Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
96%
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
T
itill bókar getur verið mis-
vísandi og ljóðabók af ein-
hverju tagi kemur fyrst
upp í hugann við fyrstu
sýn bókarinnar Heyrðu mig hvísla
eftir Mons Kallentoft. Og mikið
rétt. Textinn er heldur betur ljóð-
rænn, rennur eins og vatn í glitr-
andi á, en efnið er ógeðsleg harm-
saga, lýsing á spillingu, græðgi og
svikum á kostnað saklauss fólks.
Frábærlega skrifuð glæpasaga, vel
ígrunduð og spennandi.
Fátt er viðbjóðslegra en mansal á
börnum og unglingum og vonlaust
er að setja sig í spor aðstandenda
þeirra sem verða fyrir barðinu á
glæpamönnunum. Í flestum tilfell-
um eru þeir væntanlega ráðþrota,
en stanslaus barátta bresku hjón-
anna Kate og Gerry McCann til að
endurheimta dóttur sína Madeleine,
sem var rænt í Portúgal vorið 2007,
er eflaust mörgum til eftirbreytni.
Þau hafa aldrei gefist upp og halda
í vonina, rétt eins og Tim Blanck,
lögreglumaðurinn fyrrverandi og
helsta persónan í umræddri bók.
Emme, dóttir Tims og Rebecku,
skurðlæknis í Stokkhólmi,
var 16 ára þegar hún hvarf
á Mallorca fyrir fimm ár-
um. Hjónin eignuðust aðra
dóttur, Maiu, fyrir um
einu og hálfu ári, en hún
kemur ekki í staðinn fyrir
frumburðinn. Hjá Tim
kemst ekkert annað að en
að finna ungu stúlkuna og
því er hann mættur á upphafsreit
til þess að afla frekari gagna. Hann
gefst ekki upp hvað sem það kostar.
Lesandi getur varla annað en
sett sig í sport fjölskyldunnar við
lesturinn. Raddir þeirra og hugs-
anir kallast stöðugt á. Þar sem er
hvísl þar er von, en vandinn er að
finna þetta líf, finna fyrir
því, þreifa á því, sameinast
því. Ganga má út frá því að
eitthvað gott búi í öllu fólki,
jafnvel harðsvíruðustu
glæpamönnum, og vonin
felst í því að trúa á það
góða með bjartsýni að leið-
arljósi en festast ekki í far-
vegi illsku og vonleysis.
Leit Tims kostar miklar fórnir.
Hann er tilbúinn að borga hvað sem
er fyrir upplýsingar, allt sem kem-
ur að gagni til þess að finna Emme.
Hann þarf að leita til glæpamanna,
spilltra embættismanna, fórnar-
lamba, leggja líf sitt í hættu. Allt
fyrir Emme. Fjölskyldur annarra í
sömu sporum hafa splundrast og
hann fjarlægist Rebecku og Maiu,
en þegar á reynir er það fjöl-
skyldan sem skiptir öllu máli, hún
stendur saman, hvað sem á bjátar.
Stríð eiga sér almennt ekki
margar bjartar hliðar, en Mons
Kallentoft setur þessa baráttu í
þannig búning að ekki er annað
hægt en að heillast; fegurðin í far-
veginum er slík að ástæða er til að
ætla að betri heimur sé fram und-
an. Að minnsta kosti í einhverri
búblu.
Ljóðrænn Textinn er heldur betur ljóðrænn, rennur eins og vatn í glitrandi
á, segir rýnir um Heyrðu mig hvísla eftir Svíann Mons Kallentoft.
Von um frjálsan
og betri heim
Glæpasaga
Heyrðu mig hvísla bbbbm
Eftir Mons Kallentoft.
Jón Þ. Þór íslenskaði.
Kilja. 392 bls. Ugla 2021.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Söngkonunni Dolly Parton er
margt til lista lagt. Nú herma
fregnir The Guardian að hún muni
gefa út skáldsögu næsta vor. Part-
on skrifar bókina, sem verður gefin
út hjá Penguin Random House
næsta vor, í samvinnu við metsölu-
höfundinn James Patterson. Þetta
er ekki í fyrsta sinn sem Patterson
vinnur að skáldsögu með frægum
Bandaríkjamanni því þeir Bill
Clinton gáfu út The President Is
Missing árið 2018.
Skáldsagan, sem mun bera tit-
ilinn Run, Rose, Run, fjallar um
unga konu sem flytur til Nashville í
von um að láta draum sinn um
frama innan tónlistargeirans verða
að veruleika. Samhliða útgáfu
skáldsögunnar mun Parton gefa út
tólf ný lög. Þau eru að sögn söng-
konunnar byggð á persónum í bók-
inni og þeim aðstæðum sem koma
upp þar. Textana verður að finna á
síðum bókarinnar.
Dolly Parton gerist skáldsagnahöfundur
AFP
Rithöfundur Mikill kraftur er í Dolly Par-
ton. Nú gefur hún út bók.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir,
leik- og söngkona, vinnur nú að út-
gáfu á sólóplötu sem gefin verður út
í október og fara upptökur fram í
dag og á morgun, 16. og 17. ágúst, í
Stúdíói Sýrlandi.
Á plötunni syngur Katrín Hall-
dóra lög Jóns Múla í nýjum útsetn-
ingum eftir Hauk Gröndal og hófst
samstarf þeirra á Jazzhátíð Reykja-
víkur fyrir þremur árum þar sem
flest laganna voru útsett og flutt á
tónleikum. Hafa nú nokkur lög bæst
við og var því ákveðið að loka
hringnum og gefa þau út á plötu í til-
efni þess að Jón Múli hefði orðið 100
ára í ár. Segir Katrín Halldóra að
þetta sé því í raun heiðursplata.
Lög Jóns Múla við texta bróður
hans, Jónasar Árnasonar, eru í sér-
stöku uppáhaldi hjá Katrínu Hall-
dóru, lög úr vinsælum leiksýningum
sem hún segir Jón Múla hafa kallað
söngdansa og eru mörg hver orðin
ein þekktustu dægurlög þjóð-
arinnar. Segist Katrín hafa sungið
þau frá því hún man eftir sér. Páll
Óskar Hjálmtýsson syngur með
henni tvo dúetta á plötunni en þau
hafa áður sungið saman. Hljómsveit-
ina sem leikur á plötunni skipa Ás-
geir J. Ásgeirsson gítarleikari, Birg-
ir Steinn Theódórsson bassaleikari,
Eric Quick trommuleikari, Haukur
Gröndal sem leiur á saxófóna og
klarínett, Hjörtur Ingvi Jóhannsson
píanóleikari, Ólafur Jónsson á saxó-
fóna og klarínett og trompetleik-
arinn Snorri Sigurðsson.
Katrín syngur
lög Jóns Múla
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Söngelsk Katrín Halldóra.
- Sólóplata væntanleg í október