Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 197. tölublað . 109. árgangur .
SAGA HLAÐIN
BOÐSKAP OG
FRÆÐSLU FJÖLBREYTTAR TILGÁTUR
RÓBERT ER
STAÐRÁÐINN Í
AÐ NÁ LANGT
FJÖLDI FÓLKS HEIMSÆKIR STEINSKIPIÐ 6 ÓLYMPÍUMÓTIÐ 27bbbbn 29
Fyrsti skóladagurinn hjá nemendum annars til fjórða
bekkjar Fossvogsskóla var nokkuð óvenjulegur en kennsla
barnanna fór fram í húsnæði Hjálpræðishersins við Suður-
landsbraut. Kennslan mun halda áfram þar uns færan-
legar kennslustofur verða teknar í gagnið eftir þrjár vik-
ur, ef allt gengur upp. Mikil röskun hefur verið á
skólastarfi í Fossvogsskóla eftir að mygla fannst þar árið
2017.
Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri Fossvogsskóla sögðu í
gær að vel hefði gengið á þessum fyrsta skóladegi
barnanna. Húsnæði Hjálpræðishersins er gott og andinn
góður, að sögn Árna Freys Thorlacius Sigurlaugssonar
aðstoðarskólastjóra. Það sem honum þykir aftur á móti
verst er þurfa að flytja nemendur í skólann með rútu. Það
taki tíma, fjármagn og valdi mengun. »2, 14
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kennsla hófst í húsnæði Hjálpræðishersins
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Flugmönnum og flugliðum flug-
félagsins Play hefur verið boðið að
taka á sig allt að 50% lækkun á
starfshlutfalli gegn því að fá fast-
ráðningu í vetur en þessi hugmynd
var rædd á fjarfundi sem stjórnend-
ur Play héldu með starfsmönnum fé-
lagsins á miðvikudag sl. Heimildir
Morgunblaðsins herma að hljóðið í
flugmönnum sé þungt eftir fundinn.
Hugmyndin að breytingunum
kom ekki frá stjórnendum, að sögn
Birgis Jónssonar, forstjóra Play.
„Ég var nú reyndar ekki á fundinum
sjálfur en það er mikilvægt að árétta
að þessi hugmynd kemur ekki frá
stjórninni heldur vaknar hún hjá
hópnum.“
Þá segir hann starfsmenn ekki
hafa verið tilneydda til að lækka
starfshlutfall sitt heldur sé með
þessu boði verið að reyna að tryggja
að fleiri starfsmenn fái fastráðningu
í vetur og forða þannig fólki frá því
að lenda í atvinnuleysi.
„Í stað þess að þeir sem eru bara
með ráðningarsamning út sumarið
myndu detta út í haust og koma svo
kannski aftur inn í vor var sú hug-
mynd lögð fram að þeir starfsmenn
sem gætu og vildu, tækju á sig lækk-
un á starfshlutfalli.“
Play er þó langt frá því að draga
saman segl sín enda hyggst flug-
félagið sækja á Bandaríkjamarkað
eftir áramót og mun þá þurfa allan
tiltækan mannskap til að mæta auk-
inni eftirspurn, að sögn Birgis.
„Allt sem við erum að gera núna er
bara upphitun fyrir næsta vor og er-
um við að þjálfa áhöfnina fyrir
Bandaríkin,“ segir hann. „Fólk vissi
það alveg þegar það byrjaði hjá okk-
ur í sumar að við þurfum að vera
fleiri á næstu mánuðum en flugáætl-
unin gerir ráð fyrir eins og hún er
núna.“
52 flugliðar eru í fullu starfi hjá
Play í dag en þar af eru 16 fastráðnir.
Flugmenn Play eru 26 samtals og
eru þeir allir fastráðnir í fullu starfi.
Sviptingar í ráðningum
hjá flugfélaginu Play
- Flugmönnum og flugliðum boðin lækkun á starfshlutfalli
Morgunblaðið/Eggert
Play Forstjórinn segir flugfélagið
ekki vera að draga saman seglin.
MLækkun á starfshlutfalli … »12
Baldur S. Blöndal
Urður Egilsdóttir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir það hafa verið lengi í
vinnslu að rýmka heimildir til sölu Co-
vid-sjálfsprófa og notkunar hraðgrein-
ingarprófa áður en reglugerð um efnið
var breytt í gær. „Nú var kominn tími
til að gefa út þessa reglugerð og engar
ástæður til þess að bíða með það,“
sagði Svandís.
Félag atvinnurekenda gagnrýndi í
gær m.a. bannið sem þá gilti við sölu
sjálfsprófa í erindi til heilbrigðisráðu-
neytis. Aðspurð um erindið sagðist
Svandís ekki vita hvort því hefði verið
svarað en sagði regluverkið breytast
fljótt:
„Framkvæmdin var orðin með þeim
hætti að það voru ekki alltaf rannsókn-
arstofur að baki þessum prófastöðv-
um. Þess vegna sáum við ekki ástæðu
til þess að halda í það skilyrði. Reglu-
verkið þróast eftir því sem þessu vind-
ur fram. Það er
auðvitað mikil-
vægt að það sé í
takti við það sem
gerist og gengur
en þó þannig að
við gætum örygg-
issjónarmiða.“
Sóttvarnalækn-
ir viðraði efasemd-
ir um ágæti sjálfs-
prófa í gær en
Svandís segir gæðakröfur reglugerð-
arinnar miklar: „Við gerum kröfu um
tiltölulega nákvæmt sjálfspróf og sett-
um ákveðið viðmið þar. Fólki er síðan
skylt að fara í PCR-próf ef það fær já-
kvæða niðurstöðu.“
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir
ónæmisfræðideildar Landspítala, seg-
ist hlynntur sjálfsprófum en telur að
notkun þeirra verði að vera í samráði
við sýkla- og veirufræðideild Landspít-
ala. „Ég er fylgjandi því að þetta sé
notað skynsamlega,“ segir Björn. »14
- Framkvæmdin breyst á prófstöðvum
Lengi í vinnslu að
heimila sjálfspróf
Svandís
Svavarsdóttir