Morgunblaðið - 24.08.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Óvissa um framtíð Fossvogsskóla
hefur ekki hjálpað til við að halda í
kennara hjá skólanum en einn kenn-
ari hætti störfum þar óvænt fyrir
helgi. Fjórir kennarar hafa alls hætt
störfum við skólann síðan í vor.
Nú auglýsir Fossvogsskóli eftir
starfsfólki og segir Ingibjörg Ýr
Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogs-
skóla, að mönnunin mætti vera betri.
Ingibjörg hefur sjálf þurft að hlaupa
til og sinna kennslu.
Í gær mættu nemendur í öðrum til
fjórða bekk Fossvogsskóla í húsnæði
Hjálpræðishersins, þar sem skóla-
starf þeirra verður þar til færanleg-
ar kennslustofur verða teknar í
gagnið.
„Það er kominn ákveðinn vendi-
punktur í þessu máli þegar Hjálp-
ræðisherinn hleypur undir bagga
með borginni,“ segir Eyþór Arnalds
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
um málið.
Hann metur borgina bæði ófæra
um að útvega húsnæði, enda hafi hún
þurft að leita á náðir Hjálpræðis-
hersins, og ófæra um að taka ákvörð-
un.
Eyþór vísar þá til könnunar sem
foreldrum var boðið að taka þátt í á
föstudag til þess að hafa áhrif á
ákvörðun um hvar skólastarf yrði til
húsa uns færanlegar kennslustofur
væru tilbúnar. Hefur hún hlotið
mikla gagnrýni.
Ómerkilegt þykir Eyþóri að
ábyrgðinni á ákvarðanatökunni hafi
verið ýtt yfir á foreldra með könnun
sem hann metur stórgallaða. „Per-
sónuverndarsjónarmiðum var ábóta-
vant, svo var hún opin og fresturinn
skammur.“
Eyþór bendir á að það sé kald-
hæðnislegt að Hjálpræðisherinn taki
nú á móti nemendum í húsnæði sem
stendur á lóð sem borgaryfirvöld
neituðu að láta Hjálpræðisherinn
hafa, nema gegn gjaldi, á sínum
tíma. „Nú er gott að hafa Hjálpræð-
isherinn.“
Lögum samkvæmt fá trúfélög út-
hlutað lóðum fyrir starfsemi sína
endurgjaldslaust. Hjálpræðisherinn
er skilgreindur sem trúfélag, en þeg-
ar hann sótti um að fá úthlutað lóð
fékk hann það ekki. Var litið svo á að
Hjálpræðisherinn gæti ekki fengið
úthlutað nýrri lóð því hann hefði átt
lóð fyrir í miðbæ Reykjavíkur.
Skólabókardæmi um klúður
Eyþór segir mál Fossvogsskóla
vera skólabókardæmi um klúður.
„Má segja að þetta sé klúður í
tveimur meginþáttum. Fyrst
margra ára vanræksla á viðhaldi og
svo algert úrræðaleysi í þrjú ár um
hvernig taka eigi á vandanum. Börn-
in flakkandi á milli í óvissu á sama
tíma og heimsfaraldur geisar. Þetta
er stjórnlaust.“
Aðkoma borgarstjóra, Dags B.
Eggertssonar, í málinu þykir Eyþóri
ekki til marks um hugrekki. „Hann
sést þegar allt er í lagi en þegar á
bjátar hverfur hann bara. Borgar-
stjóri hefur ekkert sést í þessu máli.“
Eyþór óttast að skólinn verði ekki
kominn í lag fyrir næsta vetur.
Fjórir kennarar hafa hætt síðan í vor
- Mönnun í Fossvogsskóla mætti vera betri, að sögn skólastjórans - Óvissan hefur ekki hjálpað til
- Vendipunktur í málinu þegar Hjálpræðisherinn hleypur undir bagga, segir Eyþór Arnalds
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrsti skóladagurinn Í gær mættu nemendur annars til fjórða bekkjar Fossvogsskóla í húsnæði Hjálpræðishersins.
Tilkynningum til barnaverndar-
nefnda fjölgaði verulega á fyrri
helmingi ársins eða um 6,3% miðað
við fyrstu sex mánuði síðasta árs en
þá voru tilkynningarnar einnig mun
fleiri en á sama tíma á árinu 2019.
Alls bárust 6.830 tilkynningar til
barnaverndarnefnda á fyrri helm-
ingi yfirstandandi árs og voru þær
hátt í 1.300 fleiri en á sama tímabili
fyrir tveimur árum.
Þetta kemur fram á nýju yfirliti
Barnaverndarstofu. Þar er á það
bent að tilkynningum vegna kyn-
ferðislegs ofbeldis gegn börnum
fjölgaði mikið á milli ára. „Á fyrstu 6
mánuðum ársins bárust 390 tilkynn-
ingar vegna kynferðislegs ofbeldis,
eða yfir 65% fleiri tilkynningar en á
sama tímabili áranna á undan,“ segir
í umfjöllun Barnaverndarstofu.
„Sem fyrr, bárust flestar tilkynn-
ingar frá lögreglu. Tilkynningum frá
skólum og heilbrigðiskerfinu hefur
farið fjölgandi. Á fyrsta hálfa ári
2021 bárust 1.118 tilkynningar frá
skólakerfinu, samanborið við 836 og
858 tilkynningar á sama tímabili árið
2020 og 2019, eða yfir 30% fleiri til-
kynningar. Þá bárust 21,5% fleiri til-
kynningar frá heilbrigðisþjónustu á
fyrstu sex mánuðum ársins 2021 sé
miðað við sama tímabil ársins 2020.“
Í umfjöllun um heildarfjölda til-
kynninga til barnaverndarnefnda
kemur fram að flestar tilkynningar á
fyrstu sex mánuðum ársins voru
vegna vanrækslu, líkt og árin á und-
an eða 42,9% allra tilkynninga. Til-
kynningum vegna vanrækslu fjölg-
aði um 5% á fyrstu sex mánuðum
yfirstandandi árs.
Næstflestar tilkynningar sem
nefndunum bárust voru vegna
áhættuhegðunar barna eða, 28,4%
allra tilkynninga og fram kemur að á
fyrri hluta ársins bárust 15,8% fleiri
tilkynningar vegna áhættuhegðunar
barna en á sama tímabili í fyrra.
„27,9% tilkynninga sem bárust á
fyrstu 6 mánuðum ársins 2021 voru
vegna ofbeldis og um 1% allra til-
kynninga varðaði heilsu eða líf
ófædds barns,“ segir í umfjöllun
Barnaverndarstofu.
489 vegna líkamlegs ofbeldis
Barnaverndarnefndir fá einnig
margar tilkynningar um líkamlegt
ofbeldi gagnvart börnum. Þær voru
alls 489 á fyrri helmingi ársins og
17% fleiri en á sama tímabili á sein-
asta ári. Þá hefur tilkynningum
vegna tilfinningalegrar vanrækslu
barna einnig fjölgað á milli ára. Á
fyrstu 6 mánuðum ársins 2021 bár-
ust 32,3% fleiri tilkynningar vegna
tilfinningalegrar vanrækslu en á
sama tímabili ársins 2020, segir í um-
fjöllun Barnaverndarstofu.
omfr@mbl.is
Tilkynningum um kyn-
ferðislegt ofbeldi fjölgaði
- Mikil fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda á árinu
Tilkynningar til barnaverndarnefnda
Fjöldi tilkynninga fyrstu sex mánuði 2019 til 2020
8.000
6.000
4.000
2.000
0
2019 2020 2021
H
e
im
il
d
:
B
a
rn
a
v
e
rn
d
a
rs
to
fa
5.554
6.423
6.830
Morgunblaðið/Kristinn
Fjölgun Alls bárust barnaverndarnefndum 6.830 tilkynningar vegna van-
rækslu eða ofbeldis gagnvart börnum á fyrstu sex mánuðum ársins.
Félag íslenskra flugumferðarstjóra
(FÍF)og Samtök atvinnulífsins
(SA), fyrir hönd Isavia, funduðu
lengi í húsakynnum Ríkissátta-
semjara í gær. Fundurinn hófst
klukkan eitt eftir hádegi og var
honum ekki lokið þegar Morgun-
blaðið fór í prentun á ellefta tím-
anum í gærkvöldi.
Ekki náðist í Arnar Hjálmsson,
formann Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra í gærkvöldi, en áð-
ur en fundurinn hófst sagði hann í
samtali við mbl.is að viðræður
hefðu þokast lítið áfram. Félagið
átti í gær eina vinnustöðvun inni.
Tillaga um sex sjálfstæðar og
tímasettar vinnustöðvanir var sam-
þykkt með miklum meirihluta þann
9. ágúst en ekki hefur komið til þess
að boða þær og hafa því fimm af
þeim brunnið inni.
Þegar blaðamaður náði tali af
Arnari fyrir fundinn treysti hann sér
ekki til að fullyrða um hvort óþreyja
væri að aukast og hvort líklegt væri
að til vinnustöðvunar yrði boðað.
Langur fundur
hjá FÍF og SA
- Fimm vinnustöðvanir hafa brunnið inni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Viðræður Frá fundi flugumferðar-
stjóra og Samtaka atvinnulífsins.