Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Áformað er að framkvæmdir við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá verði boðnar út um næstu áramót, með það fyrir augum að framkvæmdir geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sig- urður Ingi Jó- hannsson sam- gönguráðherra. Upphaflega var gert ráð fyrir að hafist yrði handa um brúarsmíði árið 2025, en nú hefur tekist að þoka málinu áfram svo hægt verður að hefjast handa talsvert fyrr en áformað var. Ný Ölfusárbrú verður um 330 metra löng; stagbrú með stöpli í miðju sem hvíla mun á Efri-Laug- ardælaeyju sem er á ánni miðri nokkru fyrir ofan Selfoss. Vestan ár mun nýr Suðurlandsvegur sem nú er verið að leggja sunnan við Ing- ólfsfjall tengjast brúnni. Austan ár verður vegurinn í heimatúni á kirkjustaðnum Laugardælum og lagður yfir hluta golfvallarins þar. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdina er rúmir sex milljarðar króna. „Allir telja mikilvægt að brú komi í beinu framhaldi af nýjum Suður- landsvegi í Ölfusinu. Þess vegna meðal annars er þessari fram- kvæmd flýtt,“ segir Sigurður Ingi. „Við vonumst til að framkvæmdir við brúna hefjist næsta vor og hún verði þá tilbúin einhvern tíma á árinu 2025. Vissulega hefur þetta verkefni lengi verið á stefnuskrá og því oft frestað, en nú er þetta að komast á beina braut.“ Framkvæmdir við brúna nýju verða fjármagnaðar með svokallaðri PPP-leið, samvinnuleið sem styðst við lög um samvinnuverkefni og samþykkt voru á Alþingi í júní 2020; það er samstarfi ríkis, verktaka og fjármálafyrirtækja sem lána fé í verkefnið. Skv. samgönguáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við verk- ið verði 6,1 ma. króna og að brúsinn verði borgaður með veggjöldum. Áætlanir hafa þá miðast við að gjald fyrir hvern bíl sem yfir brúna fer gæti orðið um 400 krónur. Fljótt greitt niður „Í samtölum mínum við fólk á Suðurlandi er ný Ölfusárbrú oft rædd. Þar greini ég að fólki er í mun að fá nýja brú sem fyrst og að fæst- um finnst veggjöld vera tiltökumál, megi það flýta framkvæmdum,“ seg- ir Sigurður Ingi. „Viðmiðið var að veggjaldið yrði um 400 krónur, en nú heyrist mér á fólki að því þyki 500-700 króna gjald ekkert mál. Með ögn hærra gjaldi verður fram- kvæmdin greidd niður fyrr en ella – og því eru margir möguleikar hvað varðar fjármögnun í skoðun jafn- hliða útboðsgerð.“ sbs@mbl.is Tölvumynd/EFLA Brýr Nýja brúin yfir Ölfusá verður nokkru fyrir ofan byggðina á Selfossi. Útboð um áramót - Nýrri Ölfusárbrú flýtt - Undirbúa fjármögnun - Veggjöld ekki tiltökumál Sigurður Ingi Jóhannsson Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Íbúar Grjótaþorpsins í Reykjavík leita nú réttar síns varðandi garð- hýsi sem situr í garði eins af elstu húsum þorpsins, Hákots við Garða- stræti. Sverrir Guðjónsson, einn af íbúum, segir þá nú íhuga að kæra málið til lögreglu en smáhýsið var sett niður í leyfisleysi borgaryfir- valda. Ósamræmi byggingarfulltrúa Í skriflegu svari til blaðamanns frá Robert Pajdak, ráðgjafaverk- fræðingi á umhverfis- og skipulags- sviði, segir að samþykki skrifstofu rekstrar og umhirðu borgarlandsins hafi verið sent til embættis bygging- arfulltrúa. Borgarland er samheiti yfir allt það landsvæði sem tilheyrir Reykjavíkurborg, götur, gang- stéttir, stíga og opin svæði, en smá- hýsið er nær borgarlandi en þrír metrar og þurfti því samþykki. Sam- þykkið lá hins vegar ekki fyrir er hýsinu var komið fyrir í byrjun júlí. „Við höfum ekki fengið að vita neitt og ekki fengið nein svör um það að þetta hafi verið samþykkt,“ segir Sverrir og nefnir tölvupóst frá bygg- ingarfulltrúa sem barst 5. ágúst þar sem hann staðfestir að hýsið hafi verið sett niður í óleyfi. „Ég held að borgin sé að reyna að ýta þessu frá sér,“ segir Sverrir. „Þeir taka greini- lega ekki tillit til þess að Grjótaþorp- ið nýtur hverfisverndar í skipulagi en við fengum þær upplýsingar frá Minjastofnun. Þetta hverfi hefur það mikla sérstöðu að það nær út fyrir landsteina. Hvernig stendur á því að svona illa passandi kofabygging geti komið hérna inn í Grjótaþorpið og brotið algjörlega upp þessa götu- mynd og umhverfi þorpsins án þess að biðja um leyfi?“ spyr Sverrir og nefnir að ekki sé tekið tillit til húsanna í kring. Hann nefnir að í Byggingasögu Grjótaþorps, sem Nikulás Úlfar Másson, núverandi byggingar- fulltrúi, ritaði og kom út árið 2000, leggur Nikulás áherslu á að varð- veita Grjótaþorpið í núverandi mynd. „Það ber því að sýna sérstaka aðgát við allt inngrip inn í Grjóta- þorpið, svo sem með nýbyggingum, viðbygginum og breytingum á hús- um,“ segir í ritinu. Segir Sverrir því bera á ósamræmi í orðum Nikulásar og framkomu borgarinnar nú. Móðgandi fyrir löghlýðna „Þó að samþykki liggi fyrir um einhverjar mælingar þá er hýsið sett upp í óleyfi og það hljóta að vera ein- hver viðurlög við því,“ segir Sverrir, en Robert hjá umhverfis- og skipu- lagssviði svaraði ekki þeirri spurn- ingu blaðamanns. „Við erum nú að skoða það með okkar lögfræðilega bakhjarli hvort það sé eðlilegast að kæra málið til lögreglu, en við þurfum að athuga hver sé besta leiðin í þessu máli,“ segir Sverrir og bætir við að málið sé hið sérkennilegasta. Hann nefnir að íbúar sendu fyrir helgi mótmæli til margra einstakra embættismanna og nokkurra stjórnmálamanna innan borgarkerfis Reykjavíkur. Þar er óskað eftir fundi varðandi garðhýsið við fyrsta tækifæri. „Þetta er líka móðgandi fyrir alla þá sem fylgja reglugerðum og eru að passa upp á þorpið og húsin sem í því standa. Fólkið sem vill hafa þetta allt eftir bókinni,“ segir Sverrir. Íbúar Grjótaþorps íhuga kæru til lögreglu - Samþykki hefur verið sent til embættis byggingarfulltrúa Morgunblaðið/Unnur Karen Óánægja Sverrir Guðjónsson og Oddur Björnsson, íbúar Grjótaþorpsins, vilja láta fjarlægja garðhýsið. Ríkiskaup hafa fyrir hönd Fram- kvæmdasýslu ríkisins (FSR) aug- lýst útboð á jarðvinnu vegna bygg- ingar 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík. Heimilið verður staðsett við Sjúkrahús HSN á Húsavík, við götuna Auðbrekku. Frá heimilinu verður gott útsýni út á Skjálfanda, að því er segir í tilkynningu Fram- kvæmdasýslunnar, FSR. Reiknað er með að útboð vegna smíði hússins fari fram snemma árs 2022 og að framkvæmdir við bygginguna hefjist á vordögum. Samkvæmt áætlunum FSR á heimilið að vera tilbúið árið 2024. Hönnunarsamkeppni var haldin vorið 2020 og alls bárust 23 til- lögur. Fyrstu verðlaun í sam- keppninni fékk tillaga Arkís og Mannvits. Jarðvinnan sem nú fer í útboð verður býsna umfangsmikil. Grafa þarf upp um 23 þúsund rúmmetra af jarðvegi og losa um 200 rúm- metra af bergi. Tölvumynd/Framkvæmdasýslan Húsavík Hjúkrunarheimilið nýja verður aftan við sjúkrahúsið. Gott útsýni verður þaðan út á Skjálfandaflóann. 60 rými verða á heimilinu. Jarðvinnan boðin út - Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík hefst á vordögum 2022

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.