Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 22

Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn föstudaginn 20. ágúst 2021 kl. 13.00 á skrifstofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. thorverk.is Félagsstarf eldri borgara Vantar þig fagmann? FINNA.is Færir þér fréttirnar mbl.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Nú þegar engir sendibílar eru fáanlegir í heiminum eigum við þennan til á lager ! Nýr 2021 Ford Transit L2H2. Til afhendingar strax ! Verð: 4.700.000,- án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Boðaþing Stefán Helgi skemmtir miðvikudaginn 11. ágúst kl. 12.15. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bónus-rútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum Gjábakki Stefán Helgi skemmtir í dag, þriðjudaginn 10. ágúst, kl. 12.15. Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla þriðjudaga milli kl. 13 og 15 í sumar. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30.Tækni- aðstoð kl. 10.30-11.30. Gönguferð kl. 13.30. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hópþjálfun með hreyfiteyminu okkar kl. 10.30. Eftir hádegi verður búðarferð í verslun kl. 13 og svo endum við daginn á slakandi núvitund í hand- verkstofunni okkar kl. 15. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15 og 18.30, Kaffispjall í króknum frá kl. 9, pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10.30. ✝ Philippe Ricart fæddist í Al- geirsborg í Alsír 24. desember 1952. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. júlí 2021. Foreldrar hans voru Jeanne Andrée Sèva, f. 30.5. 1927, d. 23.10. 1984, og Jean Paul Ricart, f. 29.9. 1929, d. 21.10. 2019. Bræður Philippe eru Jean- Jacques Ricart, f. 1953, og Rol- and Ricart, f. 1959. Hinn 8.8. 1980 kvæntist Phil- ippe Jóhönnu Hálfdánsdóttur, f. 15.7. 1951. Foreldrar hennar voru Petr- ína Halldóra Jónsdóttir, f. 25.9. 1918, d. 1.4. 2008, og Hálfdán Einarsson, f. 25.2. 1917, d. 11.3. 2013. Dóttir Philippe og Jó- hönnu er Martha Ricart, f. 11.12. 1980, gift Andra Júlíussyni, f. 1.7. 1979. Börn þeirra eru: Finn- ur, f. 14.7. 2002, Alda, f. 11.4. 2005, og Elmar, f. 10.10. 2008. Philippe flutti ungur til Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og sinnti einnig afleys- ingakennslu við skólann. Frá 1995 starfaði hann að mestu sem handverks- og lista- maður á handverksstofu sinni. Jafnframt kenndi hann á ýmsum námskeiðum hjá Heimilisiðn- aðarfélagi Íslands. Hann hélt margar sýningar, bæði einka- og samsýningar, og fékk ýmsar viðurkenningar fyr- ir verk sín. Hann tók margsinnis þátt í sýningum hjá Handverki og hönnun og hlaut m.a. Skúla- verðlaunin árið 2015. Einnig var hann bæjarlistamaður Akraness 1996-1997. Auk vefnaðar og listsköpunar voru áhugamál hans fjölmörg, m.a. matreiðsla, lestur, fuglar og skógrækt og var hann mikill náttúruunnandi. Áhugamál Philippe endur- speglast vel í félagsstörfum hans, en hann var félagi í Ull- arselinu á Hvanneyri, Heimilis- iðnaðarfélagi Íslands og Skóg- ræktarfélagi Akraness. Auk þess tók hann um árabil þátt í árlegri fuglatalningu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Útför Philippe fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. ágúst 2021, klukkan 15. heimalands síns, Frakklands, og átti þar heima til ársins 1979 en flutti þá til Íslands. Fyrst bjó hann á Ísafirði og í Bolungarvík en á Akranesi frá 1988, lengst af í Háholti 11. Philippe var bú- fræðingur að mennt. Eftir að hann kom til Íslands lærði hann vefnað hjá Guðrúnu Vigfús- dóttur á Ísafirði, tóvinnu og jurtalitun hjá Heimilisiðn- aðarfélagi Íslands og sótti fjöl- mörg handverksnámskeið. Philippe gegndi ýmsum störf- um um ævina, byrjaði í bygging- arvöruverslun hjá föður sínum og bróður, vann í frystihúsum á Vestfjörðum og á vefstofu Guð- rúnar Vigfúsdóttur á Ísafirði. Einnig vann hann um tíma við sumarstörf hjá Bolungarvík- urkaupstað, m.a. við hleðslu ver- búðarinnar í Ósvör. Árin 1988-1995 starfaði hann sem vistarstjóri á heimavist Þá er komið að kveðjustund, stund sem kom allt of snemma. Allt frá þeim degi sem við hitt- umst fyrst tókst með okkur mik- ill vinskapur sem aldrei bar skugga á. Þið Jóhanna tókuð mér opnum örmum þegar Martha frumsýndi mig á Háholt- inu vorið 2000 og þeir armar voru ávallt útréttir eftir það. Okkar áhugasvið og tengingar lágu víða. Áhugi á náttúru, sögu, vísindum, dýralífi og ekki síst matargerð og því að njóta góðrar máltíðar var leiðarstef í okkar sambandi frá upphafi til enda. Mér eru minnisstæðar allar stundirnar sem við áttum saman í upphafi, t.d. þegar við fórum saman í árlega fuglatalningu, sem þú hafðir stundað árum saman og leyfðir mér að deila með þér, mér til mikillar ánægju. Svo tóku að tínast til börnin okk- ar Mörthu, sem þú sinntir af alúð og umhyggju alla tíð og þau nutu þau öll svo mjög samverustund- anna með þér. Í þeim býr hluti af þér til framtíðar, bæði erfður og lærður, sem þau munu búa að alla tíð. Samverustundirnar á Háholt- inu hafa verið fjölmargar í gegn- um tíðina og við nutum þeirra öll, ekki síst börnin sem áttu í þér afa sem var alltaf tilbúinn í eitt- hvert bras. Sundferðirnar, ganga á Langasandi, bíltúr í skógrækt- ina eða sveppatínsla, alltaf var afi til í tuskið. Þau lærðu svo ótal margt af samvistum við þig, hvert á sinn hátt, og þú kveiktir í þeim öllum áhuga á handverki hvers konar. Sumarferðir til ykkar í Bolungarvík, þitt annað heimili, voru einnig yndislegar stundir og það var svo augljóst hvað þú naust þín vel þar. Þá eru ótaldar allar stundirnar sem við áttum saman á heimili okkar Mörthu á Íslandi, Brussel og Genf. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að fá ykkur ömmu í heim- sókn þegar við bjuggum ytra. Þá áttum við lengri stundir saman, fórum til að mynda í skemmtileg ferðalög, löng og stutt þar sem fjölmargar minningar urðu til sem lifa með okkur. Eftir að við fluttum aftur til Íslands fjölgaði samverustund- unum og við erum þakklát fyrir að hafa verið hér í vetur með þér. Þá urðu Akranesheimsóknir eins og áður, með útiveru, frábærum mat og skemmtilegu spjalli fram á rauðanótt. Skömmu áður en þú kvaddir töluðum við um framtíðina og hvað þú vildir að við borðuðum saman þegar þú værir orðinn hress. Þá pantaðirðu hjá mér cote a‘los, tveggja tommu þykkt, sem ég skyldi elda á franska vísu. Sú pöntun verður fram- reidd að þínum hætti með því fólki sem við eigum saman – þér til heiðurs! Takk fyrir allt elsku afi! Þinn vinur, Andri. Góður maður sagði að það að gera hlutina vel væri menning. Það sem Philippe Ricart tók sér fyrir hendur gerði hann vel: pip- arkökuhús, spjaldofið band fyrir lyklakippu, teppi, skartgripur, púði, fugl, púsluspilið með kind- unum. Allt ber þetta handbragði hans og listfengi fagurt vitni. Allt lék í höndum á honum, jafnt ull sem ýsubein. Hann var í senn vandvirkur og hugmyndaríkur. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast heiðursmann- inum Philippe og því sem hann lætur eftir sig, veitti okkur af ör- læti sínu. Hann kvaddi allt of snemma, hann sem hefði átt að fá að ganga lífsgönguna áfram með Jóhönnu, hann sem hefði átt að fá að fylgjast með lífi afa- barnanna, hann sem átti svo margt ógert. Jóhönnu, Mörthu, Andra og börnunum votta ég einlega sam- úð mína. Þau hafa misst svo mik- ið. Margrét Jónsdóttir. Kær vinur okkar hjóna er fall- inn frá alltof, alltof snemma. Hann Philippe Ricart var ein- stakur vinur, hlýr, yfirvegaður og kíminn. Hann var listamaður á fjölmargan hátt, vann til margra verðlauna á sviði hand- verks og myndlistar og aldrei höfum við hitt neinn erlendan mann sem var eins vel að sér um íslenska náttúru og íslenskt handverk. Philippe fluttist frá Frakklandi til Íslands með Jó- hönnu árið 1979 en hún hafði verið við nám þar. Hann var ekki fyrr lentur en hann var farinn að tala íslensku og kynna sér allt um land og þjóð. Alltaf var gott að hitta hann og Jóhönnu, á Ísafirði, á Hóli í Bolungarvík, í Háholtinu á Akra- nesi eða enn fyrr í heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem hann var vist- arstjóri og hún kennari. Eitt sinn heimsóttum við þau alla leið til Besançon í Frakklandi og fórum þá snögga ferð með þeim til Suð- ur-Frakklands á heimaslóðir Philippes. Það var ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga eða gestgjafa en hann Philippe. Ekki skemmdi það fyrir að hann eld- aði heimsins besta mat. Við eigum margar góðar minningar um Philippe og mun- um geyma þær vel. Elsku Jóhanna, Martha, Andri, Finnur, Alda og Elmar, hjartans samúðarkveðjur til ykk- ar. Erla Kristín og Birgir. Philippe var einstaklega ljúfur og góður maður, rólegur og yf- irvegaður. Það er mikil eftirsjá að honum. Ég kynntist Jóhönnu á nám- skeiði fyrir frönskukennara í Montpellier fyrir þrjátíu árum. Eftir námskeiðið kom Philippe með Mörthu að sækja Jóhönnu sína og var það í fyrsta sinn sem ég hitti Philippe. Eftir það hef ég heimsótt þau margoft bæði í Bol- ungarvík og á Akranes og alltaf jafn notalegt að koma til þeirra. Sumarið 1994 buðu Jóhanna og Philippe mér með í gönguferð á Hornströndum sem nokkrir kennarar á Akranesi skipulögðu. Sú ferð er ógleymanleg og minn- ist ég hennar oft. Ég hafði aldrei áður farið í svona alvörugöngu og ekki veit ég hvernig hefði far- ið hefði Philippe ekki verið með til að bera tjaldið og sjá um mat- inn fyrir okkur Jóhönnu. Þegar ég kom örmagna á náttstað eftir langa göngu var Philippe yfir- leitt búinn að setja upp tjaldið og byrjaður að finna til mat. Fyrir og eftir ferðina dvaldi ég hjá þeim í Bolungarvík og á ég margar ljúfar minningar frá þessu frábæra sumri svo og öðr- um samverustundum. Philippe var mikill listamaður og gaman að fá að fylgjast með honum vinna. Alltaf þegar ég kom til þeirra fékk ég að kíkja á vinnustofuna og sjá hverju hann var að vinna að og hvaða nýjar hugmyndir hann var að þróa. Fyrir stuttu keypti ég sérlega fallegt spjaldofið bókamerki eftir Philippe, en fyrir átti ég nokkur sem þau Jóhanna hafa fært mér, einnig lyklakippur og útskorna fugla úr ýsubeini. Þessa gripi mun ég varðveita og þeir minna mig á þennan ljúfa listamann og góðan vin. Ingunn Garðarsdóttir. Kær vinur, Philippe Ricart, er nú genginn til hinstu hvílu allt of snemma. Ég var svo heppin að kynnast þeim dásamlegu hjónum, Phil- ippe og Jóhönnu, fljótlega eftir að ég flutti á Skagann fyrir um 27 árum. Okkur varð fljótlega vel til vina og höfum átt margar skemmtilegar stundir saman. Ásamt stórkostlegum matar- veislum og spilakvöldum eyddum við góðum tíma í að spjalla og horfa á íþróttir en Philippe fylgdist mjög vel með íþróttum, sérstaklega fótbolta og hand- bolta. Philippe var fæddur og uppal- inn í Frakklandi en samdi sig af- ar vel að íslenskum aðstæðum og siðum. Hann var mjög vel lesinn í íslenskum bókmenntum og not- aði íslenskar afurðir, ull og jurt- ir, í listsköpun sinni. Philippe var alger listakokkur, bakaði besta brauð í heimi og gat gert veislu- mat úr nánast hvaða hráefni sem er. Philippe var náttúrlega fræg- ur fyrir listsköpun sína, ullar- vinnuna aðallega, en hann gat líka búið til listaverk úr ýmsu öðru eins og vinir hans á Facebo- ok fengu að njóta þegar hann bjó til skemmtilegar fígúrur úr steinum og þangi í daglegum gönguferðum. Ég á eftir að sakna samveru- stundanna á Háholtinu kæri Philippe en er þakklát fyrir minningarnar. Elsku Jóhanna, Marta, Andri, Finnur, Alda og Elmar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk. Minningin lifir. Helena Valtýsdóttir. Philippe Ricart Við erum hér á fæðingarstað okkar Magnúsar, frænda og vinar, Djúpavík, og ritum til hans nokk- ur orð. Minningarnar streyma fram og við reynum að grípa þær. Við fórum Ameríkuferð með foreldrum mínum og foreldrum hans 1994. Þar var rætt hver myndi taka að sér að endurbyggja hús foreldra hans á Djúpavík. Tveir bræður, annar með sum- arbústað, hinn með húsbíl. Það varð úr að Magnús tók við keflinu, þau Jóhanna létu bústaðinn og einhentu sér í að gera upp húsið á Djúpavík. Þetta gerðu þau af miklum myndarbrag og undu hag sínum vel. Magnús var farkennari fyrir norðan þegar ég var barn. Ég var Magnús Guðmundsson ✝ Magnús Guð- mundsson fæddist 5. október 1945. Hann lést 26. júlí 2021 Útförin fór fram 9. ágúst 2021. Hluta greinar vant- aði og er hún því endurbirt hér. ekki talin nógu göm- ul til að stunda bók- námið en ég fór oft með honum og pabba að vitja um rauðmaganetin, svo var „skvaklað“ eins og þeir kölluðu að borða rauðmagann soðinn með hvelju. Það hefur verið gaman að endurnýja kynni við Magnús og fjölskyldu hér í víkinni góðu. Við Magnús rifjuðum m.a. upp gamla takta, fórum á sjó hér í firðinum og minningin vermir. Magnús stundaði stjóstangveiðar um ára- bil og var lunkinn við það. Magnús var mikill fjölskyldu- maður, traustur, hlýr og glettinn. Hann var sífellt að dytta að, var ekki maður margra orða en lét verkin tala. Gott dæmi um fallega vináttu frændanna Magnúsar og pabba er að pabbi bað hann að koma með sér að velja kistuna sem pabbi hvílir nú í. Við þökkum samfylgdina og söknum vinar í stað. Vilborg Zoëga Traustadóttir og Geir Þórarinn Zoëga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.