Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
GLÁMUR
DVERGARNIR R
Dvergurinn Glámur
er 35 cm á hæð,
vegur 65 kg og er með
innsteypta festingu fyrir 2“ rör
Öflugur skiltasteinn
fyrir umferðarskilti
Björgvin Víglundsson verkfræð-
ingur skrifaði um bygginga-
kostnað og byggingarreglugerð í
blaðið á laugardag. Hann hefur
meðal annars starfað í nokkur ár
sem byggingar-
fulltrúi í Noregi og
þekkir þessi mál því
af eigin reynslu,
bæði hér og erlendis.
Og samanburðurinn
er sláandi óhag-
stæður Íslandi. Hér
ættum við í til-
tölulega litlu og ein-
földu samfélagi að geta haft hlutina
einfalda og skilvirka, en það er öðru
nær eins og lýsingar Björgvins, og
raunar ýmissa annarra, sýna fram á.
- - -
Björgvin segir stjórnvöld stöðugt
þyngja lög og reglugerðir „í
samráði við hagsmunaaðila sem
veldur stöðugt auknum byggingar-
kostnaði ásamt því að vera allt of
ströng, langt umfram meðalhóf þótt
sé miðað við íslenskar aðstæður.“
- - -
Hann lýsir því hvernig er að
byggja hús í Noregi miðað við
hér á landi og er augljóst að þar
munar töluvert miklu á flækjustig-
inu.
- - -
Og hann bætir því við að bygging-
arreglugerð sé „mun einfaldari
í Svíþjóð og Danmörku en í Noregi,“
þannig að samanburðurinn fyrir Ís-
land er afleitur.
- - -
Þá bendir Björgvin á að flækjan
valdi miklum töfum hér á landi
en auki ekki á gæði nýrra bygginga.
Þær séu „langt fyrir neðan meðallag
vestrænna þjóða“.
- - -
Augljóst er miðað við lýsingar
Björgvins að þessi sér-íslenska
flækja veldur miklum viðbót-
arkostnaði fyrir allan almenning.
Því verður að breyta.
Björgvin
Víglundsson
Sér-íslenskur
aukakostnaður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Um 500 biðstöðvar hjá Strætó fengu
nýtt nafn í gær er breytingar tóku
gildi hjá fyrirtækinu á höfuðborgar-
svæðinu. Biðstöðvartöflur fengu
andlitslyftingu og ný plaköt voru
sett upp í strætóskýlum en fram
kemur í tilkynningu frá Strætó að
miklu magni af prentuðu efni þurfi
að skipta út og því megi viðskiptavin-
ir búast við að sumar biðstöðvartöfl-
ur verði með rangt nafn í þessari
viku, á meðan sú vinna stendur yfir.
Þá munu leiðir 18, 24 og 28 aka á ný
samkvæmt vetraráætlun og verða
því á fimmtán mínútna fresti á anna-
tímum. Breytingar verða gerðar á
leiðum 6, 7 og 18 í Grafarvogi. Breyt-
ing verður gerð á leið 7 til að tengja
íbúa Staðahverfis við Engjaskóla og
Víkurskóla. Í stað þess að aka um
Víkurveg og Borgarveg þá verður
ekið um Mosaveg, Hamravík, Vætta-
borgir, Móaveg og Borgarveg. Egils-
höll A verður upphafs- og endastöð
leiðarinnar. Leið 6 ekur sömu leið og
gert er ráð fyrir í fyrsta áfanga borg-
arlínu og hættir að aka niður Skóla-
veg og Gullengi í átt að Hlemmi. Í
staðinn verður ekin sama leið fram
og til baka. Í stað þess að aka um
Mosaveg, Hamravík, Vættaborgir,
Strandveg og Melaveg þá mun leið
18 aka að Egilshöll og um Borgarveg
á leið sinni til og frá Spöng.
Breytingar hjá Strætó taka gildi
- Um 500 biðstöðvar fá nýtt nafn
- Leiðakerfisbreyting í Grafarvogi
Morgunblaðið/Eggert
Biðstöð Um 500 stöðvar fengu nýtt
nafn er breytingarnar tóku gildi.
Úrskurðarnefnd velferðarmála hef-
ur fellt úr gildi ákvörðun Trygg-
ingastofnunar ríkisins frá 8. desem-
ber 2020 um að synja einstaklingi
um örorkulífeyri og hefur málinu
verið vísað aftur til stofnunarinnar
til nýrrar meðferðar.
Tryggingastofnun hafði komist að
þeirri niðurstöðu að skilyrði staðals
um örorkulífeyri hefðu ekki verið
uppfyllt hjá kæranda samkvæmt 18.
gr. laga um almannatryggingar. Á
grundvelli skýrslu skoðunarlæknis
fékk kærandi 9 stig í andlega hluta
staðalsins en 10 stig þurfti til að upp-
fylla efsta stigs örorku.
Í úrskurði úrskurðarnefndar kom
fram að skoðunarlæknir hefði kom-
ist að því að kæranda væri annt um
útlit sitt og aðbúnað í lífinu en hins
vegar hafi komið fram í greinargerð
tveimur mánuðum áður að þegar líð-
an kæranda færi versnandi sjáist
það á hans eigin umhirðu og hann
hætti að sinna hreyfingu og heim-
ilisverkum.
Að mati úrskurðarnefndar gaf sú
lýsing til kynna að kæranda væri
ekki annt um útlit sitt og aðbúnað í
lífinu. Ef fallist væri á slíkt fengi
kærandi eitt stig til viðbótar vegna
andlegrar færniskerðingar og myndi
hann því uppfylla læknisfræðileg
skilyrði fyrir greiðslu örorkulífeyris.
Taldi úrskurðarnefnd velferðar-
mála að vegna þessa hefði verið mis-
ræmi í skoðunarskýrslu varðandi
mat á andlegri færni kæranda og var
það því mat nefndarinnar að nýtt
mat færi fram á örorku kæranda og
tekin rökstudd afstaða til þessa mis-
ræmis. Benti nefndin á að hafa bæri
í huga að miklir hagsmunir væru því
tengdir fyrir kæranda hvort hann
uppfyllti skilyrði örorkulífeyris.
Synjun örorkulíf-
eyris felld úr gildi
- Nefndin taldi að
misræmi hefði verið í
skoðunarskýrslu
Morgunblaðið/ÞÖK
Örorkustaðall Eitt stig vantaði til að
uppfylla skilyrði efsta stigs örorku.