Morgunblaðið - 24.08.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Límtré
• Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré
• Hægvaxið gæðalímtré
• Sérsmíðum eftir máli
Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki hafa fundist óyggjandi skýringar
á tilurð eða tilgangi bátlaga steins, svo-
kallaðs steinskips, sem bóndinn í
Fagradal í Mýrdal fann að nýju í Dala-
hrauni í landi jarðarinnar fyrr í sumar.
Áhugamaður um veru papa á Íslandi
hefur fundið út að stefni skipsins snúi
að eyjunni Jónu (Iona) á Suðureyjum
við Skotland en úr klaustrinu þar hafi
írskir eða skoskir munkar komið til Ís-
lands.
Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal,
sem fann steinskipið hefur haft í nógu
að snúast í sumar. Hann hefur farið
sextán ferðir að steinskipinu, yfirleitt
með gesti. Í stærsta hópnum voru um
þrjátíu manns. Segir hann að fólki þyki
það sérstök upplifun að skoða bátinn.
Menn séu mikið að spá í það hvernig
hægt hafi verið að höggva þetta út úr
hörðum steini án nútíma verkfæra.
Fram hafa komið ýmsar hugmyndir
um tilurð steinsins og tilgang.
Naglfar eða viti?
Tilgáturnar hafa verið allt frá því að
þetta hafi verið tæki til að brynna fé
eða landamerkjasteinn til þess að vera
viti fyrir skipin við ströndina. Í þeirri
síðastnefndu hefði holan í steininum
verið fyllt af lýsi og ljósið verið mið fyr-
ir skipin, eins konar viti. Jónas telur að
kenningin um brynningu fjár falli á því
að þar skammt frá renni lækur. Þá er
ekki vitað um nein landamerki á þess-
um stað.
Þórður Tómasson í Skógum telur
fund steinskipsins merkasta fornleifa-
fund hér á landi það sem af er 21. öld-
inni. Hann telur að það tengist Nagl-
fari í Ásatrú 10. aldar á Íslandi.
Naglfar var skip sem gert var úr nögl-
um dauðra manna. Það átti að fljóta í
sævargangi í frásögninni um ragna-
rök. Fleiri kenningar um tengingu við
heiðinn sið hafa komið fram. Í gær
komu erlendir gestir með þá tilgátu að
steinskipið væri fórnaraltari.
Sérfræðingar frá Minjastofnun Ís-
lands rannsökuðu steininn og um-
hverfi hans í júní. Uggi Ævarsson,
minjavörður Suðurlands, segir að til
standi að gera frekari rannsóknir á
næstunni, vonandi með sérfræðingi í
gjóskulögum og aldursgreiningum.
Sjálfur efast hann um að hægt verði að
tímasetja framkvæmdina, segir að að-
stæður séu þannig. Það verði þó reynt.
Uggi telur að skipið hljóti að vera
manngert.
Leitar til sérfræðinga á Jónu
Björn Pétursson, áhugamaður um
veru papa á Íslandi fyrir landnám nor-
rænna manna, hefur athugað stefnu
steinskipsins og afstöðu til ýmissa
kennileita. Hann segir að staða þess sé
engum tilviljunum háð. Bendir á að
suðvestur sé hin heilaga átt munkanna
og eigi rætur í fornegypskum trúar-
brögðum. Reynisdrangar eru í suð-
vesturátt frá steinskipinu og papa-
krossinn frægi í Vestmannaeyjum
fjær. Þá bendi framendi skipsins og
stefnumarkandi steinar fyrir framan
það í suðausturátt, beint á klaustur
heilags Kólumkilla á eyjunni Jónu
(Iona) á Suðureyjum Skotlands. Þaðan
hafi írskir og skoskir munkar komið til
landsins og þangað hafi þeir vænt-
anlega snúið að dvöl sinni lokinni.
Björn hefur sent fyrirspurn til Jónu
um hugarheim munkanna og trú með
tilliti til steinskipsins og er nú verið að
finna sérfræðing til að svara honum.
Vonast hann til að fá svör á næstunni,
fyrst um staðfestingu á að þessi forn-
leifafundur geti tengst munkunum, og
síðan hvort sérfræðingurinn vilji þá
ekki koma til að skoða skipið. Segist
Björn munu koma á samskiptum Skot-
anna við minjavörðinn á Suðurlandi
sem fari með málið.
Sjálfur telur Björn, út frá þessum
athugunum, líklegast að steinninn sé
frá tímum papa hér á landi, fyrir árið
700 og því vel fyrir tíma víkinganna.
Hann vill þó hafa fyrirvara um frekari
rannsóknir á aldri mannvirkisins og
álit sérfræðinga í Skotlandi.
Ekki eru allir sannfærðir um pap-
ana. Þórður Tómasson hafnar teng-
ingu steinsins við þá. Hann segir í bréfi
til Jónasar að engar sögulegar eða
sýnilegar heimildir séu um papabyggð
fyrir landnám í Mýrdal, hvað þá um
torsótt steinhögg þeirra á Fagradals-
heiði.
Uggi Ævarsson fornleifafræðingur
telur ekki efni til að útiloka hugmyndir
um að steinskipið tengist pöpum, ekki
frekar en aðrar kenningar, og vill bíða
með frekari ályktanir þar til nið-
urstöður rannsókna liggja fyrir.
Steinskip með stefnu á heilaga Jónu
- Margar tillögur hafa verið settar fram um tilurð og tilgang steinskipsins sem fannst í Mýrdal
- Áhugamaður telur afstöðu þess ekki tilviljun og að það sé minjar frá dvöl papa hér fyrir landnám
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Pílagrímaför Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að steinskipinu. Hér er á ferð fólk úr gönguhópi sem vildi sjá fyrirbærið með eigin augum.
Helgiathöfn Víra Novytska frá Úkraínu og Sléttan Vasyliev frá Rússlandi
helltu niður dýrindis koníaki við undirbúning athafnar við „altarið“.
Evrópumótið í brids hófst í gær-
morgun með keppni í opnum
flokki og eldri flokki, en konurnar
byrja á miðvikudag. Í opna flokkn-
um er 31 þjóð, 20 í kvennaflokki
og 24 þjóðir í heldri manna flokkn-
um, þ.e. spilarar eldri en 62 ára.
Allir spila við alla og er hver leik-
ur tíu spil, en mótinu lýkur á laug-
ardag.
Sex efstu þjóðirnar vinna sér inn
rétt til að spila á heimsmeistara-
mótinu þar sem keppt verður um
Bermúdaskálina, sem Íslendingar
unnu í Yokohama 1991 eða fyrir
30 árum. Mótið átti upphaflega að
fara fram í Madeira í Portúgal í
júní í fyrra, en hefur verið frestað
í tvígang vegna kórónuveirunnar.
Mótið er spilað á netinu vegna
faraldursins og spila íslensku liðin
í höfuðstöðvum Bridgesambands-
ins við Síðumúla. Alþjóðlegur dóm-
ari frá Wales fylgist með að farið
sé að settum reglum í hvívetna.
Hægt er að fylgjast með öllum
spilum á realbridge eða finna upp-
lýsingar á www.bridge.is.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brids Hrannar Erlingsson, fyrirliði Íslands í opnum flokki, og fyrir aftan
hann er Simon Gottschalk, eftirlitsmaður Bridgesambands Evrópu.
Evrópumótið á netinu