telja sig þurfa að benda á ömurlega reynslu Svía af þeirri leið. Samanburðurinn við Svía í þessum efnum er úti á túni. Báðir fyrrnefndir menn og reyndar margir fleiri höfn- uðu leið Svíanna sem upp- hafsleið, eins og sjálfsagt var og rækilega var útskýrt þá og almenn sátt um. Hún reyndist Svíum dapurlega dýrkeypt og sætir reyndar furðu að ríkisstjórn jafn- aðarmanna í Svíþjóð skuli ekki hafa þurft að axla ábyrgð á glóruleysinu og ætli sér að sleppa með að kenna einum embættis- manni um hneykslið! Hjarð- ónæmismál hér og umræða um slíkt eiga ekkert skylt við sænska aðferð, sem bet- ur fer. Á Íslandi var margítrekað að tími til þess að blanda hjarðónæmi inn í baráttu- áætlunina kæmi þá fyrst til álita þegar stærstu hóp- arnir, sem væri vitað að veikastir stóðu gegn veir- unni, hefðu fengið öfluga vernd, með bólusetningu. Leikmenn sjá ekki betur en að varnarmáttur bólu- setninga hafi verið talaður fullmikið niður á síðustu metrunum, og jafnvel svo að verulegur skaði sé að. Ber- sýnilegt var að menn fip- uðust þegar á daginn kom að þeir bólusettu væru ekki eins ónæmir fyrir smithættu og jafnvel því að taka veikina eins og bjartsýnustu vonir stóðu til. Ekki verður betur séð en að hitt standi eftir sem áður, að hinir bólusettu séu býsna vel settir hvað sem þessu uppnámi líður og þeir sem smitast í þeim hópi séu al- mennt séð líklegir til að sleppa eftir atvikum bæri- lega frá því. Sumir virðast hafa óstjórnlega þörf til að trylla landa sína úr hræðslu. Þar eru jafnvel opinberar stofn- anir forystusauðir, sem ber þó að sýna hófsemi. Árlegur faraldur inflúensu fer tiltölulega hljótt hjá. Er hún þó mörgum hættuspil. En það vill gleymast að þótt munur á dánartíðni vegna hennar annars vegar og veirunnar nú sé auðvitað afger- andi, þá eru áföll- in fyrir þá sem fá skæða árlega inflúensu og þá sem smitast af kórónuveir- unni þættir sem alls ekki er fráleitt að skoða í samhengi. Í fróðlegri grein sem birt- ist í tímaritinu Time áður en kórónuveiran, sem ergir okkur nú, hafði knúið dyra, svo að vitað hafi verið, var bent á að inflúensan 2018- 2019 hefði ekki verið jafn svæsin og sú var sem fór yfir árið áður. En seinna fárið stóð þó lengur en þá eða í 21 viku og taldist met sl. 10 ára. Vitnað er í CDC (Centers for Disease Control and Preven- tion). Færri voru skráðir smitaðir, fluttir á sjúkrahús eða létust en reyndist í far- aldrinum ári fyrr sem var sagður sérlega „brútal“. Samtals áætlaði CDC að 43 milljónir manna hefðu sýkst af hinni árlega inflú- ensu í Bandaríkjunum ’18- ’19, 647.000 voru lagðir inn á sjúkrahús og 61.200 höfðu látist. En í vonda fárinu, árið áður, töldust 49 milljónir hafa veikst, 959.000 þúsund verið lagðir inn á sjúkrahús og 80.000 látist. (Einfalt að deila með 1.000 í bandarísku tölurnar og fá fram sam- bærilegan íslenskan veru- leika.) Þessi úttekt var birt fyrir kórónufaraldurinn, eins og fyrr sagði. Því er orðalagið um bólusetningu vegna inflúensu í lok hennar mjög athyglisvert: „Þótt flensu- faraldurinn 2018-19 sé yfir- staðinn er CDC þegar tekið til við að minna almenning á að tryggja sér bólusetningu vegna næsta faraldurs 2019- 20 því að hún sé besti kost- urinn sem fyrir hendi er til að „draga úr áhættu“ af því að fá inflúensu og smita aðra af henni.“ Þarna er talað af mikilli varfærni um hvað ætla megi að bólusetning vegna inflú- ensu geti tryggt, að minnsta kosti í samanburði við ann- að. Það er alkunna að bólu- setning vegna inflúensu fer tiltölulega hljótt og stendur stutt yfir og er sáralítilli opinberri hvatningu beint að almenningi vegna hennar. En er ekki tilfinningin sú að varla hafi verið minnst á inflúensufaraldur á árinu 2020-2021. Hvernig stóð á því? Núna er rétti tíminn til að ræða kost hjarðónæmis} Tímabær umræða Þ að nennir enginn að tala um pólitík núna. Það er engin stemning fyrir þessum kosningum í september,“ segir fólk þegar minnst er á að það sé stutt í kosningar. En allir tala um veiruna og sóttvarnir og ástand heil- brigðiskerfisins. Og það er pólitík! Það hefur verið okkar gæfa að fylgja ráð- leggingum sóttvarnalæknis í heimsfaraldri. Um ráð hans hefur verið víðtæk sátt í sam- félaginu. Það er pólitísk ákvörðun ef ekki er farið að öllu leyti eftir leiðbeiningum sótt- varnalæknis. Það var pólitísk ákvörðun að bíða í 10 daga með aðgerðir á landamærum þegar ljóst var orðið í sumar að grípa þyrfti til ráðstafana vegna fjölda smita. Það var pólitísk ákvörðun að svelta heil- brigðiskerfið og það er þess vegna sem það ræður ekki við meira álag en orðið er. Heilbrigðisstarfs- fólk sem er að niðurlotum komið er kallað úr sumarfríi, jafnvel fæðingarorlofi, og leggur sig fram við að hjúkra sjúklingum. Hleypur um gangana á smitsjúkdómadeild Landspítalans sveitt í sóttvarnabúningunum á meðan að- gerðum sem hægt er að fresta er frestað. Og biðlistarnir lengjast. Sýnatökur og bólusetningar er einnig viðbót- arálag á heilbrigðisstofnanir um land allt sem búa fyrir við mikla manneklu. Eldra fólk er fast inni á Landspítalanum vegna þess að ekki er pláss á hjúkrunarheimilum fyrir það. Í stað þess að verja ævikvöldinu á öldrunarstofnun eyða um tvö hundruð manns síðustu mánuðum ævinnar á lyflækningadeildum Landspítalans, þó að meðferð við veikindum sé löngu lokið. Hvern- ig gat það gerst að rík þjóð sýni eldra fólki slíkt virðingarleysi? Ástandið er tilkomið vegna pólitískra ákvarðana um byggingu og rekstur hjúkrunarheimila, um aðstoð á heim- ilum eldra fólks og valkosti í búsetuúrræðum. „Þessi ríkisstjórn hefur sett meira í heil- brigðiskerfið en allar aðrar,“ segja ráðherrar og stjórnarliðar. Nánast öll viðbótin síðustu fjögur ár fór í byggingu nýja Landspítalans, launahækkanir og verðbætur. Fyrir vikið þróast heilbrigðisþjónustan ekki í takti við fjölgun eða öldrun þjóðarinnar, tæki og tól úreldast og heilbrigðiskerfið veikist ár frá ári. Það þarf sannarlega að byggja við Landspít- alann en fjármagnið í byggingu hans fer ekki í rekstur hans meðan á byggingu stendur. Því hljóta ráð- herrarnir að hafa áttað sig á þegar þeir sömdu fjárlögin. Og biðlistarnir lengjast. Sterkt og gott heilbrigðiskerfi er einn af mikilvægustu hornsteinum velferðarsamfélags. Samfylkingin er með skýra stefnu í heilbrigðismálum og málefnum eldra fólks. Það þarf kjark, áræðni og skýra sýn jafnaðarmanna til að byggja upp og bæta líf fólksins í landinu. Kjósum Samfylkinguna! oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Um pólitískar ákvarðanir Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is U msvif rafskútuleiga hafa sjálfsagt ekki farið fram hjá nokkrum manni síð- ustu mánuði og misseri. Þúsundir rafskúta er að finna á göt- um og gangstéttum á höfuðborg- arsvæðinu og fleiri þéttbýlis- svæðum. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra en bæði hér á á landi og í löndunum í kringum okkur hefur verið mikil umræða um rafskút- urnar og hvort hefta eigi aðgengi að þeim og útbreiðslu þeirra. Það hefur víðast hvar verið gert, nema á Ís- landi. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum ákváðu borgaryfirvöld í Ósló nýverið að setja takmark á það hversu margar rafskútur mega vera til leigu í borginni en fjöldi rafskúta þar í borg hefur verið einna mestur í Evrópu. Frá og með næstu mán- aðamótum verður leyfilegur fjöldi rafskúta minnkaður úr tuttugu og fimm þúsund niður í átta þúsund. Samfara þessu verður bannað að leigja rafskútur frá klukkan ellefu á kvöldin og fram á morgun. Nýju reglurnar verða inn- leiddar með þeim hætti að rafskútu- fyrirtækin þurfa að sækja um leyfi til útleigu. Markmið þessara breyt- inga er að koma í veg fyrir slys. Telja borgaryfirvöld í Ósló að með því að banna útleigu á skútum á nóttunni megi koma í veg fyrir 300- 400 slys á hverju sumri. Norskir læknar hafa upplýst að 57% af rafskútuslysum verði á nóttunni. Í Helsinki hefur verið brugðist við gagnrýnisröddum með því að lækka hámarkshraða hjá rafskútum sem leigðar eru á kvöldin og nótt- unni. Svíum hefur hins vegar gengið erfiðlega að ná stjórn á rafskútum og reglugerðum er að þeim snúa. Að því er fram kemur í Hufvudstads- bladet eru um 21 þúsund rafskútur til leigu í Stokkhólmi um þessar mundir og hefur þeim fjölgað hratt að undanförnu. Samkvæmt skoð- anakönnun borgarinnar eru borg- arbúar frekar neikvæðir í garð raf- skútanna. Sex af hverjum tíu kveðjast hafa neikvæða skoðun á þeim en aðeins tveir af hverjum tíu voru jákvæðir. Ástæða þess að erf- iðlega hefur gengið að setja skýrar reglur er að rafskútur hafa verið flokkaðar eins og reiðhjól og því myndu boð og bönn einnig bitna á hjólreiðafólki. Nú hefur verið ákveð- ið að rafskútuleigur þurfi að sækja um leyfi til reksturs hjá lögreglu. Þegar fram í sækir þurfa þau að koma upp geymslustæðum fyrir skúturnar en borgaryfirvöld geta rukkað fyrir leyfisveitingu og afnot af borgarlandi. Vonast borgaryfir- völd í Stokkhólmi til þess að þannig megi koma betri böndum á umfang starfseminnar. Í Kaupmannahöfn fengu yfir- völd hins vegar nóg af rafskútunum og bönnuðu þær með öllu. „Umferð- arreglur voru ekki virtar og það skapaði hættu fyrir alla sem ferðast um borgina,“ er haft eftir Ninnu Hedeager Olsen sem gegnir emb- ætti borgarstjóra á sviði tækni- og umhverfismála í Hufvudstadsbladet og jafnframt að fólk bæði notaði skúturnar undir áhrifum áfengis og gætti ekki að því að leggja þeim sómasamlega. Segir Olsen að plássið sem fór undir rafskúturnar nýtist betur fyrir bekki, útikaffihús og fleira í þeim dúr. Þó að þessi ákvörð- un hafi verið umdeild telur hún að rétt leið hafi verið farin. „Við fáum færri slys og öruggari borg,“ segir hún. Þegar kemur að umfjöllun um rafskútur í Reykjavík er vitnað til Grétars Þórs Ævarssonar, verk- efnastjóra á umhverfis- og skipu- lagssviði borgarinnar. Í samtali við Hufvudstadsbladet rekur hann að meirihluti borgarbúa sé ánægður með rafskúturnar. Þær séu meira notaðar af ungu fólki og séu gagn- legar því þær geti dregið úr þörf fyr- ir bíla. Samkvæmt Grétari snýr óánægja með skúturnar helst að hvernig þeim er lagt, að fleiri en einn sé á hverri skútu og hættu á slysum. Sem betur fer hafi ekki komið til alvarlegra slysa að hans sögn. Grétar segist telja að þótt sam- búð þeirra sem nota rafskútur á göngu- og hjólastígum gangi vel hafi verið til umræðu hvort herða eigi reglur um skúturnar. Hann getur þess hins vegar ekki til hvers strangari reglur myndu taka en klykkir út með að hann hafi ekki heyrt af því að lögregla hafi lent í vandræðum með rafskútur og borg- aryfirvöld hafi ekki þurft að kalla eftir strangari reglum. Víða stigið á bremsuna í rafskútuvæðingunni Morgunblaðið/Unnur Karen Umferð Reglur um rafskútur hafa víða verið hertar í löndunum í kringum okkur að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.