Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
✝
Hannes Pét-
ursson fæddist
í Reykjavík 30.
desember 1947.
Hann lést 4. ágúst
2021 á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk í Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Pétur Hann-
esson, f. 5.5. 1924,
d. 27.8. 2004, og
Guðrún Margrét
Árnadóttir, f. 24.10. 1926, d.
9.10. 2019. Systkin eru Grétar
Vilhelmsson, f. 1943, og Sól-
veig Guðrún Pétursdóttir, f.
1952. Eftirlifandi eiginkona
Hannesar er Júlíana Sigurð-
ardóttir, f. 25.12. 1948, frá
Siglufirði. Þau giftu sig 2.9.
1972. Foreldrar Júlíönu voru
Sigurður Björnsson, f. 1910, d.
1965, og Kristjana Sigurð-
ardóttir, f. 1915, d. 2007. Dæt-
ur Hannesar og Júlíönu eru
þrjár: 1) Sólveig Guðrún Hann-
esdóttir, f. 1973,
maki Jónas Páll
Jónasson, f.1976.
Börn þeirra eru Ís-
ar Freyr, f. 2002,
Þorgerður Katla,
f. 2002, Pétur Þór,
f. 2006, Þorlákur
Ingi, f. 2013, og
Finnur Júlían, f.
2015. 2) Kristín
Inga Hannesdóttir,
f. 1976, maki Hilm-
ar Hauksson, f. 1972. Barn
þeirra er Hannes Tryggvi, f.
2012. 3) Þórunn Hannesdóttir,
f. 1982, maki Jason Andrew
Doyle, f. 1967.
Útförin fer fram í Dómkirkj-
unni, í dag, 16. ágúst 2021,
klukkan 15.
Útförinni verður einnig
streymt.
Slóð á streymi:
http://www.sonik.is/hannes
Hlekk á streymi má finna á
www.mbl.is/andlat/
Minningarorðin um pabba
hafa verið lengi í smíðum. Pabbi
háði stríð við Alzheimer-sjúk-
dóm í tólf ár það minnsta áður en
yfir lauk. Minningar týndust, orð
hurfu og gáfur gufuðu upp uns
allt varð sem þoku hulið. Þessi
ömurlegi sjúkdómur rændi okk-
ur ástvini smátt og smátt og
sorgin yfir missinum hófst löngu
áður en að eiginlegri kveðju-
stund kom.
Yngstu börnin mín muna ekki
eftir afa Hannesi án sjúkdómsins
og nú síðustu ár hjálparvana og
bundnum við hjólastól í Mörk-
inni, þar sem hugsað var um
hann af einstakri natni og alúð.
Við hin erum svo lánsöm að geta
minnst hans eins og hann var
fyrir veikindin. Nú eru elstu
börnin mín 19 ára og ég hugsa til
þess þegar ég var á þeirra aldri
og var svo heppin að eiga ráða-
og úrræðagóðan pabba með
meiru sem gat sett sig inn í öll
mál og voru mun fleiri en ég sem
nutu þess.
Pabbi var prófessor í geð-
lækningum. Hann var metnaðar-
fullur, hóf nám í læknisfræði,
fann sig í geðlækningum og fór
utan til Englands í doktorsnám.
Hann hafði brennandi áhuga á
sínu fagi, bæði sem læknir og
sem vísindamaður á sviði geð-
sjúkdóma. Við nutum þess fjöl-
skyldan að búa í Englandi fyrstu
ár okkar systra. Á þessum árum
urðu miklar framfarir í geð-
lækningum og þar kviknaði
áhugi hans á akademískum
rannsóknum, sem hann smitaði
okkur systur af og sjálfsagt
marga af þeim læknum, sam-
starfsmönnum og nemum sem
hann átti samneyti við á langri
og afkastamikilli starfsævi.
Enda var pabbi kennari og leið-
beinandi sem átti auðvelt með að
miðla og glæða áhuga á sínu
fræðasviði.
Fjölskyldubönd voru pabba
mjög mikilvæg. Hann var náinn
foreldrum sínum og systur. Við
ferðuðumst mikið saman, jafnt
innan- sem utanlands og nutum
þar yfirgripsmikillar þekkingar
afa Péturs á landafræði og sam-
eiginlegum áhuga þeirra á sögu.
Sérstaklega var gaman að ganga
með pabba um London þar sem
hann var öllum hnútum kunn-
ugur. Þau mamma, Sólveig syst-
ir hans og Kristinn maður henn-
ar áttu líka margt sameiginlegt,
ferðuðust mikið saman og nutu
samvista.
Samband þeirra mömmu var
fallegt. Þau kynntust ung í
Glaumbæ, hún kát og glöð
stúlka frá Sigló að dansa með
vinkonu sinni, hann alvarlegur
og ábyrgðarfullur eldri bróðir að
fylgja systur sinni á ball - eða
svona hefur okkur verið sögð
sagan og finnst mér hún hljóma
sennilega. Mamma og pabbi
voru ætíð samhent, ástrík og ein-
huga um að veita okkur systrum
öryggi, ást og umhyggju. Pabbi
var hlýr, skilningsríkur og rétt-
sýnn. Hann bar sig af mikilli
reisn, en jafnframt hógværð, var
alltaf óaðfinnanlega til fara og
smekkmaður fram í fingurgóma.
Pabbi hafði þægilega nærveru
og átti auðvelt með að láta fólki
líða vel, hvort sem það var yfir
margrétta máltíð á veitingastað í
stórborg eða heima með tebolla í
garðinum á Kjarrveginum. Und-
ir lok ævinnar var pabbi til stað-
ar en samt farinn - þegar að
endalokum kom fékk þokan þó
að líða burt og æðri dagur beið
elsku pabba.
Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður,
sem blindar þessi dauðleg augu vor,
en æðri dagur, dýrðarskær og blíður,
með Drottins ljósi skín á öll vor spor.
(Matthías Jochumsson)
Sólveig G. Hannesdóttir.
Elsku pabbi, það er ekki hægt
að koma á blað öllu sem okkur
langar að minnast og þakka þér
fyrir.
Þú varst okkur einstök fyrir-
mynd; vinnusamur, sterkur og
metnaðarfullur. Þú náðir aðdá-
unarverðum árangri í námi og
starfi en það er okkur ekki efst í
huga þegar við hugsum til þín.
Fyrir okkur varstu traustur vin-
ur og besti pabbi og afi sem
hægt var að hugsa sér. Þú tókst
föður- og afahlutverkið alvarlega
og gafst aldrei eftir í þeim mál-
um. Þú hafðir einstakt lag á að
hughreysta og stappa í okkur
stálinu þegar á þurfti að halda.
Jafnvel þegar þú varst orðinn
lasinn tókstu utan um okkur og
sagðir að þetta yrði allt í lagi.
Þú kenndir okkur að gefast
aldrei upp og að vera tilbúnar að
vinna hörðum höndum að því
sem skiptir okkur máli í lífinu og
halda okkar striki. Þú sýndir
okkur hógværð og vandaða
framkomu og hversu mikilvægt
það er að hlúa að fjölskyldunni.
Það skipti ekki máli hversu upp-
tekinn þú varst við vinnu, þú
varst alltaf tilbúinn til að gera
allt fyrir okkur.
Við eigum ótal góðar minning-
ar um okkur saman, eins og
spilakvöldin á Kjarrveginum þar
sem spilaður var kani í gríð og
erg og kvöldin þar sem þú sast
með okkur inni í bókaherbergi
að hjálpa okkur að lesa fyrir
próf. Þú sagðir líka bestu sög-
urnar um tröll og drauga á með-
an við ferðuðumst um landið á
rauða Jeep-jeppanum þínum.
Þú varst einstaklega vel les-
inn og hafðir brennandi áhuga á
mannkynssögu. Við hlógum oft
að því saman hvernig þú reyndir
ítrekað að fræða okkur stelpurn-
ar en með takmörkuðum ár-
angri, við virtumst alltaf hafa
meiri áhuga á fötum og tísku.
Þar af leiðandi breyttust menn-
ingarlegar söguferðir þínar iðu-
lega í búðarferðir þar sem þú
lékst sem þú réðir ekkert við bíl-
inn sem beygði skyndilega inn að
verslunarmiðstöð sem þú vissir
að okkur langaði miklu frekar í.
Þar beiðstu þolinmóður eftir
okkur á kaffihúsi og samgladdist
okkur innilega þegar við komum
ljómandi til baka með öll inn-
kaupin.
Þú og mamma voruð einstak-
lega samheldin og góðir vinir.
Þið stóðuð þétt saman í öllu sem
þið gerðuð og þegar þú veiktist
stóð mamma eins og klettur við
þína hlið. Jafnvel þegar þú varst
kominn með langt genginn Alz-
heimers-sjúkdóm ljómaði andlit
þitt í hvert skipti sem þú sást
mömmu. Þú lifðir fyrir að gleðja
mömmu og sást ekki sólina fyrir
henni. Sem foreldrar voruð þið
einstök fyrirmynd fyrir dætur
ykkar og fjölskyldur.
Þú tókst á við hvert verkefnið
á fætur öðru með jafnaðargeði
og baráttuhug. Þú lést ekkert
stoppa þig, þetta sýndir þú okk-
ur í baráttunni þinni við erfið
veikindi fram á síðasta dag.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Bless elsku pabbi, takk fyrir
alla ástina og góðu minningarn-
ar. Hlýja væntumþykjan í aug-
unum þínum, glettna brosið og
smitandi hlátur lifir áfram í
hjörtum okkar og heldur áfram
að hughreysta okkur og hvetja
okkur áfram.
Þínar dætur og fjölskyldur,
Þórunn og Kristín.
Í dag kveð ég elskulegan
bróður minn, Hannes Pétursson,
sem lést 4. ágúst sl. á hjúkrunar-
heimilinu Mörkinni eftir lang-
vinn veikindi. Minningarnar
koma upp í hugann, við Hannes
að leika okkur í Stórholtinu,
bruna á kassabíl eða tvímenna á
nýja reiðhjólinu sem hann keypti
fyrir sumarhýruna eftir sveita-
dvölina. Heimsóknir til hans á
Stóru Tjarnir, Ljósavatni, þar
sem Hannes var í sveit öll sumur
fram eftir aldri. Unglingsárin,
menntaskólaárin, háskólaárin,
alltaf var stóri bróðir mér til
halds og trausts, vinnusamur
ungur maður, búinn ríkum
dyggðum og mannkærleika og
góð fyrirmynd.
Sunnudagskvöld eitt fórum
við systkinin saman í Glaumbæ
og þar kynntist Hannes sínum
lífsförunaut, henni Júlíönu. Þau
voru heppin að finna hvort annað
og Júlíana var hans trausti bak-
hjarl og vinkona mín.
Síðar þegar ég kynntist mín-
um manni, Kristni, sem nú er
látinn, þá urðu þeir mágarnir
góðir vinir, höfðu ríkulegan
húmor og hlógu mikið saman.
Við fórum í margar skemmtileg-
ar ferðir með þeim hjónum, bæði
á skíði og í golf. Klettafjöllin,
Flórída og London voru í sér-
stöku uppáhaldi.
Fjölskyldur okkar voru mjög
samrýmdar og börnin okkar
miklir vinir. Foreldrar okkar
Hannesar voru tíðir gestir á okk-
ar heimilum, aðstoðuðu eins og
þeim einum var lagið en voru
líka með í ferðum. Hannes og
Júlíana ferðuðust með þeim á
framandi staði og óku vítt og
breitt um Bandaríkin og Evrópu,
m.a. á heimaslóðir Hannesar þar
sem hann var skiptinemi.
Hann var mikill Sjálfstæðis-
maður, eins og svo margir í
minni fjölskyldu, og vann að
ýmsum málaflokkum í þágu
sjálfstæðisstefnunnar.
Þegar Hannes lauk lækna-
námi hér heima þá fór hann til
Bretlands í sérnám og bjuggu
þau Júlíana þar í nokkur ár, fyrir
utan London. Þangað var gaman
að heimsækja þau og þar eign-
uðust þau góða vini. Það er
skemmtilegt að segja frá því, að
tengdafjölskylda mín lét ekki
sitt eftir liggja þegar þau heim-
sóttu London en þá var fátækum
námsmönnunum ætíð boðið á
góða veitingastaði og var það
ákaflega vel þegið.
Hannes var alla tíð nátengdur
Bretlandi og átti þar hluta af sín-
um starfsferli. Hann var virkur í
alþjóðlegu starfi í heilbrigðis-
málum og var sýndur margvís-
legur heiður. Síðast en ekki síst
var hann mjög öflugur í starfi í
þágu geðheilbrigðismála á Ís-
landi og náði þar góðum árangri
enda trúað fyrir áhrifastöðum.
Hann var hógvær maður en
framsækinn og lagði sig fram um
að láta gott af sér leiða.
Það er alltaf sárt að kveðja en
það er gott að eiga fallegar
minningar. Ég veit að þær munu
styrkja Júlíönu og dæturnar
þrjár, Sólveigu, Kristínu og Þór-
unni, tengdasyni og barnabörnin
á þessum erfiðu tímum. Þau
hugsuðu svo vel um bróður minn
í hans veikindum, ekki síst mág-
kona mín, sem var eins og klett-
ur við hlið hans. Ég votta ykkur
innilega samúð mína, fjölskyld-
unni sem hann bróðir minn var
svo stoltur af.
Hannes naut góðrar umönn-
unar starfsfólks á Mörkinni og
færi ég þeim bestu þakkir.
Hvíl í friði, elsku bróðir minn,
minning þín mun ætíð lifa í huga
mér.
Sólveig Pétursdóttir.
Fallinn er frá góður og mætur
maður, Hannes Pétursson
móðurbróðir minn. Hann og
mamma voru einstaklega góðir
og nánir vinir og með fjölskyld-
um okkar hefur alla tíð verið
mikill samgangur. Það var ávallt
gaman var að koma í heimsókn
til Hannesar og Júlíönu, konu
hans, og var tekið vel á móti
manni. Hann sýndi því áhuga
sem maður var að gera og spurði
frétta.
Hannes hafði afskaplega
þægilega og góða nærveru.
Hann var fróður og vel lesinn,
ekki kom maður að tómum kof-
anum í samtölum við hann.
Hannes var veraldarvanur eftir
að hafa búið í Englandi sem
námsmaður og við vinnu. Hann
var alltaf vel til fara, lagði mikið
upp úr því og var snyrtimenni.
Þegar ég fór á mín fyrstu skóla-
böll í Verzlunarskólanum þá leit-
aði ég til hans með stuttum fyr-
irvara og fékk hjá honum
skyrtur og jakkaföt, vel var tekið
á móti manni.
Hannes var mikill húmoristi
þegar sá gállinn var á honum og
oft mikið hlegið þegar fjölskyld-
urnar hittust. Hann var jafnvíg-
ur á fimmaurabrandara og þá
sem eru meira úthugsaðir, hann
og pabbi náðu vel saman á þessu
sviði. Á heimili hans og Júlíönu
var enn fremur til úrval af sígild-
um grínmyndum og á ég góðar
minningar um það að horfa á
góða grínmynd og hlæja dátt á
Kjarrveginum þegar ég var
yngri.
Hannes var góðhjartaður og
ég er þakklátur fyrir að hafa átt
eins traustan og skemmtilegan
frænda og hann í lífi mínu. Ég á
margar fallegar minningar um
hann og þær mun ég ætíð varð-
veita. Blessuð sé minning Hann-
esar frænda.
Björn Hallgrímur
Kristinsson.
Elsku Hannes frændi minn er
látinn eftir erfið veikindi. Ég á
margar góðar minningar um
hann og var eins og heimalning-
ur inni á heimili hans og Júllu og
dætur þeirra, Þórunn, Kristín og
Solla, voru mér sem systur. Ég
og Þórunn lékum sérstaklega
mikið saman enda næstar í aldri.
Ég var því oft tekin með í ferða-
lög og ég man sérstaklega eftir
sumarhúsaferðum upp í Munað-
arnes og að Hannes reyndi að
hræða okkur með sögum af
draugum og tröllum. Hann hafði
alltaf tíma til að leika við okkur,
hvort sem það var að draga okk-
ur á snjóþotum um vetur eða
fara í minigolf og svo ís í Baulu
um sumar. Hannes frændi minn
var skemmtilegur og hafði mik-
inn húmor, ég man sérstaklega
eftir því þegar hann reyndi að
sannfæra okkur Þórunni um að
hann hefði einu sinni fengið svo
stóran marblett að hann þakti
allan líkama hans og þurfti hann
að geyma afganginn í skjala-
tösku!
Á fullorðinsárum hafði ég sér-
staklega gaman af sambandi
okkar Hannesar. Ég ferðaðist
mikið með foreldrum mínum og
hans fjölskyldu og á ég margar
góðar minningar frá Flórída,
Aspen og London. Í Flórída
minnist ég þess þegar hann og
afi Pétur sáu alltaf um að smyrja
handa okkur samlokur í hádeg-
ismat og koma með niður á
strönd, jafnvel færa okkur
Moggann. Við spiluðum golf
saman, fórum á skíði og gerðum
margt skemmtilegt. Í Aspen
man ég það þegar hann kenndi
mér allt um Bordeaux-vínin og
hvaða þrúgur eru notaðar í
hvaða vín. Hannes var ákaflega
fróður maður og vel að sér á
mörgum sviðum og það var gam-
an að nema af honum. Við áttum
einnig mjög góðar stundir saman
í London, við fjölskyldurnar, og
hafði ég sérstaklega gaman af
því hvað Hannes þekkti sögu
Bretlands vel. Við áttum mörg
góð samtöl þar sem hann fræddi
mig og sérstaklega er mér það
minnisstætt þegar hann fór með
okkur í Churchill’s War Room
Museum og svo í „fish & chips“
eftir á.
Hannes frændi var alveg ein-
staklega klár, skemmtilegur og
góðhjartaður maður. Ég mun
sakna hans mjög mikið en góðar
minningar eru gulls ígildi. Júllu,
Sollu, Kristínu, Þórunni minni
og fjölskyldunni allri, sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir.
Stór hópur vonglaðra stúd-
enta hóf nám við læknadeild Há-
skóla Íslands haustið 1968. Eftir
mikil afföll og fækkun í hópnum
voru liðlega 30 kandidatar út-
skrifaðir sjö árum síðar. Náms-
árin einkenndust af löngum set-
um yfir misskemmtilegum
bókum og vinnu á hinum ýmsu
deildum innan heilbrigðiskerfis-
ins. Mikil nánd og vinátta skap-
aðist innan hópsins sem hefur
haldist alla tíð.
Í dag kveðjum við góðan fé-
laga, Hannes Pétursson prófess-
or, við læknadeild HÍ. Hann var
metnaðarfullur og marksækinn
og vissi alltaf hvað hann vildi.
Mikill áhugi á geðsjúkdómum
leiddi hann í sérnám í greininni
og síðan til mikilla metorða í há-
skólasamfélaginu. Hannes stóð
að merkilegum rannsóknum um
geðklofa sem víða var vitnað til.
Þegar hefðbundnu sérnámi
lauk tók Hannes að sér stjórn-
unarstörf við geðdeild Borgar-
spítala og síðan við Landspítal-
ann og bar alltaf hag
stofnunarinnar sér fyrir brjósti.
Hann var í fararbroddi þeirra
mörgu starfsmanna Borgarspít-
alans sem mótmæltu því að ríkið
tæki yfir rekstur spítalans af
Reykjavíkurborg. Ýmsir eru enn
samsinna Hannesi.
Hannes naut lífsins til fulls
með eiginkonu sinni, Júlíönu
Sigurðardóttur. Þau bjuggu sér
og dætrum sínum fagurt og list-
rænt heimili. Hannes leiddi okk-
ur félagana í ógleymanlegar
ferðir um Skotland og London
þar sem ítarlegar rannsóknir
voru gerðar á skosku maltviskíi
og ævisögu Churchills. Hannes
kynntist ungur kjörum geð-
sjúkra þegar hann starfaði með
Tenglum á sjöunda áratugnum.
Hann gleymdi aldrei þeirri
reynslu og barðist af alefli fyrir
bættum hag þessa hóps. Fyrir
hönd samstúdenta Hannesar í
útskriftarárgangnum sendum
við ættingjum hans hugheilar
samúðarkveðjur.
Óttar Guðmundsson og
Sigurður Guðmundsson.
Sumarið 1964 hélt hópur ung-
menna vestur um haf til ársdval-
ar sem skiptinemar á vegum
Þjóðkirkjunnar. Þeirra á meðal
var dr. Hannes Pétursson sem
kvaddur er í dag. Okkur þremur
hafði verið úthlutað heimilum á
svipuðum slóðum í Wash-
ingtonríki á vesturströndinni. Á
þessu ári knýttust vinabönd sem
síðan héldu og báru, traust og
hlý. Við dáðum Hannes fyrir
húmorinn og hlýjuna og einstak-
lega praktíska hugsun, hagsýni
og veraldarvit sem hann hafði
sannarlega fram yfir okkur
draumóramennina. Hannes var
alveg ótrúlegur vinnuþjarkur. Á
skólaárunum vann hann langa
vinnudaga og -nætur í hreinsun-
ardeild borgarinnar, stýrði götu-
Hannes Pétursson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN INDRIÐADÓTTIR,
Jöklafold 29,
lést heima í faðmi fjölskyldunar
fimmtudaginn 5. ágúst.
Bálförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn
17. ágúst klukkan 13 og verður streymt.
Jón Ágúst Sigurjónsson
Bjarki Rafn Jónsson
Vala Sif Jónsdóttir
Sindri Freyr Jónsson Noémie Gutleben
Vera Björk Jónsdóttir Þórður Ásþórsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og
langafi,
SIGURÐUR H. EIRÍKSSON,
Strandgötu 6, Hvammstanga,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga
þriðjudaginn 10. ágúst. Útför hans fer fram
frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 18.
ágúst kl. 14.
Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/CJna7CpZSwM og
útvarpað á FM 106,5 á Hvammstanga.
Ingibjörg Pálsdóttir
Oddur Sigurðarson
Skúli Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn