Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 24

Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 30 ÁRA Búi Alexander fæddist í Reykjavík en flutti fjögurra ára í Garðabæinn þar sem hann hef- ur búið síðan. Þar gekk hann í Flataskóla og síðan í Garðaskólann og var í fótbolta og handbolta þegar hann var yngri. „Við fórum ágætlega stór vinahóp- ur úr Garðabænum í MR og maður hafði heyrt góða hluti um skólann, bæði varðandi félagslíf og nám.“ Búi Alexander útskrifaðist úr MR árið 2011 og fór í eitt ár í verkfræði í HÍ, en fann sig ekki alveg þar. Þá fór hann í flugnám, en hann hefur lokið við einkaflugmannsprófið. Árið 2014 fór hann í viðskiptafræði í HR og lauk því námi 2017, en ákvað þá að bæta við sig og lauk tölvunarfræði úr sama skóla árið 2019. „Ég fékk vinnu hjá Deloitte sumarið 2019 og er búinn að vinna þar síðan, í ráð- gjafardeildinni.“ Helstu áhugamál Búa Alexanders eru golf. „Í fyrra, Covid-sumarið mikla, fór maður á fullt í golfið.“ Hann fylgist líka með íþróttum, sérstaklega fót- bolta og körfubolta og Tottenham er lið hans í ensku deildinni. FJÖLSKYLDA Foreldrar Búa Alexanders eru Eymundur Einarsson, end- urskoðandi í Garðabæ, og Ásgerður Óskarsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair. Systkini hans eru Einar, tölvunarfræðingur hjá Icelandair, og Birna, nemi og markmaður í fótbolta hjá Fylki. Búi Alexander Eymundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til. Mundu að þú ert að taka mikilvægt skref inn í framtíðina. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að ræða málin við vinnu- félaga þína svo einhver skriður komist á samstarfið. Það væri einnig skynsamlegt að bera framtíðaráform þín undir vini og vanda- menn. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er ekki hægt að gera svo að öllum líki og því skaltu halda þínu striki ótrauður. Einbeittu þér að því að byggja þig upp fyrir framtíðina. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Lífið hefur leikið við þig að undan- förnu, ekki vera hissa þótt snurður hlaupi á þráðinn á næstunni. Reyndu að láta það ekki slá þig út af laginu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mik- ilvægu máli. Ef þú vilt að þér verði eitthvað úr verki þarftu að halda þig við raunveruleik- ann. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef þú kynnist einhverjum sem þér finnst gaman að spjalla og gantast við skaltu gæta þess að sleppa ekki takinu af viðkom- andi. 23. sept. - 22. okt. k Vog Álit annarra á gjörðum þínum skiptir engu máli því þú veist að þú ert að gera rétt. Það er samt eitt og annað sem sækir á þig og veldur þér hugarangri, reyndu að hugsa um eitthvað annað. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila þér góðum árangri. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú munt komast að því að þú átt margt sameiginlegt með vinnufélögum þínum. Reyndu að vera hjálplegur og veita öðrum stuðning. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú átt gott með að láta þér lynda við aðra í dag, þökk sé jafnlyndi þínu og hæfileikum til þess að spjalla við allt og alla. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það getur reynst erfitt að losa sig við gamla siði jafnvel þótt þeir reynist manni dýrkeyptir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hafðu augun opin fyrir þeim mögu- leikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli. holtsskóla og þar fór hann að sinna trúnaðarstörfum fyrir kennara og sat m.a. í stjórn Samtaka móður- málskennara, þar af tvö ár sem for- maður. Hann hélt áfram í Kór Lang- holtskirkju. „Það var dýrmæt reynsla að syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar í Langholtskirkju. Hann var alveg einstakur maður og Þegar þau komu heim frá Noregi skráði hann sig í nám við Kennara- háskólann sem þá var þriggja ára nám og útskrifaðist sem íslensku- kennari. „Ég kynntist afar skemmti- legum leiðbeinendum og kennurum í skólanum og tel mig virkilega hepp- inn að hafa farið í þetta nám.“ Sæmundur fór að kenna við Lang- S æmundur Helgason fædd- ist 24. ágúst 1971 í Reykjavík. „Ég ólst upp í yndislegu Bakkahverfi í Neðra-Breiðholti í faðmi fjölskyldu og vina.“ Sæmundur var bæði í handbolta og í fótbolta á vet- urna. „Í mínu uppeldi var ég svo heppinn að vera í góðum félagahópi í KFUM. Á þessum tíma var mjög öfl- ugt starf hjá KFUM í skúrnum í Maríubakka og skemmtilegir leið- togar og má nefna þá Helga Gísla- son, Hreiðar Stefánsson og Arn- mund Kristin Jónasson sem leiddu starfið og voru einstaklega skemmti- legir.“ Sæmundur segir að það hafi líka verið öflugt skátastarf í hverfinu og sunnudagaskólar, en hann og vin- ir hans hafi heillast af KFUM. Á sumrin dvaldi hann hjá Guðríði, föð- urömmu sinni, í Austurhlíð í Blöndu- dal fram á unglingsárin. Sæmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1991. „Þá var MS hverfisskóli fyrir Neðra-Breiðholt og það varð eig- inlega örlagavaldur í mínu lífi því ég kynntist síðan Kristínu konunni minni í MS. „Systur okkar Kristínar sungu í kór MS og þær plötuðu okk- ur Kristínu í kórinn með sögum um skemmtileg kórpartí. Við sáumst í fyrsta skipti á kóræfingu og ég man eftir skrýtnu og sætu stelpunni frá Hornafirði í gulu úlpunni. Við kynnt- umst þarna en byrjuðum ekki saman fyrr en í útskriftarferðinni til Mal- lorca. Þar var mikið djamm, en minna hjá okkur Kristínu, því við vorum svo ástfangin.“ Eftir skólann fór Sæmundur að vinna hjá Bræðrunum Ormsson og var þar sölumaður í átta ár. Unga parið byrjaði að búa saman með systur Kristínar, en eftir ár keyptu þau sér íbúð í Breiðholtinu og áttu Heiðrúnu dóttur sína árið 1994. Þau fluttu þau til Noregs 1996 þar sem Kristín fór í nám í veðurfræði og þar bjuggu þau í fimm ár og eignuðust soninn Helga. „Það var hálfgerð paradís að vera í Bergen þennan tíma og alveg yndislegur tími. Ég fór að keyra vörubíl og sjá fyrir okkur. Svo fór ég líka að syngja í kór År- stad kirke í Bergen og það var virki- lega gaman að syngja þar.“ setti djúp spor í líf manns.“ Árið 2004 ár lauk Sæmundur B.Ed.-námi með íslensku sem kjörsvið. Árið 2013 varð mikið breytingaár hjá fjöl- skyldunni. „Kristín var búin að vera að vinna hjá Veðurstofunni frá því við komum heim frá Noregi. Svo bauðst henni að verða forstöðumað- ur við nýstofnaða Náttúrustofu Suð- austurlands á Höfn og þá var ekkert annað að gera en að flytja austur.“ Sæmundur segir að það hafi verið ævintýri að fara á allt öðruvísi stað, en Kristín er frá Höfn svo það hjálp- aði mikið og foreldrar hennar búa þar. Sæmundur fór strax að starfa við Grunnskóla Hornafjarðar og hef- ur veri þar sl. átta ár. „Mér fannst ég líka búa á litlum stað þegar ég var í Langholtsskóla. Það er bara þann- ig að fólkið í kringum mann verður þorpið manns og ég man alltaf eftir að vinnuveitandi minn í Noregi bjó í litlum bæ stutt frá Bergen. Hann sagði oft: „Ég bý í Arna, nafla al- heimsins.“ Það er svolítið þannig að nafli alheimsins er þar sem þú ert hverju sinni.“ Sæmundur situr í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar og hefur gert undanfarin sjö ár. „Ég var ekkert sérstaklega pólitískur fyrr en ég kom á Höfn. Ég hef gam- Sæmundur Helgason kennari og bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði – 50 ára Börnin Guðbjörg Margrét, Sonja og Arnþór Atlabörn, bróður Sæmundar og Heiðrún, Helgi og Hermann Bjarni Sæmundarbörn. Myndin var tekin 2020. Nafli alheimsins er þar sem þú ert Útivist ágúst 2021 Gönguhópurinn í Múlaskála í Lónsöræfum í ágúst 2021. Fremri röð f.v.: Ólöf Eiríksdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Aðalheiður Helga- dóttir, Gunnhildur Stefánsdóttir, Unnur Hermannsdóttir og Helga Sigurð- ardóttir. Aftari röð f.v.: Atli Helgason, Sæmundur Helgason, Skúli Sæland, Þorsteinn R. Hermannsson, Ólafur Árnason og Jóhannes Símonarson. Söngurinn Sæmundur hefur sungið alla tíð og er í Karlakórnum Jökli. Til hamingju með daginn Akranes Mikael Berg Brekason fæddist 6. apr- íl 2021 kl. 16.18 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann vó 4.028 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Breki Berg Guðmundsson og Rósa María Sigurgeirsdóttir. Nýr borgariFERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.