Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 32
ÓMISSANDI
FERÐAFÉLAGAR
Þurrir AGM eða
sýrurafgeymar fy
tæki og rúllur.
Öflugir start rafgeymar
í mörgum stærðum.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Klárir í bátana
ge
Reyk
rur, ve
vel í
TUDOR rafgeymar
Gasskynjari
Gasskynjari með rafhlöðu • 15 ára ending!
rir
Hleðslutæki.
Lithiu
m rafhl
aða
með
15 ár
a
endin
gu!
AGM þurrir rafgeymar
fyrir Start-Stop bíla
Viðurkenndir af öllum bílaframleiðendum
Veldu
öruggt
start með
TUDOR
ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í knatt-
spyrnu í gær sem höfðu nokkuð vægi í neðri hluta
deildarinnar. Stjarnan sleit sig frá fallsvæðinu með 2:0-
sigri á Fylki í Garðabænum. Leiknir R. og HK gerðu
markalaust jafntefli og er Fylkir tveimur stigum fyrir
ofan fallsvæðið. Tveir leikir fóru einnig fram í Pepsi
Max-deild kvenna en á Selfossi rigndi ekki bara regn-
dropum heldur einnig mörkum. Selfoss burstaði ÍBV
6:2. Þróttur er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en liðið
vann Þór/KA í Laugardalnum. »26
Mikilvægur sigur hjá Garðbæingum
en syrtir í álinn hjá Árbæingum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Þórir Baldursson píanóleikari kemur í heimsókn í Hljóð-
færahúsið við Síðumúla í kvöld kl. 20, spjallar við
starfsmenn og leikur nokkur lög. „Þórir hefur verið í
fararbroddi í íslenskri tónlist áratugum saman og ekki
til Íslendingur sem ekki hefur
heyrt verk hans, meðvitað eða
ómeðvitað. Sjálfur er hann
meðlimur í Savanna-tríóinu en
hefur komið að óteljandi verk-
efnum öðrum,“ segir um
viðburðinn á Facebook
og hefur Þórir unnið
með nokkrum heims-
kunnum tónlist-
armönnum og hljóm-
sveitum, þeirra á
meðal ABBA, Elton
John, Donnu Summer
og Grace Jones. Við-
burðinum verður
streymt á Facebook.
Þórir Baldursson spjallar og leikur
nokkur lög í Hljóðfærahúsinu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Lífið er stutt, en listin er löng og
hún sigrar alltaf. Eða svona yfir-
leitt. Ég staðnæmist ekki við hið
liðna eða erfi mál,“ segir Páll Guð-
mundsson í Húsafelli. Þegar komið
er niður í Borgarfjörð um Kaldadal
er mynd Páls af Johann Sebastian
Bach sem útvörður héraðsins; and-
litsdrættir hoggnir í stein af list-
fengi. Fjölda verka er einnig að
finna heima við gamla bæinn í
Húsafelli, þar sem heimili Páls og
vinnustofa eru.
Hagleiksgripir í
einstöku umhverfi
Skemmubyggingar og gamall
súrheysturn eru nýtt í þágu listar á
Húsafelli og í fyllingu tímans verða
sýningar í legsteinasafninu sem nú
er í byggingu. Úfar risu á dög-
unum um byggingarleyfi þess og
niðurrif blasti við. Því tókst að af-
stýra og nú horfir Páll til fram-
tíðar.
„Mér finnst mikilsvert að hafa
nú fengið aftur svigrúm til að
skapa og búa til listaverk úr
grjótinu, sem ég yfirleitt sæki í
Bæjargil sem er hér skammt fyrir
ofan Húsafell. Að nýta efnivið úr
náttúrunni byggist á langri hefð
hér á bæ,“ segir Páll. „Á leg-
steinasafninu verða meðal annars
slíkir steinar, gerðir af mönnum
sem hér sátu; Jakobi sem var son-
ur séra Snorra Björnssonar, hins
rammgöldrótta prests sem hér sat
á 18. öld. Synir Jakobs, þeir Gísli
og Þorsteinn, voru einnig hagleiks-
menn en legsteina þeirra mátti
meðal annars finna í kirkjugarð-
inum. Hér í Húsafelli má víða finna
óvenjulega hagleiksgripi, rétt eins
og umhverfið hér er einstakt. Ás-
grímur Jónsson listmálari var hér
mikið á fyrri hluta 20. aldar og
fann hér einstök myndefni, eins og
fleiri“.
Kompaní við Kjarval
Í starfi Páls að undanförnu ber
hátt þátttaka hans í sýningunni Ei-
líf endurkoma - Kjarval og samtím-
inn. Sýningin er á Kjarvalsstöðum í
Reykjavík og þar mynda verk
Kjarvals eins konar þráð, en við
hann eru sett í samhengi verk
myndlistarfólks sem hátt ber í nú-
tímanum. Slíkt þykir, svo vitnað sé
til kynningar, vitna um þau áhrif
og miklu virðingu sem Íslendingar
hafa borið fyrir Kjarval.
„Afi minn og alnafni, Páll Guð-
mundsson á Hjálmsstöðum í Laug-
ardal í Árnessýslu, og Kjarval voru
miklir vinir og strengurinn sterkur.
Heilsa þér Kjarval, er ljóð sem afi
orti um þennan vildarvin sinn. Auð-
vitað er ég með mynd af Páli afa á
Kjarvalssýningunni, sem og myndir
af Gunnari Kvaran sellóleikara,
Ceciliu Bartoli óperusöngkonu og
fleirum,“ segir Páll sem á alls 10
verk á sýningunni. Þar eiga einnig
verk Eggert Pétursson, Egill Sæ-
björnsson, Einar Garibaldi Eiríks-
son, Katrín Elvarsdóttir, Ólafur
Elíasson og Ragna Róbertsdóttir
svo einhver sé nefnd.
Tal og tónar
„Þetta fólk sem þarna mætir
Kjarval er einstakt og mér finnst
gaman að tilheyra þeim hópi,“
sagði Páll í rabbi við blaðamann á
vinnustofunni í Húsafelli á dög-
unum. Víða var komið við tali og
tónum þar og þá - og steinhörpuna
sló listamaðurinn af innlifun. Grjót-
ið úr gilinu þar sem hver steinflís
hefur sinn tón. Tár blikuðu á
hvarmi þeirra sem hlustuðu, enda
eru einkatónleikar í ágúst að áliðn-
um slætti allt annað en daglegt
brauð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ég Páll Guðmundsson meðhöndlar grjótið af list og er hér við sjálfsmynd, þar sem skugginn kemur skemmtilega út.
Listin sigrar yfirleitt
- Höggmyndirnar og hörpusláttur - Heimsókn í Húsafell