Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 10.08.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Við þekkjumst öll úr ólíkum áttum. Við Símon og Romain vorum saman í Listaháskólanum og við Jara erum búnar að syngja saman í Grad- ualekórnum og Graduale Nobili í Langholts- kirkju og í Söngskólanum í Reykjavík. Okkur langaði að gera eitthvað saman,“ segir Harpa Ósk Björnsdóttir sópran um tilkomu tónleika- ferðar þeirra Jöru Hilmarsdóttur mezzósópr- ans, Romains Þórs Denuits píanóleikara og Símonar Karls Sigurðarsonar Melsteð klarín- ettuleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Þá mun ég gleðjast og gráta og þar flytja þau verk eftir Robert Schumann og Franz Schubert. Tvennir tónleikar fóru fram fyrr í vikunni, þeir fyrri í Hóladómkirkju á Hólum í Hjaltadal og aðrir í Stykkishólmskirkju. Í kvöld, þriðjudagskvöld 10. ágúst, kl. 20, fara síðan fram tónleikar í Reykholtskirkju í Borgarfirði og loka- tónleikarnir verða í Kaldalóni í Hörpu annað kvöld, miðvikudaginn 11. ágúst, einnig kl. 20. Harpa og Jara stunda báðar framhaldsnám í klassískum söng í Þýskalandi, Harpa í Hoch- schule für Musik und Theater „Felix Mendels- sohn“ í Leipzig en Jara við Hochschule für Musik und Tanz í Köln. Símon stundar nám við Listaháskóla Íslands en var í skiptinámi í Robert Schumann Hochschule í Düsseldorf síðasta vetur. „Svo okkur langaði að gera eitt- hvað þýskt,“ útskýrir Harpa. Þau fengu síðan Romain til liðs við sig en hann lauk bakka- lárgráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands vorið 2020 og hefur meistaranám á Ítalíu í haust. Skiptast á skin og skúrir Á efnisskránni eru valdir dúettar úr Span- isches Liederspiel op. 71, Fantasiestücke op. 73 fyrir klarínettu og píanó og valin ljóð úr Frauenliebe und Leben op. 42 eftir Schumann auk Der Hirt auf dem Felsen D. 965 eftir Schu- bert. „Titill tónleikanna er þýðing á tilvitnun í eitt ljóðið í Frauenliebe und Leben. Jöru datt þetta í hug,“ segir Harpa og hóar í stöllu sína sem skýrir hugmyndina á bak við heitið. „Okkur fannst það lýsa svolítið háfleygninni og hversu fljótt skiptast á skin og skúrir í svona ljóða- söng. Eina stundina er manneskjan hágrátandi og þá næstu er hún í sæluvímu,“ segir Jara. „Það er svolítið stefið í þessum ljóðaflokki, það gerist rosalega hratt að hún fari úr heitri ást í mikla sorg og reiði,“ segir Harpa og Jara bætir við: „Bara eins og lífið, stormasamt.“ Eins og áður sagði voru söngkonurnar Harpa og Jara og klarínettuleikarinn Símon öll við nám í Þýskalandi síðastliðinn vetur þar sem hugmyndin kviknaði að samstarfi. Með tónleikunum kanna tónlistarmennirnir tengsl söngraddar og klarínettu. „Við settum saman þetta prógramm þannig að það væri hægt að hafa saman klarínettu og söngrödd og mótuðum þessa hugmynd í kringum það og fengum svo hann Romain til að spila með okk- ur. Við leituðum mjög lengi að verkum þar sem klarínettan hljómar með söng. Það fyrsta sem kemur upp er Der Hirt auf dem Felsen sem er frægasta söng- og klarínettuverkið svo það lá rosalega beint við,“ segir Harpa. Klarínettan hermir eftir söngröddinni „Fyrst syngjum við saman þrjá dúetta og svo kemur klarínettan með sólópart,“ segir Jara og útskýrir að þegar maður hlusti á þetta svona í röð verði klarínettan lík söngrödd. „Ef maður lokar augunum þá er þetta svolítið eins og söngrödd.“ Síðan syngur Jara ljóðaflokk og í lokaverk- inu koma hljóðfærin þrjú saman, klarínetta, pí- anó og söngrödd Hörpu. „Þar er klarínettan eins og bergmál af söngröddinni. Við gerum mikið af því að láta blæbrigðin hljóma svipað. Klarínettan hermir eftir söngröddinni sem er svolítið skemmtilegt,“ skýrir Harpa. Tónlistarmennirnir eru ánægðir að fá tæki- færi til þess að stíga á svið hérlendis. „Það skiptir okkur mestu máli að vera loksins að flytja tónlist á Íslandi. Það er örugglega þema hjá mörgum núna. Þetta eru fyrstu tónleikarn- ir okkar á Íslandi eftir að við fórum út í nám. Það hefur verið lítið í gangi út af Covid og öllu verið frestað eða aflýst. Það er rosalega gaman að geta unnið svona prógramm. Það eru líka margir sem hafa ekki heyrt í okkur í tvö ár,“ segir Harpa. „Það er gaman að koma heim og geta sungið fyrir vini og fjölskyldu og bara fólk á Íslandi,“ segir Jara þá og Harpa bætir við: „Sýna hvað við erum orðnar góðar í þýsku,“ og þær hlæja. Tónleikarnir á Hólum eru styrktir af Hóla- dómkirkju og Guðbrandsstofnun og eru hluti af Sumartónleikaröð Hóladómkirkju. Fjór- menningarnir dvöldu þar í viku við æfingar fyrir tónleikana. Tónleikarnir í Hörpu eru styrktir af Styrktarsjóði um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og þeir á Vesturlandi eru styrktir af sóknaráætlun Vesturlands. Tónlistarfólk Romain Þór, Símon Karl, Harpa Ósk og Jara á Hólum í Hjaltadal þar sem fyrstu tónleikar ferðarinnar fóru fram. Þau leiða saman söngröddina, klarínettu og píanó. Klarínettan bergmál söngraddar - Tónleikaferðin Þá mun ég gleðjast og gráta endar í Kaldalóni Hörpu - Fjórmenningar kanna tengsl klarínettu og söngraddar í Schubert og Schumann - Gleðjast yfir því að syngja á Íslandi Þór bærin g Alla v irka d aga fr á 10-1 4 Dennis „Dee Tee“ Thomas, einn stofnenda sálarfönksveitarinnar Kool & the Gang, er látinn, sjötugur að aldri. Hljómsveitin átti allnokkra smelli á sínum tíma og má þar helstan nefna „Get Down On It“. Thomas lést í svefni um nýliðna helgi á heimili sínu í New Jersey. Hann lék á saxó- fón í hljómsveitinni og var enn frem- ur forsprakki hennar. Síðustu tón- leikar sveitarinnar fóru fram 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, í Hollywood Bowl í Los Angeles. Thomas var ekki aðeins þekktur fyrir tónlistarsköpun heldur einnig tilkomumikinn klæðaburð og sá hann auk þess um fataval hljómsveit- arinnar og var stílisti hennar. Mun hann einnig hafa séð um fjármál sveitarinnar og segir sagan að hann hafi gengið með ágóðann af tón- leikum í bréfpoka. Hann stofnaði hljómveit með fé- lögum sínum árið 1964 sem hét í fyrstu The Jazziacs og síðar Kool & the Gang. Hljómsveitin hefur hlotið tvenn Grammy-verðlaun og sjö verð- laun Bandarísku tónlistarverð- launanna, American Music Awards. Árið 2014 hlaut sveitin verðlaun Soul Train fyrir framlag sitt til sálar- tónlistar. Hafa lög hennar verið notuð í fjölda kvikmynda og þá m.a. Rocky, Saturday Night Fever og Pulp Fict- ion, eins og bent er á í frétt The Guardian. AFP Svalir Dennis Thomas lengst til hægri með Kool and the Gang árið 2018. Dennis Thomas úr Kool & the Gang allur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.