Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurður Ólafs- son fæddist 13. janúar 1926 á Varmá í Mosfells- sveit. Hann lést 4. ágúst 2021 á hjúkr- unarheimilinu Hraunvangi í Hafn- arfirði. Foreldrar hans voru Halldóra S Bjarnadóttir, f. 8. október 1905 á Rófu í Fremri Torfustaðahreppi V- Hún., d. 11. júlí 1996, og Ásgeir Egill Benedikt Hjartarson, f. 4. febrúar 1909 í Búðardal, d. 7. febrúar 1990. Kjörfaðir var Ólaf- ur Jónsson, f. 24.3. 1903 á Klafa- stöðum, d. 10. maí 1983. Sam- mæðra systkini Sigurðar eru: Sigrún Bjarney, f. 8. júní 1928, d. 1. september 2010, Guðmundur Jón Birgir, f. 26. júní 1931, d. 12. apríl 1972, Einar f. 27. desember 1935. Samfeðra bræður eru: Ás- geir, f. 4. febrúar 1933, d. 24. mars 1988, Rafn, f. 14. maí 1935, d. 23. júní 2009, Atli, f. 25. júní 1937, Jóhann Maríus Kjartan, f. 25. janúar 1949, d. 13. janúar 1993. Hinn 1. desember 1947 kvænt- ist Sigurður Guðbjörgu Þorleifs- dóttur, f. 1. desember 1924 í Nes- kaupstað. Foreldrar hennar voru Þorleifur Ásmundsson, f. 11. Gísli Jóhannsson, f. 18. september 1950. Börn Þóru eru Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn. 6) Ingvar Eggert, leikari, f. 22. nóv- ember 1963, maki Edda Arnljóts- dóttir, f. 22. nóvember 1964. Börn þeirra eru Áslákur, Snæfríður, Sigurður og Hringur. Sigurður gekk í Austurbæjar- skóla og Gagnfræðaskóla Reykja- víkur, Ingimarsskóla. Árið 1946 lauk hann loftskeytaprófi og síð- ar meistaraprófi í símvirkjun. Hann hóf störf hjá Landsímanum sem síðar varð Póst- og síma- málastofnun. Hann vann í loft- skeytastöðinni á Rjúpnahæð til síðari hluta 8. áratugarins. Sig- urður og Guðbjörg ráku barna- fataverslunina Glitbrá um árabil. Að lokinni vinnu á Rjúpnahæð tóku við afleysingar póst- og sím- stöðvarstjóra á nokkrum stöðum. Árið 1981 var hann ráðinn sem póst- og símstöðvarstjóri í Borg- arnesi og starfaði þar til ársloka 1995. Sigurður hafði þá starfað hjá Póst- og símamálastofnun í 50 ár. Í Borgarnesi var hann félagi í Rótarýklúbbi Borgarness og Oddfellowreglunni Akranesi og síðar Hafnarfirði. Útför Sigurðar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 10. ágúst 2021, klukkan 15. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/Qlygmz6jQNI Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ágúst 1889, d. 10. október 1956, og María Jóna Ara- dóttir, f. 4. maí 1895, d. 15. desem- ber 1973, frá Naustahvammi, Norðfirði. Sigurður og Guðbjörg eign- uðust sex börn. Þau eru: 1) Sigurborg, fv. flugfreyja, f. 29. janúar 1947, maki Ljótur Ingason, f. 27. júlí 1942. Þau eiga synina Sigurð Inga og Kristján og fimm barnabörn. 2) Svanhvít, fv. bókari, f. 8. sept- ember 1949, maki Ragnar Jör- undsson, f. 21. desember 1945. Börn þeirra eru María, Guðbjörg og Jörundur, barnabörn eru sex og barnabarnabörn sjö. 3) María, f. 25. september 1951, fv. starfs- maður Pósts og síma, sambýlis- maður Páll Sigurðsson, f. 12. október 1953. Synir Maríu eru Vilhjálmur Þór, Sigurður og Óli Már Ólasynir. Barnabörn eru níu og barnabarnabörn tvö. 4) Hall- dór Ólafur, f. 17. maí 1953, fv. forstjóri, maki Margrét H. Hjaltested, f. 4. nóvember 1955. Börn þeirra eru Davíð og Berg- lind og dóttir Halldórs er Stef- anía Ólöf. Barnabörn eru fjögur. 5) Þóra, f. 14. júlí 1954, fv. hóp- stjóri bókara, maki Sigurður Ég er eilíflega þakklátur fyrir alúð og umhyggju sem foreldrar mínir sýndu okkur systkinum. Pabbi hét því löngu áður en hann eignaðist nokkur börn að þeim skyldi hann verða góður faðir. Það er lán þegar einlæg góð- mennska foreldra gagnvart börn- um sínum flyst til næstu kynslóða. Það hefur sannast í fari allra 58 afkomenda pabba og mömmu. Pabbi var snillingur hugar og handa. Hann var einkar hagur í flestri iðn og reyndi að gera sem mest sjálfur þegar hann var ung- ur, s.s. bílaviðgerðir, hvers konar smíðar, m.a. húsgagnasmíði, að mála og lakka allt sem þurfti, flísa- og dúkleggja, annast raf- og pípulagningar og viðgerðir raf- tækja. Þá voru mamma og pabbi miklir unnendur garð- og skóg- ræktar alla tíð. Hann miðlaði lagni sinni til barna sinna af alúð, skammaði hvorki né gagnrýndi, heldur leiðbeindi, leyfði okkur að vera með í öllu, sýndi okkur traust og gaf okkur svo frelsi til að reyna sjálf hin ýmsu verk. Hann lagði rækt við hugann og bætti upp langskólagönguna, sem hann hafði óskað sér ungur, með sjálfsnámi og hvers konar nám- skeiðum í tungumálum, leiklist og ræðumennsku svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum, listum og hvers konar fræðslu. Keypti hann ógrynni af bókum sem hann ætl- aði jafnt sér og fjölskyldu sinni. Hann vakti áhuga okkar á ræktun hugans með sömu lagni og við handverkin. Ég stend í ævarandi þakkarskuld fyrir að vekja hjá mér þann áhuga og ekki síst fyrir að hafa skráð mig í nám, þegar ég var fjarri við störf í Lúxemborg 17 ára gamall, sem varðaði leið mína til náms og framtíðarstarfa. Það var dýrmætt að eiga sam- verustundir með honum síðustu dagana. Þá vildi hann gera upp líf- ið og tjá okkur hvað hann var þakklátur og sumt sem honum hafði sárnað í lífinu. Hann þakk- aði fyrir það sem honum var mik- ilvægast; góða eiginkonu og af- komendur þeirra beggja. Þá var hann einnig þakklátur öðrum sem reynst höfðu þeim vel. Hann fékk okkur til að hlæja mikið þegar hann fór með vísurnar og sagði brandara. Blessuð sé minningin um góð- an föður. Halldór. Hafðu þökk Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal bros, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Elsku tengdapabbi, takk fyrir samfylgdina. Sjáumst síðar í sum- arlandinu. Þín tengdadóttir, Margrét Hjaltested. Kær tengdafaðir minn er búinn að kveðja eftir langa og farsæla ævi, 95 ára. Við vorum búnir að þekkjast lengi. Ég flutti í Hólm- garðinn með minni fjölskyldu 1953 og hann með sína fjölskyldu sama ár og í sama hús. Ég var þá sjö ára svo þetta er ansi langur tími. Svo seinna kvæntist ég dótt- ur hans. Það er margs að minnast á þessum tíma. Mér er minnis- stæð ein af mörgum heimsóknum hans og Guðbjargar til okkar Svanhvítar á Laugarbakka í Mið- firði fyrir 40 árum. Sigurður var Húnvetningur í móðurætt sína og var hjá afa sínum og ömmu flest árin frá fæðingu til sjö ára aldurs. Þessi fyrstu ár hans voru mjög föst í minni og ótrúlegt hvað hann mundi. Í þessari heimsókn fórum við tveir ríðandi að Torfustaða- húsum þar sem amma hans og afi bjuggu. Þetta voru bara tóftir, heiðabýli sem löngu var farið í eyði. Við settumst þar niður og Sigurður fór að segja mér frá löngu liðnum mönnum og konum sem bjuggu á bæjum sem blöstu við okkur. Hann mundi nöfn margra þeirra og afdrif. Hann mundi fjármörkin hans afa síns og sagði mér sögur af sínum ævin- týrum, t.d. þegar hann fór að leita uppruna regnbogans. Ótrúlegt minni. Mér er þessi ferð sérstak- lega minnisstæð. Við Svanhvít fórum með þeim hjónum oft í ferðalög innanlands og oftast á bernskuslóðir Guðbjargar til Neskaupstaðar. Við fórum einnig mjög minnisstæða ferð til Spánar 2017. Það var margt brallað á löngum tíma og hægt að segja frá mörgu. Læt þetta nægja. Að lok- um vil ég þakka mínum kæra tengdaföður samfylgdina öll þessi ár. Ragnar Jörundsson. Það eru forréttindi að vera 55 og 53 ára og eiga afa. Þangað til núna. Mikið eigum við eftir að sakna hans. Hann og amma eru búin að vera fastur punktur í tilverunni alla okkar tíð. Þau eru eitt. Svo innilega samrýnd og fallegustu hjón sem við höfum þekkt. Afi var ekki maður margra orða en þegar hann talaði hlustaði maður. Hann kenndi okkur að fara vel með bækur, kynnti okkur bókmenntir, las fyrir okkur Pass- íusálm nr. 51 eftir Stein Steinarr, meðal annars. Við gleymum aldr- ei glettninni í augum hans þegar hann las ljóðið því þetta er jú glettið ljóð og afi hafði mikinn húmor. Afi var loftskeytamaður og vann mikið, oft á næturvöktum þannig að hann þurfti að sofa á daginn og amma reyndi að passa upp á að við trufluðum hann ekki. Það hefur örugglega oft verið erf- itt með þrjá grislinga sem létu í sér heyra, Ingvar móðurbróður okkar og okkur systurnar. Á Hólmgarði 49 var oft mikið líf og fjör, ungir sem gamlir, fjöl- skyldan og vinir. Á jólunum var oft þröng á þingi, allir saman inni í stofu sem ekki var ýkja stór mið- að við mælikvarða nútímans. Amma á fullu í eldhúsinu og afi, alltaf jafn rólegur, á spjalli inni í stofu. Stundum var hann á vökt- um yfir hátíðirnar og minnisstætt er þegar öll stórfjölskyldan safn- aðist saman fyrir framan loft- skeytastöðina á Rjúpnahæð á gamlárskvöld og þar skutum við upp flugeldum og nutum útsýn- isins og samverunnar. Margar góðar minningar tengjast samverustundum með afa í sælureitnum þeirra ömmu til 40 ára, kartöflugarðinum. Afi, ásamt ömmu, var að mæla, setja niður, stinga upp, hreinsa til, bera á og rækta upp tré og alltaf var amma búin að taka til alls konar góðgæti í nesti. Svo sátum við á teppi og nutum samveru við nátt- úru og hvert annað. Afi hafði ein- staklega góða og staðfasta nær- veru og það færðist alltaf ró og friður í sálina að vera í návist hans og ömmu. Við fluttum út á land þegar við vorum átta og tíu ára, fluttum á æskuslóðir afa sem hafði búið sem barn hjá ömmu sinni og afa á Torfustaðahúsum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Honum leið greinilega vel hjá þeim og talaði einstaklega vel um þann tíma þótt ekki hafi verið mikið um efnisleg gæði. Afi hafði skemmtilega sagnagáfu og lifnaði allur við þegar hann sagði frá. Þarna bjó hann í torfhúsi, kuldinn var oft mikill og fátækt en hjartahlýjan sem hann upplifði hjá ömmu sinni og afa bætti allt annað upp. Það er gott að eiga góðan afa og góða ömmu. Við þekkjum það. Afi var alltaf stoltur af sínu fólki og var ekkert feiminn að segja það. Hann og amma eiga 58 afkomendur og hann þreyttist ekki á að tala um hvað það væri mikil gæfa. Við vonum að hann hafi alltaf vitað hve stoltar við vorum af hon- um og hve óstjórnlega heppnar við höfum verið að fá að hafa afa í okkar lífi. Nú er amma eftir og helmingur hennar farinn, því þau voru svo sannarlega sem eitt. Elsku amma. María (Maja) og Guðbjörg (Gugga) Ragnarsdætur. Árið tvö þúsund, þegar afi var sjötíu og fjögurra, fékk amma hann til þess að lofa því að þau myndu lifa það að sjá mig og Hring bróður, yngstu barnabörn- in, fermast. Þegar svo kom að fermingaraldri Hrings ákvað sá stutti að fermast ekki. Hvort það var með ráðum gert til þess að afi og amma lifðu lengur veit ég ekki, en nú eru samt átta ár liðin frá ákvörðun Hrings, tuttugu og eitt ár frá loforði afa og níutíu og fimm ár frá fæðingu hans. Níutíu og fimm – það er enginn smáræðis aldur. Fjórföld ævi mín. Samt töluðum við saman eins og jafnaldrar. Var það vegna þess hve ungur í anda hann var eða vegna þess hve gömul sál ég er? Líklega hvort tveggja. Við nafn- arnir vorum góðir vinir og hringd- um ósjaldan hvor í annan – hann oftast til að biðja mig að fletta ein- hverju upp á netinu, fróðleik eða orðum í orðabók – og ég til að láta hann segja mér sögur. Afi var góður sögumaður og rosalega minnugur. Undir það síðasta, þegar sjónin var nær alveg farin og heyrnin mjög slæm, voru minnið, sögurnar og húmorinn enn óbrigðul. Síðasta sagan sem hann sagði mér var um afa hans og ömmu. Þetta var 1932, afi var sex ára og bjó hjá afa sínum og ömmu í Torfustaðahúsum í Lín- akradal. Einn daginn er hann sendur í pössun fram í Fitjárdal. Á bænum fær afi svo mikla heimþrá og vill komast aftur til afa og ömmu þannig að hann ákveður að strjúka. Hann ætlar að ganga alla leið til Torfustaða- húsa sem hafa líklega verið um tíu kílómetra leið í burtu. Hann er ekki búinn að ganga lengi þegar Sigurður Ólafsson ✝ Björn Jónasson fæddist á Ak- ureyri 20. maí 1946. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- teigi, Hrafnistu í Reykjavík 29. júlí 2021. Foreldrar Björns voru Ingunn Anna Hermannsdóttir húsmóðir, f. á Skútustöðum í Mý- vatnssveit 20. ágúst 1921, d. 4. janúar 2010, og Jónas Pálsson, fv. rektor KHÍ, f. í Rípurhreppi í Skagafirði 26. nóvember 1922, d. 23. ágúst 2014. Þau slitu sam- vistir árið 1982. Blóðfaðir Björns var Sigurður Pálsson, f. í Kolagröf í Skagafirði 1. sept- ember 1922, d. 19. janúar 2017. Systkini Björns eru: 1) Her- mann Páll Jónasson, f. 18.11. 1951, búsettur í Reykjavík; 2) Finnbogi Jónasson, f. 20.1. 1953, Sofia Sóley, f. 17. desember 2002, Elías Andri, f. 1. september 2005, og Ómar Páll, f. 14. september 2009. 2) Bryndís, f. 17. febrúar 1978, forstöðumaður. Maki Eirík- ur Fannar Torfason, f. 12. mars 1980, tölvunarfræðingur. Börn þeirra eru Hekla, f. 4. ágúst 2013, og Flóki, f. 8. janúar 2017. Björn ólst upp á Kársnesi í Kópavogi stærstan hluta sinna barnæskuára og stundaði nám við Kópavogsskóla og Kárs- nesskóla. Að því loknu lauk Björn námi í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík en starfaði stutt í því fagi. Á fullorðinsárum bjó Björn ýmist í Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Mestan hluta starfs- ævi sinnar starfaði hann sem verslunarmaður, lengi vel í JL- húsinu, því næst BB byggingar- vörum og fagnaði svo 20 ára starfsafmæli í Byko um svipað leyti og hann hætti þar sökum aldurs og veikinda í janúar 2020. Útför Björns fer fram frá Lindakirkju í dag, 10. ágúst 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. d. 6.1. 2011, var bú- settur í Reykjavík; 3) Gunnar Börkur Jón- asson, f. 17.10. 1955, kennari við Háteigs- skóla, búsettur í Hafnarfirði, maki Ingibjörg Dóra Han- sen innanhúss- arkitekt; 4) Kristín Jónasdóttir, f. 7.2. 1958, félagsfræð- ingur og skrifstofu- stjóri við nemendaskrá Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík. Hinn 30. mars 1972 giftist Björn Hrafnhildi Guðrúnu Önnu Sigurðardóttur mennta- skólakennara, f. 26. september 1943, d. 11. ágúst 2006. Björn og Guðrún skildu árið 1983. Börn þeirra eru: 1) Jónas Páll, f. 18. ágúst 1972, framkvæmdastjóri. Maki Soumia Islami Georgsdótt- ir, f. 22. desember 1975, fram- kvæmdastjóri. Börn þeirra eru: Nú er elsku faðir minn, Björn Jónasson, búinn að kveðja okk- ur eftir erfið veikindi. Móðir mín, Guðrún Sigurðardóttir, kvaddi okkur fyrir nákvæmlega 15 árum og mig langar því til að minnast þeirra beggja hér. Pabbi og mamma voru um- hyggjusamir foreldrar og lifðu mikið fyrir börnin sín, mig og yngri systur mína Bryndísi og síðar barnabörnin. Æskan í Garðabænum var góð. Pabbi var duglegur að spila ýmsa leiki við okkur systkinin, meðal annars skák, krikket og badminton. Þórsmörk var í uppáhaldi hjá pabba. Pabbi tók alltaf með badmintonspaða í ferðalög og þar kveikti hann áhuga minn á spaðaíþróttum og óhætt að segja að það hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Móðir mín og faðir voru ólík. Pabbi hugsaði um smáatriðin og skipulag en mamma var meiri sveimhugi, metnaðarfullur kennari og bjó yfir yfirburða- þekkingu á enskri tungu. Þau áttu það sameiginlegt að þau voru bæði fölskvalaus, hlý og heiðarleg. Bæði höfðu þau áhuga á tónlist og höfðu gaman af því að sækja tónleika. Þau höfðu mikinn metnað fyrir hönd barna sinna og voru mjög áfram um að við systkinin myndum ganga menntaveginn. Mamma og pabbi skildu þegar ég var tólf ára. Sambandið á milli þeirra var þó oftast gott og voru þau samstíga sem foreldrar. Mamma og pabbi voru sterk- ar persónur hvort á sinn hátt. Mamma var mjög vönd að virð- ingu sinni, fastheldin, kurteis og hæglát. Undir niðri bjó hún samt yfir miklum metnaði, bæði faglega og fyrir hönd barnanna sinna og var stórhuga og keppn- ismaður í eðli sínu. Pabbi var mjög hreinskilinn eins og mamma en óð meira áfram og sagði það sem hann var að hugsa og var ákveðinn. Pabbi var líka metnaðargjarn um að sinna vinnu sinni vel og ef eitthvað var ekki til inni í búð- inni sem viðskiptavininn vantaði þá fannst honum það ómögulegt. Hann var því vanur að fara í símann og panta vöruna hjá heildsala og fá hana samdægurs, ekki mátti klikka á að þjónusta viðskiptavininn. Pabbi passaði barnabörnin sín oft og var fastagestur á heim- ilinu. Hann sótti sérstaklega í að aðstoða Elías Andra sem er fjöl- fatlaður og mikill sjarmör og þeir fögnuðu alltaf hvor öðrum þegar þeir hittust. Pabbi heimsótti mig líka reglulega í vinnuna í Tenn- ishöllina og lá ekki á skoðunum sínum yfir því sem þurfti að gera þar en hjálpaði líka oft til. Mér er minnisstætt að hann horfði mikið á mig keppa á tennismótum þeg- ar ég var unglingur og einnig jafnvel þegar ég var fullorðinn og þótti mér þá stundum nóg um. Það kom til dæmis fyrir að ég fékk á mig bolta sem var al- gjörlega vonlaust að ná og þá átti pabbi það til að kalla til mín: „Af hverju hleypur þú ekki á eft- ir boltanum strákur?“ Við pabbi náðum árið 2006 að verða saman Íslandsmeistarar í tennis í tví- liðaleik öðlinga 30 ára og eldri og pabbi var mjög hreykinn af þess- um árangri með syni sínum. Ég er þakklátur fyrir um- hyggjusama foreldra. Ég vildi að þau hefðu fengið að lifa leng- ur en ég veit að þau voru bæði stolt af börnum sínum og barna- börnum og það var það sem skipti þau mestu máli. Takk fyrir allt elsku pabbi og mamma. Jónas Páll Björnsson. Ástkæri tengdapabbi, minn- ingarnar streyma yfir okkur fjölskylduna nú þegar þú hefur kvatt jarðvistina. Þú umvafðir okkur mikilli ást og snertir okk- ur djúpt. Þú varst ávallt boðinn og búinn að hjálpa okkur hvar og hvenær sem er. Ég minnist lambahryggjarins sem þú eld- aðir af alúð fyrir okkur fjöl- skylduna og hversu yndislegt var að koma til þín í bröns þar sem þú settir á borð allt það ein- faldasta en samt það besta. Þú varst nægjusamur maður og það þurfti lítið til að gleðja þig. Það ríkti alltaf mikill friður heima hjá þér og okkur fjöl- Björn Jónasson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.