Morgunblaðið - 24.08.2021, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.08.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 GEFÐU STARFSFÓLKINU DAGAMUN Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talíbanar hótuðu í gær alvarlegum „afleiðingum“ ef Bandaríkjamenn, Bretar og önnur erlend ríki hafa enn herlið í Afganistan eftir 31. ágúst næstkomandi, en þann dag rennur út sá tímafrestur sem Joe Biden Banda- ríkjaforseti hefur sett á brottflutning allra hermanna frá landinu. Biden er nú undir miklum þrýst- ingi frá Bretum og Evrópusamband- inu um að framlengja dvöl herliðsins í landinu umfram þann tíma til þess að hægt verði að koma undan þeim mikla fjölda, sem nú bíður þess á flug- vellinum í höfuðborginni Kabúl að verða fluttur undan harðstjórn og hefnd talíbana. Ringulreið ríkir á flugvellinum, og lést einn afganskur hermenn og þrír erlendir ríkisborgarar eftir að víga- menn gerðu áhlaup á hann, en þýskar og bandarískar hersveitir aðstoðuðu við að kveða árásina niður. Banda- ríska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að enn væri ekki vitað hverjir stæðu að baki árásinni. Hershöfðinginn Hank Taylor sagði á blaðamannafundi í Pentagon í gær að nú hefði tekist að flytja 16.000 manns á brott á undanförnum sólar- hring, og að Bandaríkin hefðu bjarg- að um 37.000 manns frá Afganistan í heildina síðan Kabúl féll um miðjan mánuðinn. Munu neita öllum beiðnum Biden lýsti því yfir í fyrrinótt að viðræður stæðu nú yfir um að fram- lengja þann tímafrest sem bandarískt herlið hefði til að yfirgefa Afganistan. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, mun að öllum líkindum biðla til Bidens að veita brottflutningnum meiri tíma, en leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims funda um stöðuna í dag. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að meiri tíma væri þörf til þess að hægt yrði að ljúka brottflutningi allra sem nú sækja að flýja land, og Heiko Ma- as, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að Þjóðverjar ættu nú í viðræð- um við bæði Bandaríkjamenn og ta- líbana um að framlengja tímafrestinn fram yfir 31. ágúst. Suhail Shaheen, talsmaður talí- bana, sagði hins vegar í gær að svarið við öllum slíkum umleitunum yrði neitandi, þar sem það myndi vera ígildi þess að framlengja „hersetu er- lendra ríkja“ yfir Afganistan. Þá sögðu tveir heimildarmenn AFP-fréttastofunnar úr röðum talíb- ana, að þeir myndu ekki tilkynna um ríkisstjórn sína eða hverjir eigi sæti í henni fyrr en síðasti bandaríski her- maðurinn er farinn úr landi. Talí- banar hétu því á laugardaginn að þeir myndu sækjast eftir að mynda bráða- birgðastjórn með aðild sem flestra af þeim stríðandi fylkingum sem tekist hafa á í Afganistan. Abdul Ghani Baradar, annar af stofnendum talíbana-hreyfingarinn- ar kom til Kabúl á laugardaginn og hóf þar viðræður um myndun bráða- birgðastjórnar við ýmsa trúarleið- toga, embættismenn og stríðsherra. Á meðal þeirra sem tóku þátt í við- ræðunum fyrir hönd talíbana var Khalil Haqqani, en hann er á lista bandarískra stjórnvalda yfir þá tíu hryðjuverkamenn sem þau vilja helst koma höndum yfir. Hafa umkringt Pansjír-dal Talíbanar hafa átt í skærum við andspyrnuliða og fyrrverandi her- menn stjórnarhersins utan höfuð- borgarinnar Kabúl, einkum í norður- héruðum landsins. Þeir lýstu því yfir í gær að vígamenn talíbana hefðu um- kringt óvini sína í Pansjír-dalnum, en þar er rótgróin andstaða við yfirráð talíbana. Talsmenn talíbana sögðu hins veg- ar að viðræður stæðu nú yfir um upp- gjöf, og að þeir vildu leysa úr stöð- unni á friðsaman hátt. Einn leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar er Ahmad Massoud, sonur stríðsherrans Ah- mads Shah Massoud, sem á sínum tíma leiddi mótspyrnu Norðurbanda- lagsins svonefnda gegn yfirráðum ta- líbana. Massoud eldri, sem kallaður var „ljónið frá Pansjír“, var myrtur tveimur dögum fyrir hryðjuverka- árásirnar 11. september 2001. Haqqani lýsti því yfir um helgina, að á meðal þeirra sem hann hefði rætt við væri Massoud yngri, og að hann hefði lýst yfir „hollustu“ við hreyfingu talíbana. Massoud, sem í síðustu viku óskaði eftir aðstoð Bandaríkjastjórnar, hefur ekki svar- að þeirri yfirlýsingu, en Ali Maisam Nazary, talsmaður andspyrnusveita í Pansjírdalnum, sagði við AFP-frétta- stofuna um helgina að þær væru nú að búa sig undir löng átök, en á sama tíma útilokuðu þær ekki þátttöku í bráðabirgðastjórn talíbana. „Skilyrðin fyrir friðarsamkomulagi við talíbana eru minni miðstjórn og kerfi sem tryggir samfélagslegt rétt- læti, jafnrétti, mannréttindi og frelsi fyrir alla,“ sagði Nazary. AFP Kabúl Vígamenn talíbana keyra nú um götur Kabúl til að viðhalda yfirráðum sínum yfir borginni og gæta friðar. Veita engan frest á brottför - Talíbanar hóta „afleiðingum“ verði útlenskt herlið ekki farið frá Afganistan fyrir 31. ágúst - Biden undir þrýstingi bandamanna um að framlengja dvöl herliðsins - Talíbanar reyna að mynda stjórn Bandaríska matvæla- og lyfjastofn- unin, FDA, veitti í gær bóluefni Pfi- zer gegn kórónuveirunni fullt og óskilyrt markaðsleyfi. Janet Wood- cock, forstjóri stofnunarinnar, sagði ákvörðunina marka vendipunkt í baráttunni gegn heimsfaraldrinum, en hingað til hafa þau bóluefni sem þróuð hafa verið gegn kórónuveir- unni verið á skilyrtu leyfi vegna neyðar. „Samþykki FDA ætti að veita auk- ið traust fyrir því að þetta bóluefni sé öruggt og skilvirkt,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti á Twitter-síðu sinni þegar samþykkið lá fyrir, en bólusetningarherferð stjórnvalda hefur hökt nokkuð, þar sem nokkur hópur Bandaríkjamanna hefur látið í ljós efasemdir um öryggi bóluefn- anna. Tilkynningin varð til þess að Bandaríkjaher lýsti því yfir að hann myndi skylda hermenn sína til þess að fá bóluefnið. Nokkur umræða hef- ur verið um hvort herinn ætti að taka upp slíka skyldu, en bandarískir her- menn þurfa nú þegar að fá bólusetn- ingu gegn 17 öðrum sjúkdómum. Þá ákváðu borgaryfirvöld í New York að þau myndu skylda alla sem starfa við menntakerfi borgarinnar til þess að fá að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu fyrir 27. sept- ember næstkomandi. Fréttaskýr- endur vestanhafs gerðu ráð fyrir því að fleiri fyrirtæki og stofnanir myndu skikka starfsmenn sína í bólusetningu, nú þegar bóluefnið hefur fengið samþykki FDA. Amesh Adalja, smitsjúkdóma- læknir hjá Johns Hopkins-háskólan- um, sagði við AFP-fréttastofuna að hann vonaðist til að fleiri myndu nú láta bólusetja sig, þar sem ekki væri lengur hægt að halda því fram að um „tilraunaefni“ væri að ræða. Pfizer komið með fullt leyfi - Bólusetning skylda í Bandaríkjaher AFP Bólusetning Bóluefni Pfizer er nú komið með fullt leyfi FDA. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkja- menn myndu áfram standa á bak við skuldbindingar sínar í Asíu, en hún var í opinberri heimsókn í Singapúr. „Ég er hér, því Bandaríkin eru forysturíki í heiminum, og við tökum það hlutverk alvarlega,“ sagði Harris, en orðum hennar var ætlað að slá á ótta við að brottflutningur Bandaríkjahers frá Afganistan markaði breytta stefnu í heimshlut- anum. Harris svaraði hins vegar ekki beint spurningum um hvort trúverð- ugleiki Bandaríkjanna hefði orðið fyrir skaða vegna tíðinda síðustu vikna frá Afganistan, en sagði að Bandaríkjastjórn einbeitti sér nú að því að flytja á brott bandaríska ríkisborgara, Afgani sem hefðu unnið fyrir erlend ríki og aðra sem væru í viðkvæmri stöðu. Harris hyggst heimsækja fleiri ríki Suðaustur-Asíu á ferðalagi sínu, en í dag mun hún fara til Víetnam. Taka hlutverk sitt alvarlega KAMALA HARRIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.