Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden for- seta Banda- ríkjanna þótti viðeigandi að yfirgefa Afganist- an þann 11. sept- ember næstkom- andi, á tuttugu ára afmæli árásar Al kaída á Bandaríkin. Hryðjuverkasamtökin höfðu starfað í skjóli talíbana í Afg- anistan og af þeim sökum fóru vestræn ríki, undir forystu Bandaríkjanna, þangað inn og skiptu um stjórn í landinu og studdu ný stjórnvöld og þau sem kosin voru í framhaldinu við að halda hreyfingu talíbana niðri, en tókst aldrei að upp- ræta hana. Biden kynnti ákvörðun sína í apríl síðastliðnum og segja má að hún komi í framhaldi af ákvörðun forvera hans um frið- arviðræður við talíbana og samdrátt herliðs og hernaðar- aðgerða. Ákvörðun Bidens gekk hins vegar mun lengra og tímasetningin hentaði talíbön- um vel. Stjórnarherinn fengi lítinn tíma til að búa sig undir að verjast óstuddur og hraðinn á brotthvarfi hers Bandaríkj- anna, og raunar í mun minna mæli nokkurra annarra þjóða, varð til þess að öll orka þeirra og athygli fór í að pakka saman og drífa sig sem skjótast á brott. Talíbanar áttuðu sig bersýni- lega á þessu og sömuleiðis því að forseti Bandaríkjanna kæmi líklega ekki upp úr kjallaranum til að kanna hvort áætlun hans stæðist eða hvort að hana þyrfti að endurskoða. Nú hafa skæruliðar talíbana sótt í sig veðrið í nokkrar vikur og farið með hernaði í tíu daga sem endaði með því í gær að forset- inn flúði land, viðurkenndi ósigur og Talíbanar spókuðu sig í Kabúl innan um skelfingu lostna íbúana. Það er umhugsunar- og áhyggjuefni að Bandaríkin skuli vera komin í þá stöðu undir nýrri forystu að skæru- liðahreyfing á borð við talíbana geri ekkert með það sem þau segja. Þeir biðu ekki einu sinni eftir því að Biden gæti haldið upp á tuttugu ára afmælið heldur ákváðu að sýna honum, og heiminum öllum, að þeir réðu því sem þeir kærðu sig um. Á sama tíma virðast banda- rísk stjórnvöld halda að enn eigi sér stað „friðarviðræður“ við talíbana í Doha. Her Afganistan var ekki undir það búinn að standa einn og óstuddur gegn skærulið- unum. Hann hafði verið skipu- lagður í kringum það að njóta margvíslegs stuðnings tækni- væddari hers, einkum með stuðningi úr lofti, en þegar sá stuðningur hvarf og Banda- ríkjaher hætti þar að auki að sýna nokkurn áhuga á að verja landið, réð afg- anski herinn ekki við neitt, jafnvel þótt að hann væri fjölmennari og bet- ur útbúinn en skæruliðarnir. Afg- anski herinn þurfti lengri að- lögun og talíbanar þurftu að finna að gengju þeir of langt yrði því mætt af fullum þunga. Tilkynning Bidens í apríl kom í veg fyrir hvort tveggja. Hvað bíður nú hins almenna borgara í Afganistan? Ef marka mætti yfirlýsingar tals- manna talíbana þá verður ekk- ert um hefndaraðgerðir og landinu verður stýrt af meiri hófsemd en áður og í meiri sátt við alla hópa þar. Þá er boðað að hjálparstarfsmenn og erlend sendiráð þurfi ekkert að óttast og að fjandskapur fortíðar, meðal annars gagnvart Banda- ríkjunum, sé í fortíðinni, en að því gefnu að Bandaríkjamenn láti þá í friði. Með núverandi forseta þurfa þeir svo sem ekki að óttast ann- að, en það væri mikill barna- skapur að ætla að fögur orð við þær aðstæður sem nú ríkja hafi nokkra þýðingu. Talíbanar stýrðu með harðri hendi, ógn- arstjórn, þegar þeir höfðu völd í landinu um nokkurra ára skeið og ekki er líklegt að al- mennings bíði annað nú. Eink- um eru það þó konurnar sem hafa ástæðu til að óttast. Talíb- anar bönnuðu þeim nám nema í mjög takmörkuðum mæli og skikkuðu þær til að ganga um með hulið andlit í svokölluðum búrkum. Boris Johnson for- sætisráðherra Breta segir að ekki megi líta svo á að síðustu tuttugu ár hafi verið unnin fyrir gýg, til dæmis hafi tekist að mennta fjölda kvenna, en hvers virði verður það fyrir þær sem nutu menntunarinnar, eða þær sem á eftir koma, ef þær fá ekki að starfa við það sem þær lærðu eða njóta ann- arra sjálfsagðra réttinda? Talíb þýðir nemandi á arab- ísku og þaðan er nafn þessarar grimmu hreyfingar komið enda varð hún til meðal ungra Afg- ana sem námu við íslamska súnníta-skóla í Pakistan á ní- unda áratug síðustu aldar. Það nám varð þó bersýnilega ekki til að ýta undir áhuga á al- mennri þekkingu og segja má að það sé kaldhæðnislegt að þessi „námsmanna“-hreyfing skuli hafa beitt sér svo ákaft gegn menntun og dregið Afg- anistan aftur í aldir. Útlitið er vægast sagt dökkt fyrir almenning í Afganistan. Vonandi er þrátt fyrir allt eitt- hvað til í því að stjórnarhætt- irnir verði aðrir en fyrir tveim- ur áratugum. Í bili er það í raun eina von hins almenna Afgana. Að utan er einskis stuðnings að vænta. Skæruliðarnir gera ekkert með orð Bidens sem lætur sér það vel líka} Talíbanar taka völdin A f öllum þeim málum sem krefjast athygli fyrir komandi kosningar (og er þar af mörgu að taka) stendur umræðan um heilbrigð- iskerfið upp úr. Aðallega vegna þess að það er aðkallandi. Vandamál nútímans fá yfirleitt meiri athygli en framtíðarvandi sem er sorglegt, vegna þess að ef við komum til móts við framtíðarvanda í dag þá þurfum við ekki að standa í því veseni seinna. Orðatiltækið að á morgun segi sá lati er viðeigandi í því samhengi. Helsti vandi okkar framtíðar er augljóslega loftslagsmálin, en þau eru óáþreifanleg fyrir allt of mörgum. Þegar þau brenna ekki á skinni fólks er bara þægilegt að ýta á snooze-takkann og halda áfram að sofa. Einmitt þetta hefur gerst í heilbrigðiskerfinu og þess vegna er álag á heilbrigðiskerfinu, þess vegna eru sam- komutakmarkanir og fjarlægðarmörk. Ég rakti þróun fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins í grein sem var birt í Kjarnanum um síðustu helgi. Þar fór ég yfir það hvernig þeir 28 milljarðar sem hafa verið settir í sjúkrahúsþjónustu á kjörtímabilinu eru aðallega að fara í nýja byggingu, sem er gríðarlega mikilvæg. Sérstaklega eftir að það er búið að tefja þá byggingu í tvo áratugi eða svo. Sú bygging leysir hins vegar ekki vanda dagsins í dag og því skoða ég hvað annað hafi verið gert til þess að koma til móts við álagið í heilbrigðiskerfinu á meðan. Niðurstaðan mín var að í langmesta lagi þá hafi tveir milljarðar aukalega verið settir í heilbrigðiskerfið á ári. Það er alveg stór tala en hún er án verðlags- breytinga, án tillits til þess að spítalinn hefur tekið við fleiri verkefnum annars staðar úr kerfinu og án ýmissa annarra þátta sem erfitt er að greina í viðhald og eflingu eins og tækja- kaup. Eftir stendur að sanngjarnt væri að segja að sjúkrahúsin hafi verið efld um í mesta lagi 1%. Allt annað er fjölgun fólks, fjölgun eldra fólks, fjölgun ferðamanna, lagfæringar vegna myglu og launahækkanir í kjarasamn- ingum. Það álag sem heilbrigðiskerfið glímir við í dag er vegna þess að stjórnvöld hafa ítrekað ýtt á snooze-takkann. Nýr spítali, tafinn um tvo áratugi. Fjölgun hjúkrunarrýma, enn skortur. Betri kjör heilbrigðisstétta, gerðardómur. Stjórnvöld fela sig á bak við stóru tölurnar, að það sé búið að setja fullt af pening í heil- brigðiskerfið. Eins og það svari öllum spurningum um mál- ið. Svo þegar það er sýnt svart á hvítu hvert peningurinn er raunverulega að fara og af hvaða ástæðum, þá er því bara svarað að það sé nú hægt að snúa út úr öllu með fram- setningarbrögðum. Hér með skora ég því hvern sem er á hólm í umræðu um hvernig framsetning mín á því hvernig heilbrigðiskerfið hefur (ekki) verið eflt á kjörtímabilinu er ósanngjörn. Það er hægt að bóka viðtalstíma hér: https://piratar.is/ bjornlevigunnarsson/ bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Á morgun segir sá lati Höfundur er þingmaður Pírata STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þ etta er mikilvægur áfangi fyrir allar skapandi greinar í landinu,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands. Tilkynnt var að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Reykjanesbæ í síðustu viku að Listaháskólinn fái til afnota Tollhúsið í Tryggvagötu. Fyr- irhugað er að halda samkeppni um hönnun og endur- gerð hússins sem kynnt verður á næstunni. Með þessari ákvörðun er útlit fyrir að langri eyðimerkurgöngu sé að ljúka. For- svarsmenn LHÍ hafa lengi barist fyrir því að skól- inn fái nýtt og fag- legt húsnæði svo starfsemi hans geti verið á einum stað en hún hefur verið dreifð og á fimm stöðum undanfarin ár. Fríða segir að það hafi tekið tvo áratugi að ná fram þessari ákvörðun. Hún rifjar upp að fyrir hrun hafi stað- ið til að reisa höfuðstöðvar skólans í miðborginni fyrir einkaframtak en aldrei fyrr hafi forsvarsmenn skólans náð jafn góðri samstöðu við ríkið. Að baki þessari ákvörðun liggi enda ít- arleg þarfagreining. Hún kveðst afar ánægð með bæði staðsetninguna og bygginguna sjálfa. Verður ekki fílabeinsturn „Það er fagnaðarefni að geta endurnýtt þessa sögufrægu bygg- ingu,“ segir hún og vísar bæði til arki- tektsins Gísla Halldórssonar og mósaíkverks Gerðar Helgadóttur á framhlið hússins. Fríða segir jafnframt að í kring- um hafnarsvæðið geti myndast eins konar ás menningarinnar með til- komu Listaháskólans. Mikilvægt sé því að fólk viti að skólinn verði líka miðstöð fyrir almenning. „Þetta verður hús sem verður opið öllum. Þetta verður ekki fíla- beinsturn. Við erum að jafnaði með fleiri hundruð viðburði á hverju ári og í venjulegu árferði sækja tugþús- undir þá viðburði.“ Að mati rektorsins verður hús Listaháskólans kærkomin viðbót við mikilvægar byggingar á sviði menn- ingar okkar Íslendinga; Þjóðar- bókhlöðu, Þjóðleikhús, tónlistarhús og þannig mætti áfram telja. „Listaháskólinn er vagga skapandi greina í landinu og hefur uppeldis- hlutverki að gegna. Ég sé fyrir mér að í nýju húsi geti starfsemi háskól- ans orðið sannkölluð orkustöð listanna, staðurinn sem knýr skap- andi greinar framtíðarinnar. Það er rík krafa frá ungu kynslóðinni um þetta skapandi umhverfi enda eru skapandi greinar þær sem vaxa hvað hraðast, bæði hér og í nágrannalönd- unum. Skólinn getur verið bæði orku- stöð og farvegur fyrir það hvernig við mótum okkar sjálfsmynd í framtíð- inni um leið og við varðveitum bæði sérstöðu okkar og menningar- arfleifð.“ Tíðindi af húsakosti Listaháskól- ans voru ekki þau einu sem bárust af fundi ríkisstjórnarinnar á dögunum. Þar var sömuleiðis kynnt að ritað hefði verið undir samning skólans og mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins um kvikmyndanám á háskóla- stigi. Námið mun hefjast haustið 2022 og gert er ráð fyrir allt að 40 árs- nemum. Alþjóðlegt tengslanet opnast Fríða segir að stjórnendur skól- ans hlakki til að skapa kvikmyndalist- inni sömu umgjörð og öðrum list- greinum. Nú gefist ár til undirbúnings; ráða þurfi starfsfólk, auglýsa eftir nemendum og hefja inn- tökuferli. Búast má við því að tólf nemendur hefji nám haustið 2022. „Þetta verður þéttur og vandlega samsettur hópur því ég geri ráð fyrir mikilli eftirspurn. Þessi hópur mun búa að því að við getum skapað gátt inn í mjög víð og sterk alþjóðleg tengslanet auk þess að opna á þver- faglegt samtal við aðrar greinar í Listaháskólanum,“ segir Fríða Björk. Verður orkustöð lista en ekki fílabeinsturn Í síðustu viku var kynnt samkomulag um að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu Skap- andi Ísland. Í tilkynningu stjórnvalda segir að verkefninu sé ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Ís- landi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og hins skapandi geira og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Ráðgert er að setja á fót markaðsráð sem verði til ráðgjafar um verkefnið í heild sinni. Verkefninu verða lagðar til níutíu milljónir króna ár hvert. 90 milljónir á ári í kynningu KYNNA SKAPANDI GREINAR OG LIST Á ERLENDUM VETTVANGI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framtíð Starfsemi Listaháskóla Íslands verður öll í gamla Tollhúsinu. Fríða Björk Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.