Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Samfylkingarskáldið Hall-
grímur Helgason birtir flenni-
mynd á Facebook
af Kristínu Edwald,
hrl., formanni
Landskjörstjórnar
og finnst yf-
irgengileg spilling
að hún hafi líka
verið í kjörstjórn í
prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins, hún njóti því einskis
trausts kjósenda annarra flokka.
- - -
Árna Páli Árnasyni, fyrrver-
andi formanni Samfylking-
arinnar, ofbauð og lagði orð í
belg:
- - -
Trúnaðarmenn í stjórnmála-
flokkum hafa alltaf verið til-
nefndir í kjörstjórnir og formaður
ræðst af stjórnarmeirihluta
hverju sinni. Mér finnst þetta ekki
skynsamlegt innlegg. Þetta – eins
og flest annað í lýðræðinu – ræðst
af afli atkvæða.“
- - -
Treystu 75% kjósenda Ástráði
[Haraldssyni] þegar hann var
tilnefndur í þetta? Eða mér þegar
ég var kjörinn í yfirkjörstjórn
Reykjavík norður 1999 fyrir Sam-
fylkinguna? Þetta er bara ekki
sæmandi að ganga að fólki með
þessum hætti,“ segir Árni Páll.
- - -
Ég var kallaður til að hafa eft-
irlit með fyrstu formann-
skosningu Samfylkingarinnar árið
2000 akkúrat af því ég var í yfir-
kjörstjórn. Var það þá spillt?
Hvort einstaklingur er síðan að
sinna öðrum verkum fyrir stjórn-
völd er annað mál. Það gera lög-
menn oft. Til dæmis ég, alveg frá
1999-2006, allan tímann sem ég
sat í yfirkjörstjórn. Ítreka bara:
Ef þú vilt breyta kerfinu, leggðu
það þá til. En svona árásir á
myndbirta einstaklinga eru ekki
sæmandi. Viltu þá plís taka mig
niður fyrst.“
Árni Páll Árnason
Ósæmandi áróður
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið telur að alvarlegir og kerfis-
bundnir annmarkar hafi verið í
stjórnsýslu Borgarbyggðar, nánar
tiltekið á mannvirkja- og skipulags-
sviði þess og sveitarstjórn beri
skylda til að grípa til viðeigandi ráð-
stafana. Í ljósi þess að sveitarfélagið
hefur þegar gripið til ákveðinna ráð-
stafana til úrbóta og vinnur að öðr-
um sem eiga að koma í veg fyrir að
slíkir annmarkar endurtaki sig telur
ráðuneytið ekki tilefni til að gefa
sveitarfélaginu bein fyrirmæli um að
koma stjórnsýslu sinni í lögmætt
horf.
Ráðuneytið hóf athugun sína
vegna kvartana og ábendinga um
meinta ólögmæta stjórnsýslu Borg-
arbyggðar á sviði skipulags- og
mannvirkjamála. Sneru þær meðal
annars að því að sveitarfélagið hafi
ekki gætt að almennum reglum
stjórnsýsluréttar við afgreiðslu mála
og að meðferð mála hafi jafnframt
ekki verið í samræmi við önnur lög.
Fram kemur í leiðbeiningum
ráðuneytisins til Borgarbyggðar að
kvartanir bárust frá Fossatúni ehf.,
Þorsteini Mána Árnasyni og Hótel
Borgarnesi auk þess sem ráðuneyt-
inu barst ábending um dóm Héraðs-
dóms Vesturlands í Húsafellsmálinu
sem mikið hefur verið í fréttum að
undanförnu. Ráðuneytið taldi í úr-
skurði sínum að alvarlegir gallar
væru á stjórnsýslu Borgarbyggðar á
þessu sviði, eins og fyrr segir, en í
ljósi úrbóta sveitarfélagsins væri
ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um
lagfæringar á stjórnsýslunni.
Unnið eftir úrbótaáætlun
„Nei, ég geri það ekki. Fram kem-
ur í álitinu að við erum meðvituð um
stöðuna og höfum verið að grípa til
aðgerða,“ segir Þórdís Sif Sigurðar-
dóttir sveitarstjóri, þegar hún er
spurð hvort leiðbeiningar ráðuneyt-
isins teldust áfellisdómur yfir stjórn-
sýslu Borgarbyggðar.
Hún bendir á að á árunum 2019 og
2020 hafi verið gerð úttekt og grein-
ing á skipulags- og byggingarmálum
og úrbótaáætlun gerð í kjölfarið. Í
henni sé lýst hvað sveitarfélagið hafi
verið að gera og muni gera. Nefnir
hún breytingu á skipuriti, betrum-
bótum á verkferlum og gerð gæða-
handbókar. „Öll þannig vinna tekur
tíma. Við erum í miðju verkefni og
ætlum okkur að ná þeim mark-
miðum sem við höfum sett okkur,“
segir Þórdís. helgi@mbl.is
Hafa verið að
gera lagfæringar
- Ágallar í stjórnsýslu Borgarbyggðar
Talsvert hefur verið um innbrot að
undanförnu í hús í Urriðaholti í
Garðabæ. Staða mála hefur verið
mikið rædd á félagsmiðlum meðal
íbúa, sem segja þess dæmi að hurðir,
til dæmis á jarðhæðum fjölbýlis-
húsa, séu brotnar upp, farið þar inn í
geymslur íbúða og lausir hlutir tekn-
ir. Í sumum tilvikum sé tjónið veru-
legt. Fólk sem býr í hverfinu ræðir
einnig um að styrkja nágranna-
vörslu og taka næturvaktir í hverf-
inu, klætt gulum vestum.
Leitað hefur verið til stjórnenda
Garðabæjar vegna stöðu mála og í
gær var gefið út að öryggismynda-
vélar við innkomuna í Urriðaholt
verði settar upp. Slíkt verði gert í
samvinnu við lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu, sem ein muni hafa
aðgengi að myndefninu. Varðstjóri
þar, sem Morgunblaðið ræddi við í
gær, sagðist þó ekki telja að innbrot
þar væru í meira lagi. Verri tímar að
þessu leyti hefðu komið. Innbrot í til
dæmis vinnuskúra á nýbyggingar-
svæðum væru alþekkt.
„Nú þegar hafa verið settar upp
myndavélar við helstu leiðir inn og
út úr bænum og höldum því nú
áfram í Urriðaholti. Hröðum þeirri
vinnu sem þegar er hafin. Ég vonast
til þess að myndavélar í hverfinu
verði komnar upp eftir tvær vikur
eða svo,“ sagði Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri í Garðabæ, í samtali við
Morgunblaðið.
Um 2.400-2.500 manns búa í dag í
hverfinu og flutt er inn í um 1.000
íbúðir. Hverfið hefur verið í hraðri
uppbyggingu síðustu misseri og
þegar öll hús hafa verið reist verði
íbúðirnar um 1.700 og íbúar þá eitt-
hvað á fimmta þúsundið. sbs@mbl.is
Myndavélar við innbrotahverfið
- Töluvert um innbrot í Urriðaholti - Ræða um að styrkja nágrannavörslu