Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Móða valdi áhrifum við lægri styrk - Þarf minna til svo viðkvæmir finni fyrir gosmóðu en gasmengun - Mælingar uppfærðar reglulega Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Gosmóða fer að verða landsmönnum ansi kunn en hún hefur legið yfir bæði Suður- og Vesturlandi undan- farna daga. Að sögn Þorsteins Jó- hannssonar, sérfræðings hjá Um- hverfisstofnun, hefur hins vegar ekki mælst mikil gasmengun en gas- mengun, ólíkt gosmóðu, er að mestu ósýnileg og því auðveldara að passa sig á gosmóðunni. Hins vegar segir Þorsteinn að gosmóðan valdi áhrifum við lægri styrk en gasmengunin. Þá finni fólk sem er miðlungsviðkvæmt ekki fyrir gasmengun fyrr en SO2 mælist nokkur hundruð míkrógrömm í rúm- metra. Gosmóðan, sem mælist sem fínt svifryk eða PM2,5 þarf aftur á móti ekki að fara langt yfir 20 mík- rógrömm í rúmmetra svo viðkvæmir finni fyrir gosmóðunni. „En svo get- ur kannski verið örlítið erfitt að þekkja í sundur venjulega, heiðar- legu þoku frá þessari gosmóðu,“ seg- ir Þorsteinn en bendir á að gosmóð- an sé yfirleitt aðeins blágrárri eða stálgrá og sjá megi skil á þokunni ólíkt gosmóðunni sem liggur yfirleitt yfir öllu. Mælingar uppfærðar á 10–60 mínútna fresti Þá geti gosmóðan, sem er tveggja til þriggja daga gamall gosmökkur, einnig virkað líkt og þéttir kjarnar í andrúmsloftinu og þannig verið þokuhvetjandi. Mælingar á loftgæðum eru upp- færðar reglulega, eða á 10 mínútna til klukkustundar fresti, en það er misjafnt eftir mælistöðvum. Áður en gosið hófst voru mælingar alltaf upp- færðar á klukkustundar fresti en að sögn Þorsteins var því breytt eftir að gosið byrjaði og þannig eru til dæm- is allar mælingar á Suðurnesjum nú uppfærðar á 10 mínútna fresti. Þær stöðvar sem uppfærast á klukkutíma fresti, uppfærast korter yfir heila tímann og segja þá til um meðaltal loftgæða á heila tímanum á undan. Upplýsingarnar eru því aldr- ei eldri en 75 mínútna gamlar. Fylgjast má með loftgæðum á loft- gaedi.is en þar eru einnig tenglar á gosdreifingarspár hjá Veðurstofunni og Belgingi. Morgunblaðið/Baldur Eldgos Gosmökkur var áberandi í Geldingadölum aðfaranótt sunnudags en gosmóða er 2-3 daga gamall gosmökkur og varð vart um helgina. Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Víkingur Heiðar Ólafsson varð nú á laugardag fyrsti íslenski einleik- arinn til þess að koma fram á tónlist- arhátíðinni Proms sem haldin er af BBC. Víkingur lék þá tvö píanó- konsertverk eftir Bach og Mozart. Tónleikarnir fóru fram í Royal Al- bert Hall í London. „Þetta gekk allt bara ótrúlega vel, algjört draumakvöld í rauninni,“ segir Víkingur í samtali við blaða- mann. Öllum takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í Bretlandi fyrir tæpum mánuði og voru því áhorfendur í salnum. „Það voru þarna eflaust milli fimm og sex þús- und manns á tónleikunum og það er náttúrlega ótrúlegt að fá að upplifa aftur að spila fyrir áhorfendur, eig- inlega bara óraunverulegt.“ Proms-hátíðin er ein stærsta og virtasta tónlistarhátíð heims þar sem áherslan er lögð á klassíska tón- list. Hátíðin er þó í raun tónleikaröð en hún spannar nú í ár sex vikur. Þá hefur hún verið haldin árlega frá árinu 1895 og hefur markmið hátíð- arinnar ávallt verið að reyna að ná til eins fjölbreytts áheyrendahóps og hægt er. Víkingur var gífurlega ánægður með kvöldið og segir hann allt hafa verið eins og best verður á kosið. „Ég fékk að gera þetta með draumahljómsveit með frábærum stjórnanda. Ég fékk að gera þetta mikið á mínum forsendum sem er frábært. Breska pressan var búin að fjalla mikið um tónleikana í vikunni og því búið að skapa mikla stemm- ingu og pressu, þannig að það var mikið undir að vel gengi.“ „Algjört draumakvöld“ - Víkingur fyrsti íslenski einleikarinn á Proms-hátíðinni - Þótti óraunverulegt að spila aftur fyrir áhorfendur Morgunblaðið/Einar Falur Einleikari Víkingur Heiðar spilaði á Proms-hátíðinni nú um helgina. Góða veðrið má nýta til ýmissa kúnsta en þessir ævintýrahugar nýttu sólina í Vestmannaeyjum nú á dögunum til þess að stökkva ofan í sjóinn í höfninni í Eyjum. Vissulega er ekki allra að demba sér af fullum krafti ofan í kaldan sjóinn, en svo virðist sem þau séu öllum hnútum kunn- ug. Að minnsta kosti ef marka má búnaðinn, en öll eru þau klædd í blautbúninga sem ætla má að geri kaldan sjóinn bærilegri við lendingu. Stokkið í sjóinn í höfninni í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Eggert Mann rak út á sjó milli Reykjanes- vita og Sandvíkur laust fyrir klukk- an tíu í gærmorgun. Þyrla Land- helgisgæslunnar var þá ræst út. Eftir stutta leit kom áhöfn þyrl- unnar auga á hann og kom hún manninum til bjargar. Maðurinn var hífður um borð og honum kom- ið undir læknishendur á Landspít- alanum í Fossvogi. Maðurinn er sagður hafa verið einn fjögurra sem fengu sér sundsprett í morg- unsárið nærri heitu útfalli Reykja- nesvirkjunar. Þegar hann rak svo út á sjó voru viðbragðsaðilar kall- aðir til; lögregla, sjúkralið, björg- unarsveitir, skip Landsbjargar og þyrla gæslunnar. Þá var fiskiskipi sem var á svæðinu einnig gert að halda á vettvang. Þyrlan bjargaði manni á reki „Það kom nógu mikið út úr fund- inum til þess að við boðuðum ekki verkfall númer tvö,“ segir Arnar Hjálmsson, formaður Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra, en flugumferðarstjórar mættu á samn- ingafund á föstudaginn var. Arnar sagðist ekki geta sagt hvað kom út úr fundinum en annar fundur er boðaður á morgun. Arnar segir vinnutímann hafa verið stærsta málið frá því að við- ræður hófust og reynt sé að komast að niðurstöðu í þeim málum. Þá kveðst Arnar bjartsýnn fyrir kom- andi fundi og vonast til þess að skref verði tekin fram á við. Flugumferðarstjórar boða ekki verkfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.