Morgunblaðið - 24.08.2021, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Langt er síðan
fyrst var
kvartað
undan loftgæðum í
Fossvogsskóla og
börn tóku að veikj-
ast þar án sérstakra viðbragða
borgarinnar. Vorið 2019 var
skólanum þó lokað vegna myglu
og tekið til við viðgerðir, sem
samt voru ekki árangursríkari
en svo að áfram kenndu börn sér
meins. Við því var fyrst skellt
skollaeyrum, en í vor var loks
brugðið á það ráð að loka Foss-
vogsskóla og aka um 350 skóla-
börnum og 50 manna starfsliði
meira en 10 km leið í Korpu-
skóla, sem stóð tómur, en þar
fundust líka rakaskemmdir og
mygla þegar til átti að taka.
Nú, rétt rúmri viku fyrir ætl-
aða skólasetningu, stóð til að
kennsla færi fram í Víkings-
heimilinu, en þegar foreldrar
gerðu athugasemdir við aðstöð-
una þar, var gerð fyrirvaralaus
netkönnun um hvar börnunum
væri best niður komið, af því að
borgaryfirvöld vildu varpa
ábyrgðinni á foreldrana. Um
kostina vissu fæstir þeirra nokk-
uð, en til að bæta gráu ofan á
svart var þetta opin netkönnun,
sem hver sem er gat kosið um.
Þetta væri hlægilegt ef það væri
ekki sárgrætilegt.
Það hefur verið með ólík-
indum að horfa upp á vandræða-
gang borgaryfirvalda vegna
Fossvogsskóla undanfarin ár.
Enn þá, enn og aftur er skóla-
starfið í uppnámi. Orðið vand-
ræði nær þó ekki fyllilega utan
um framgang borgaryfirvalda,
sem hefur ekki aðeins einkennst
af tómlæti og vanhæfni til þess
að sinna skyldum sínum, heldur
einnig undanbrögðum og ósann-
indum eftir því sem málið vindur
upp á sig.
Öll höfum við skyldum að
gegna gagnvart börnum; for-
eldrar gagnvart eigin börnum,
en í siðuðu samfélagi höfum við
líka sameiginlegar skyldur
gagnvart öllum börnum hvað
varðar öryggi og aðbúnað, heil-
brigði og uppfræðslu. Þær sam-
eiginlegu skyldur höfum við að
mestu falið stjórnvöldum, sem
við höfum valið í lýðræðislegum
kosningum. Þeim völdum fylgir
mikil ábyrg.
Á vef Reykjavíkurborgar seg-
ir að skóla- og frístundaráð
borgarinnar skuli gæta þess að
skólar „búi við fullnægjandi hús-
næði og að annar aðbúnaður sé
fyrir hendi.“ Börn, kennarar og
annað starfslið í Fossvogsskóla
hafa ekki búið við fullnægjandi
húsnæði árum saman, en borg-
arstjóri og borgarkerfið hafa
lokað augum fyrir vandanum,
ekki viljað ræða hann og dregið
lappirnar við úrlausn hans svo
með ólíkindum er.
Fyrir nokkrum vikum hældist
Samfylkingin um af verkefninu
Betri borg fyrir börn. Skeyting-
arleysi borgarstjóra, borgar-
stjórnar og borgar-
kerfisins gagnvart
börnum í Fossvogs-
skóla og heilbrigði
þeirra og menntun
bendir ekki til þess
að sú umhyggja risti djúpt.
Það gengur ekki fyrir meiri-
hlutann að láta eins og þetta sé
eitthvert pólitískt upphlaup á
vegum minnihlutans; þetta er
ekki flokkspólitískt mál umfram
það sem Samfylkingin og stuðn-
ingsflokkar hennar hafa gert
það að. Raunar hafa fulltrúar
minnihlutans verið ákaflega til-
litssamir að því leytinu og bar-
áttan fyrir lausn málsins hefur
að mestu verið rekin af for-
eldrum barna í Fossvogsskóla.
Þar á meðal er Agnar Freyr
Helgason, dósent við Háskóla
Íslands, sem situr í skólaráði
fyrir hönd foreldra, sem er fyrr-
verandi formaður ungliðahreyf-
ingar Samfylkingarinnar í
Reykjavík.
Það er ömurlegt að fylgjast
með því hvernig borgaryfirvöld í
Reykjavík hafa ekki aðeins
brugðist skyldum sínum við
börn í Fossvogsskóla, reynt að
eyða málinu og drepa því á dreif,
gefið rangar og misvísandi upp-
lýsingar og bitið höfuðið af
skömminni með því að reyna að
varpa ábyrgðinni af sér, rétt
eins og þeim komi málið lítt sem
ekki við.
Ábyrgðin er samt augljós.
Hana bera öðrum fremur Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri og
Skúli Helgason, formaður
Skóla- og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar, sem báðir
sitja í borgarstjórn fyrir Sam-
fylkinguna. Þeir bera þó ekki
skömmina einir, enda nóg af
henni fyrir alla. Ábyrgðina ber
gervallur borgarstjórnarmeiri-
hlutinn, Píratar, Viðreisn og
Vinstrigræn líka. Og skömmina
líka.
Hér er ekkert smámál á ferð-
inni. Þarna er einn af grunn-
skólum borgarinnar kominn á
vergang, beinlínis vegna van-
rækslu borgaryfirvalda á grunn-
skyldum sínum. Málið er ekki
nýframkomið, heldur var mygl-
an mallandi í Fossvogsskóla ár-
um saman, börn að veikjast og
verða af námi vegna óskiljanlegs
áhugaleysis, doða og sleifarlags
hjá stjórnendum á vegum borg-
arinnar, þar sem bæði stjórn-
málamenn og embættismenn
borgarinnar virtust vona að mál-
ið leystist af sjálfu sér og köll-
uðu umkvartanir foreldra móð-
ursýki. Og þrátt fyrir allt sem á
undan er gengið virðast öll við-
brögð borgarinnar enn miðast
við að koma sér undan ábyrgð.
Borgarbúum gefst kærkomið
tækifæri til þess að létta þeirri
ábyrgð af borgarstjórnarmeiri-
hlutanum næsta vor. Hann
stendur ekki undir henni, en
verra er að þangað til þurfa 350
börn áfram að þola mygluna í
ráðhúsinu.
Borgarstjórnar-
meirihlutinn hefur
brugðist börnunum}
Myglan í ráðhúsinu
S
und er frábær hreyfing, nærandi fyrir
bæði líkama og sál. Bað- og sund-
menning landans er raunar svo
sterk, að foreldrar kenna börnum
sínum að umgangast vatn frá unga
aldri, ýmist í ungbarnasundi eða með reglulegu
busli og leik í laugum landsins. Skólakerfið gegn-
ir einnig lykilhlutverki, því sundkennsla er hluti
af íþróttakennslu öll grunnskólaárin. Undanfarið
hafa hins vegar ýmsir dregið í efa þörfina á því,
enda ættu unglingar frekar að læra aðra hluti á
efsta stigi grunnskóla.
Á dögunum lagði hópur ungmenna, sem skipa
ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna, breytingatillögur fyrir ríkisstjórnina. Hóp-
urinn lagði til, að sundkennsla yrði valfrjáls á
efsta stigi í grunnskóla en aðrir þættir settir í
námskrána í hennar stað. Ungmennin vilja
kennslu í fjármálalæsi í aðalnámskrá grunnskóla, svo nem-
endur skilji allt frá launaseðli til stýrivaxta. Þau vilja vand-
aða umhverfisfræðslu fyrr á námsferlinum, í stað hræðslu-
fræðslu eins og þau segjast fá núna. Þau vilja aukna kennslu
um réttindi barna, hinsegin fræðslu og lífsleikni í aðal-
námskrá grunnskólanna. Þá leggja þau til breytt einkunna-
kerfi, þar sem talnaeinkunn komi í stað hæfniviðmiða sem
fáir nemendur og foreldrar skilji til fulls.
Hugmyndir ungmennaráðs eru góðar og ríma vel við
markmið menntastefnu, sem ég lagði fyrir og Alþingi sam-
þykkti síðastliðinn vetur. Menntastefnan tekur mið af þörf-
um samfélagsins á hverjum tíma, þar sem markmiðið er að
tryggja öllum börnum góða menntun og jafna
tækifæri þeirra til lífsgæða í framtíðinni.
Skyldusund á unglingsárum er ekki endilega
lykillinn að því, þótt mikilvægi góðrar hreyf-
ingar verði seint ofmetið.
Menntastefna er einskis virði án aðgerða,
sem varða leiðina að markmiðinu. Þess vegna er
umfangsmikil og metnaðarfull aðgerðaáætlun í
smíðum, í víðtæku samráði við lykilaðila í skóla-
kerfinu og Efnahags- og framfarastofnunina
(OECD). Fyrsta áfanga af þremur verður
hleypt af stokkunum í september, þegar nýhafið
skólastarf vetrarins verður komið vel af stað og
ég hlakka til að taka utan af þeim harða pakka.
Aðgerðirnar eiga að efla menntakerfið okkar,
tryggja betur en áður skóla án aðgreiningar og
stuðla að bættu starfsumhverfi kennara.
Efnisbreytingar á aðalnámskrá grunnskól-
anna koma sannarlega til greina, við innleiðingu mennta-
stefnunnar. Þær eru vandmeðfarnar og varfærni innbyggð í
grunnskólakerfið, enda leiðir aukið vægi einnar náms-
greinar til minna vægis annarrar.
Unglingarnir okkar þurfa svo sannarlega að synda en all-
ar breytingar eru mögulegar með góðum vilja og minna
vægi sundkennslunnar gæti skapað svigrúm fyrir aðrar að-
kallandi greinar. Skólasamfélagið þyrfti svo í sameiningu að
ákveða, hvernig sá tími yrði best nýttur.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Þurfa unglingar að synda?
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
og þingmaður Framsóknarflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
U
ndanfarna daga hefur
borið mikið á umræðu
um Covid-sjálfspróf en í
gær gerði heilbrigðis-
ráðherra breytingu á reglugerð
sem kvað á um að einungis heil-
brigðisstarfsmanni eða sérþjálf-
uðum starfsmanni væri heimilt að
framkvæma greiningu á vottuðu
hraðprófi. Voru sjálfspróf því áður
bönnuð en eru nú leyfileg.
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfir-
læknir ónæmisfræðideildar Land-
spítalans og prófessor í ónæm-
isfræði, segist
vera fylgjandi
slíkum sjálfs-
prófum. Hann
telur þó að notk-
un þeirra verði
að vera í sam-
ráði við sýkla-
og veirufræði-
deild Landspít-
ala. „Það er al-
gert lykilatriði
að sérfræðingar þeirrar deildar
hafi eitthvað um þetta mál að
segja þegar ákveðið er hvaða próf
eigi að taka upp og hvers konar
eftirlit eigi að vera á notkuninni.
Það er mikilvægt að þessi próf séu
að gera það sem þau segjast eiga
að gera,“ segir Björn og nefnir að
alltaf séu einhverjir sem séu ekki
greindir með sjúkdóminn en eru
sannarlega með hann. „Það er
vandinn en ég er fylgjandi því að
þetta sé notað skynsamlega til að
auka öryggi borgaranna. Ég held
að það sé ekki hægt að nota þessi
próf til þess að greina endilega
sjúkdóminn líkt og PCR-prófin.“
Ekki rannsökuð á Delta
Björn segir mikilvægt að fólk
geri sér grein fyrir því hvaða
greiningapróf er verið að tala um.
„Í grunninn má segja að þessi próf
sem eru notuð til þess að greina
hvort viðkomandi geti verið sýktur
af Covid-veirunni séu þrenns kon-
ar. Þau próf sem við höfum helst
notast við hérlendis eru kjarnsýru-
próf (PCR-próf) og mótefnavaka-
próf sem eru hraðprófin. Með
þessum prófum er kannað í ein-
hverjum líkamsvessa sem er oftast
nær í nefholi eða í yfirborði slím-
húðarinnar hvort veiran sé til stað-
ar.“
Þá nefnir Björn að mikilvægt
sé að gera greinamun á næmi og
sértæki greiningaprófanna til þess
að gera grein fyrir notagildi
þeirra. „Þegar við tölum um næmi
prófs er það geta prófs til þess að
finna þá sem hafa sannarlega sjúk-
dóm. Þegar við tölum um sértæki
þá er það næmi prófs til þess að
finna þá sem eru sannarlega nei-
kvæðir. Það er því mikill munur á
þessu tvennu en oftast er eingöngu
talað um næmi prófanna.“
Björn segir að kjarnsýru-
prófin séu næmust en þau greina
erfðaþætti veirunnar. „Þau hafa
næmi sem er í flestum tilvikum vel
yfir 97% en það þýðir þó, að það
eru 3% af þeim sem eru jákvæðir
sem sannarlega hafa sjúkdóminn
en eru neikvæðir í prófinu.“ Þá
segir Björn að einnig skipti máli
hvar sýnið sé tekið. „Þau sýni sem
eru tekin aftast í nefkokinu, sem
oftast þarf nokkuð þjálfaðar hend-
ur til að gera, eru best,“ segir
Björn og nefnir að sýni sem séu
tekin í munnholi séu verst.
„Það sem gerir þetta nú flókn-
ara er það að við erum að eiga við
nýtt afbrigði veirunnar sem þessi
próf voru upphaflega ekki hönnuð
fyrir en þetta afbrigði hefur breytt
erfðaefni sínu að einhverju leyti.
Við eigum eftir að fá uppreiknað
næmi þessara prófa á þetta nýj-
asta afbrigði veirunnar. Þó að allt
bendi til þess að næmi PCR-
prófanna sé mjög gott.“
Hin gerð greiningarprófa sem
notuð eru hérlendis eru síðan
hraðprófin en þau greina ekki
erfðaefni veirunnar. Björn nefnir
þó að slík próf séu að ryðja sér til
rúms. „Hraðprófin sem við þekkj-
um eru að greina afurðir svokall-
aðra MRN-sameinda sem eru pró-
tein. Þessi próf hafa alls ekki eins
gott næmi og sértæku PCR-
prófin.“
Björn nefnir að Evrópusam-
bandið setji góð skilmerki um hvað
hraðprófin þurfi að uppfylla.
„Vandinn þarna er hins vegar að
það eru um 130 próf samþykkt og
við höfum ekki nákvæmar upplýs-
ingar um flest þeirra. Þá hefur
ekki að minni vitund verið sann-
reynt að prófin greini Delta-
afbrigði veirunnar,“ segir Björn og
nefnir að flest þessara prófa komu
á markaðinn löngu áður en af-
brigðið var komið á fulla ferð.
„Það má því vel vera, þótt ég geti
ekki fullyrt það, að sum þessara
prófa uppfylli ekki þau skilmerki
um að þau hafi yfir 90% næmi við
afbrigðinu.“
Björn segist vera fylgjandi því
almennt að fólk taki þátt í eigin
heilsu, „þetta er ein leiðin í því, en
það er mikilvægt að það sé haft
gott eftirlit með þessu og menn
séu að gera þetta á réttum for-
sendum. Við megum ekki vera að
skapa falskt öryggi.“
„Megum ekki vera að
skapa falskt öryggi“
AFP
Hraðpróf Heilbrigðisráðherra hefur nú heimilað að einstaklingum sé
heimilt að nota sjálfspróf til greiningar Covid-19 á sjálfum sér.
Björn Rúnar
Lúðvíksson