Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 22

Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Ljós- myndanámskeið kl. 12.45-14.45. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Velkomin. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Bónusrútan kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45 -15.15. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Hraunsel Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Bingó kl. 13.15. Korpúlfar Botsía kl. 10 í Borgum. Helgistund kl. 10.30. Spjallhópur í Borgum kl. 13 og Hannes Guðrúnarson mætir með gítarinn í Borgir kl. 13.30 og stýrir samsöng með þekktum lögum sem allir kannast við. Grímuskylda og virðum sóttvarnarreglur. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á hressandi hópþjálfun í setustofu kl. 10.30, kl. 14.15 verður nytsamleg tölvu- og snjallsíma aðstoð. Við endum svo daginn á gönguferð í verslun kl. 15. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Seltjarnarnesslaug kl. 7.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Pútt á flötinni við Skólabraut kl. 11. Kynningarfund- ur vegna vetrardagskrárinnar verður fimmtudaginn 8. september, en þá verður opið hús í salnum á Skólabraut milli kl. 13 og 16. Endilega kíkið í heimsókn í aðstöðu félagsstarfsins og fáið nánari upplýsingar eða hringið í Kristínu,s. 8939800. kristin.hannesdottir@seltjarnarnes.is Nú !##u" þú það sem þú $ei%a" að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA Færir þér fréttirnar mbl.is Bækur Bækur til sölu Chess in Iceland Willard fiske 1905. Þjóðsögur Sigfúsaar Sigfússonar 1-16, ib., Megas textabók, Ritsafn Kristmanns Guðmundssonar, The adventures of Huckleberry Finn, 1884 ,1. útg., Íslensk bygging Guðjón Samúlesson, Íslenskt fornbréfa- safn 1-14, ib., ób., Ný jarðabók fyrir Ísland 1861, Íslenskir Annálar 1847, Marta og María, Tove Kjarval 1932, áritað,1886, Skarðsbók, Ljóðabók Jóns Þorlákssonar, Bægisá, Svarfdæl- ingar 1-2., Árbækur Espolíns 1- 12, 1. útg., Aldafar og örnefni í Önundarfirði, Gestur Vestfirð- ingur 1-5, Stjórnartíðindi 1885- 2000, 130 bindi, Manntalið 1703, Kollsvíkurætt, Fjallamenn, Hæstaréttardómar 1920-1960, 40 bindi, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar, Kvennablaðið 1.-4. árg, Bríet 1895, Ódáðahraun 1-3, Fritzner orðabók 1-4, Flateyjar- bók 1-4, Íslenskir Sjávarhættir 1- 5, Tímarit Verkfræðinga Íslands 1.-20. árg., Tímarit hins íslenska Bókmenntafélags 1-25, Árs- skýrsla sambands íslenskra Raf- veitna 1942-1963. Hín 1.- 44. árg., Töllatunguætt 1-4, Síðasti musterisriddarinn, Parceval, Ferðabók Þ. TH., 1- 4, önnur útg., Ættir Austfirðinga 1- 9, Heims- meistaraeinvígið í skák 1972, Landfræðisaga Íslands 1-4, Lýsing Íslands 1-4, plús minning- arbók Þ. HT., Almanak hins Íslenska Bókmenntafélags 1875 - 2006, 33 bindi, Inn til fjalla 1-3, Fremra Hálsætt 1-2, Kirkjuritið 1.- 23. árg., Bergsætt 1- 3, V-Skaftafellsslýsla og íbúar hennar, 1. útg. Náttúrfræðingur- inn 1.-60. árg., ób., Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi 1874, Dvöl 1-10 Torfhildur Hólm 1901, Hvað er bak við myrkur lokaðra augna. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar 100% RAFMAGN MERCEDES-BENZ EQC 400 4matic. Árgerð 2021, ekinn 4 Þ.KM, rafmagn, sjálfskiptur . Verð 10.590.000. Rnr.120919. SÁ VINSÆLASTI Í DAG MMC Outlander Intense Phev Plug In Hybrid. Árgerð 2021, Óekinn NÝR BÍLL, Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur. Verð 5.350.000. Rnr.215593. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Smá- og raðauglýsingar Hálsfesti týnd Hálsfesti með stjörnumerki tapaðist í Landspítalanum við Hringbraut í blóðtöku- eða röntgendeildinni þann 12. ágúst. Finnandi vinsamlegast hafið sam- band í síma: 864-2035 eða í gegnum netfangið hjp@internet.is Fundarlaun í boði. Tapað/fundið ✝ Lára Runólfs- dóttir fæddist á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 8. júlí 1934. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlíð sunnu- daginn 15. ágúst 2021. Foreldrar henn- ar voru Runólfur Guðmundsson, bóndi og póstur, f. 21. janúar 1898, d. 4. janúar 1989, og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. maí 1899, d. 11. mars 1992. Systkini Láru: Einar, f. 2. nóvember 1921, d. 30. mars 2003. Björg Halldóra, f. 24. júlí 1923, d. 3. mars 2013. Gunnar, f. 27. mars 1927, d. 13. apríl 2017. Kristín, f. 6. desem- ber 1928, d. 25. maí 2015. Guðný Sigurbjörg, f. 17. októ- ber 1930, d. 3. ágúst 2016. Sig- rún, f. 8. júlí 1934, tvíburasyst- ir Láru. Lára giftist 19. júlí 1957, eft- Hafsteinn, Haukur og Hinrik. 4. Hugrún Ósk, f. 2. febrúar 1973, maki Ottó Biering Ott- ósson, synir: Hermann Biering, Vilhelm Ottó Biering og Lárus Sólon Biering. Barna- barnabörnin eru 17. Lára stundaði hefðbundið barnaskólanám eins og var á þeim tíma. Veturinn 1955 til 1956 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann að Löngu- mýri í Skagafirði. Lára vann víða við heimilisaðstoð og einn- ig hálfan vetur á hótel Vík í Reykjavík. Lára og Hermann hófu búskap á Hámund- arstöðum í Vopnafirði árið 1957 í félagi við foreldra Her- manns. Árið 1975 hættu þau búskap og fluttu til Akureyrar. Á Akureyri vann Lára lengst af á Skinnaiðnaði. Útför Láru fer fram frá Ak- ureyrarkirkju, í dag, 24. ágúst 2021, kl. 13. Athöfninni verður streymt, stytt slóð: https://tinyurl.com/mj3w8kut Hlekk á streymi má finna á: https://mbl.is/andlat Jarðsett verður í kirkjugarðinum á Naustahöfða á Akureyri. irlifandi eig- inmanni sínum, Hermanni Ein- arssyni, f. 17. mars 1929, syni hjónanna Guð- bjargar Guð- mundsdóttur, f. 30. nóvember 1897, d. 23. júlí 1990, og Einars Svein- björnssonar, f. 4. janúar 1899, d. 9. maí 1980. Börn Hermanns og Láru eru: 1. G. Eyrún, f. 22. nóv- ember 1957, maki hennar var Kolbeinn Hjálmarsson, d. 25. október 2017, dætur: Dísa Hrönn, Elín Helga og Halla Björg. Synir Kolbeins af fyrra hjónabandi eru Ármann og Björgvin. 2. Rúnar Halldór, f. 16. júní 1959, maki Guðrún Ína Einarsdóttir, börn: Guðjón Val- ur og Guðbjörg Lára. 3. Hulda Kristín, f. 11. desember 1963, maki Svanur Kristinsson, synir: Það reynist mér ekki auð- velt að setjast niður og skrifa minningargrein um hana mömmu. Ég finn fyrir miklum söknuði við fráfall hennar, en um leið ylja góðar minningar um hvað hún var hlý og góð við lítinn strák. Þegar ég síðan eltist og gat tekið þátt í sveitastörfum við hlið mömmu og pabba sá ég fljótt dugnaðinn og kraftinn sem hún bjó yfir. Oft voru vinnudagarnir langir og í mörg horn að líta á mannmörgu sveitaheimili. En að loknum löngum vinnudegi var hún vís til að bjóða mér í kapphlaup á milli húsa og alltaf lét hún mig vinna þótt hún, sem var svo létt á fæti, hefði auðveldlega unnið mig. Árið 1975 urðu miklar breyt- ingar í lífi okkar fjölskyldunn- ar, en þá brugðu foreldrar okkar búi og fluttu til Akur- eyrar. Það voru viðbrigði að koma frá því að búa í sveit og stunda nám í heimavistarskóla yfir í að flytja í svo stórt sveit- arfélag. Þá var dýrmætt fyrir okkur systkinin að hafa mömmu heimavinnandi til að hjálpa okkur við aðlögun á nýj- um stað. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur árið 1984 var það mér mikils virði að koma norður með fjölskyldu mína og njóta alls þess besta sem mamma og pabbi höfðu upp á að bjóða. Mamma var snillingur þegar kom að tertum og öðru með- læti og kom enginn að tómum kofanum hjá henni, óteljandi kökusortir og dýrindis matur alltaf á borðum fyrir svanga gesti. Aldrei var kvartað yfir innrás fjögurra manna fjöl- skyldu að sunnan um páska ár- um saman. Mamma fylgdist vel með öllum sínum afkomendum allt fram á síðasta dag og var stálminnug á menn og málefni og þá sérstaklega ef það sneri að einhverju eða einhverjum í Vopnafirði, en þar var hún fædd og uppalin og bjó þar stóran hluta ævinnar. Það er ekki nema hálfur mánuður síð- an við flettum upp í minni hennar sem var sem fyrr óbrigðult. Við leiðarlok vil ég þakka þér, mamma mín, fyrir alla þá elsku sem þú hefur sýnt mér og mínum, og ég veit að allt þitt fólk sem á undan er geng- ið hefur tekið vel á móti þér. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Rúnar. Hún Lára frænka mín hefur fengið hvíldina. Báðar ólumst við upp á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði. Hún hjá foreldrum sínum Guðrúnu og Runólfi, en ég hjá móðursystkinum mín- um, Kristínu, Halldóri og Ás- geiri, ásamt Guðnýju og Sig- rúnu systrum Láru. Þó svo að heimilin væru tvö var sam- gangur og samvinna ævinlega mikil, enda búið í sama húsinu. Eins og á öðrum sveitaheim- ilum liðu árin við hefðbundin störf innanhúss og utan. Veturinn 1955 til 1956 voru þær tvíburasystur Sigrún og Lára í Húsmæðraskólanum á Löngumýri. Það var spennandi að heyra þær segja frá dvöl- inni þar og sjá alla handavinn- una sem þær komu með heim um vorið. Enda hafði Lára allt- af mikið yndi af handavinnu. Ég var um fermingu þegar Lára og Hermann Einarsson, eiginmaður hennar í meira en sex áratugi, hófu búskap á Há- mundarstöðum í Vopnafirði og bjuggu þar til ársins 1975. Eftir að við Hermann fórum að búa á Höfn í Hornafirði voru árlegar heimsóknir og dvöl í Vopnafirði sjálfsagðar. Auðvitað var þá jafnan farið í heimsókn í Hámundarstaði til Láru og Hermanns og fjöl- skyldu þeirra. Veturinn 1973 til 1974 dvaldi Eyrún dóttir þeirra hjá okkur á Höfn og stundaði nám við gagnfræða- skólann hér. Við höfum stund- um hugleitt það, að vafalaust var það erfitt bæði fyrir Ey- rúnu 16 ára gamla og foreldra hennar að sjá á eftir henni þennan vetur, en svona gengu hlutirnir til þá. Haustið 1975 fluttu Lára og Hermann ásamt börnum sínum fjórum til Akureyrar og áttu þar heimili upp frá því. Í ferð- um okkar fjölskyldunnar þang- að norður voru þau ævinlega heimsótt og okkur alltaf tekið tveim höndum. Gestrisni þeirra var alltaf í fyrirrúmi. Á sama hátt voru þau kærkomnir gestir hjá okkur á Höfn og komu oft hér í heimsókn, ekki síst eftir að þau fóru að taka þátt í húsbílaferðum víða um land, sem þau höfðu mikla ánægju af. Oft vorum við líka samtímis í heimsókn á Ásbrandsstöðum á sumrin og þá oft margt um manninn. Undi fólk sér þar við leik og störf og minnast börnin okkar góðra kynna frá þeim tíma við Láru og fjölskyldu hennar. Eftirminnilegt er vorið 2011 en þá vorum við sem oftar í heimsókn á Akureyri og buðu þau Lára og Hermann til veislu þar sem við hittum alla stórfjölskylduna á Akureyri og áttum eftirminnilega stund saman. Skömmu seinna fékk Lára áfall og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Í síðustu heimsókn okkar til Akureyrar, haustið 2018, hittum við Láru, Her- mann, dætur þeirra og fjöl- skyldur og eigum ánægjulegar minningar frá þeirri dvöl. Það er mikill missir fyrir Sigrúnu tvíburasystur Láru þegar hún er fallin frá. Þær voru alla tíð mjög nánar og höfðu mikið samband. Oft dag- lega í síma. Við vottum henni innilega samúð, en hún er nú ein eftirlifandi systkinanna frá Ásbrandsstöðum. Hermanni, börnum og fjöl- skyldum þeirra vottum við innilega samúð og minnumst að leiðarlokum Láru með hlý- hug og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Heiðrún og Hermann. Lára Runólfsdóttir Þegar fólk býr fjarri manni þá læð- ist söknuðurinn öðruvísi að. Þótt hugur minn dvelji nú í öllum minningum okkar, elsku Dadda mín, þá síast þetta allt inn hæ- nuskref fyrir hænuskref. Það verður ekki tekið af þér að þú gerðir þitt besta sem stóra systir. Hvort sem það var að stel- Helga Brynhildur Kristmundsdóttir ✝ Helga Bryn- hildur Krist- mundsdóttir fædd- ist 29. nóvember 1974. Hún lést 20. júlí 2021. Útförin fór fram 16. ágúst 2021. ast með mig sex ára til að gata eyrað mitt eða allar þær stundir sem við hlógum saman. Þessar minningar munu ylja mér næstu ár. Undir öðrum stjörnum hefði allt orðið öðruvísi og við sætum brosandi í sólinni, því alltaf gastu brosað í gegnum allt sem gekk á. Þegar öld mín er öll þá hitt- umst við á ný. Þangað til þá bæ og heyrumst síðar. Friðvin Ingi Ernstsson Berndsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.