Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Brennheitir áhugamenn um stjórn- mál hafa beðið óþreyjufullir í allt sumar eftir að kosningabarátta hefjist vegna þingkosninganna sem fara fram eftir tæpan mán- uð. Aðrir landsmenn, sem ef- laust eru töluvert fleiri, hafa notið sumarsins og saknað í engu pólitísks argaþrass. En nú má ætla að komið sé að því, enda óhjákvæmilegt hvort sem fólki líkar betur eða verr að flokkar kynni stefnu sína og að hún fái nauðsynlegar umræður. Eftir því sem flokkum fjölgar vandast valið að vissu leyti, þó að eflaust skýrist það fyrir sumum, og umræðan verður snúnari og síður markviss. Nú er útlit fyrir, samkvæmt þeim könnunum sem MMR hefur gert í samstarfi við Morgun- blaðið og mbl.is, að flokkar á þingi geti orðið níu. Þingstyrk- urinn gæti legið á bilinu 3 þing- menn og upp í 17 þingmenn, en flestir flokkar mælast þó með innan við helming þingstyrks stærsta flokksins. Það stefnir sem sagt í að á þingi geti orðið einn flokkur með 17 þingmenn og átta flokkar með 3 til 8 þing- menn. Nú eru vitaskuld litlar líkur á að niðurstaðan verði ná- kvæmlega þessi, en eitthvað í þessa áttina er líklegt. Fari svo verður þetta brotakenndasta samsetning þingsins frá upp- hafi og eftir því má ætla að samkomulag um meirihluta- stjórn verði örðugt og hætt við stjórnarkreppu og óstöðug- leika. Það er nokkuð sem þjóðin má ekki við. Stöðugleiki kann að vera óspennandi orð í kosn- ingabaráttu, en fyrir almenn- ing og atvinnulíf er hann afar eftirsóknarverður á milli kosn- inga. Tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri- hreyfingin - grænt framboð, héldu fundi og kynntu áherslur sínar um helgina. Þriðji stjórn- arflokkurinn, Framsóknar- flokkur, gerði hið sama fyrir fá- einum dögum. Athygli vekur að Vinstri grænir leggja mikla áherslu á að flokkurinn leiði næstu ríkisstjórn. Það segir berum orðum í fyrstu setningu stjórnmálaályktunar flokksins sem samþykkt var á laugardag og hið sama kom fram í ræðu formannsins. Skiljanlegt er að VG vilji leiða ríkisstjórn, en flokkurinn verður í því sam- bandi að horfa til niðurstöðu kosninganna, því að það er jú ætlunin að kjósendur hafi mest um það að segja hvernig rík- isstjórn verður sett saman eftir kosningar, eftir því sem unnt er. Það getur að minnsta kosti ekki verið æskilegt að kjós- endur upplifi það ítrekað eftir kosningar að ríkisstjórnar- myndun taki lítið mið af kosning- unum. VG fékk að leiða þá ríkisstjórn sem nú situr þrátt fyrir að hafa aðeins lagt til 9 þingmenn, en tveir þing- menn flokksins neituðu frá upphafi að styðja ríkisstjórnina og hafa síðan horfið annað. Í þeim kosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 16 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, nærri jafn marga og VG lagði til ríkisstjórnarsamstarfsins. Nú hefur staðan þróast þannig, ef marka má kannanir, að hlutfallslegur styrkur Sjálf- stæðisflokksins er enn meiri og mældist hann með 17 þingmenn í síðustu könnun. Framsókn- arflokkurinn mældist með 8 eins og í síðustu kosningum, en VG mældist með 7 þingmenn, sama fjölda og Píratar. Aðrir mældust með minna. Þetta kann allt að breytast og þarf ekki annað en horfa til Þýskalands, lands sem hingað til hefur verið ímynd pólitísks stöðugleika, til að sjá að gæfan getur verið fallvölt, þó að við eigum að vísu eftir að sjá talið upp úr kössum þar eins og hér. En getur þó ekki verið að það sé langt gengið hjá VG, sem mælist minnkandi og aðeins meðalstór flokkur í því smá- flokkakraðaki sem nú er á ferð- inni, að gera sérstaka kröfu um að leiða áfram ríkisstjórn? Það var vel í lagt eftir síð- ustu kosningar að færa flokkn- um embætti forsætisráðherra og ýmislegt annað umfram þingstyrk. Þetta kann þó að hafa verið óhjákvæmilegt enda pólitísk staða stundum snúin og hún var það vissulega fyrir fjórum árum. Það felur þó ekki í sér að flokkur með um tíunda hluta kjósenda að baki eigi end- urtekið kröfu um að leiða ríkis- stjórn. Miðað við kannanir eru nú tveir flokkar sem eiga til þess ríkari kröfu og hefur þó hvorugur þeirra lagt áherslu á að leiða næstu ríkisstjórn, eins og VG orðar það, þó að þeir séu án efa reiðubúnir til þess. Hið sama á vafalítið við um fleiri þó að þeir hafi síður orð á því. Flokkar hljóta að vera reiðu- búnir að axla þá ábyrgð að kosningum loknum að setjast í ríkisstjórn og þeir sem fá góða niðurstöðu geta í ljósi þess lýst vilja sínum til að leiða ríkis- stjórn og ættu að öðru jöfnu að vera til þess augljós kostur með hliðsjón af vilja almennings. En flokkar, einkum flokkar sem ekki njóta verulegs stuðnings og virðast jafnvel njóta minnk- andi fylgis, geta tæplega gert um það kröfu fyrir kosningar að leiða næstu stjórn. Slík framganga gæti verið túlkuð sem drambsemi, sem hefur ekki verið talin ávísun á árang- ur í stjórnmálum. Kosningabaráttan er að hefjast og þá er ýmsu og misjöfnu spilað út} Kosningar og kröfugerð M iðflokkurinn kynnti í liðinni viku í 10 liðum nýja nálgun í íslensku stjórnmálum. Eitt af því sem var kynnt eru ný lög um eignarréttarstefnu í hús- næðismálum þar sem fólki gefst m.a. kostur á að ráðstafa 3,5% af 15,5% lífeyrisiðgjaldi sínu í sjóð til fasteignakaupa. Greiðslur í sjóðinn má veðsetja til jafns við lengd fasteignalána. Þann- ig geta kaupendur fasteigna reitt fram eig- infjárframlag fyrr og þar með aukið möguleika sína til að eignast fasteign. Þeir sem eiga fasteign geta nýtt 3,5% lífeyr- isiðgjaldsins til lækkunar núverandi fast- eignaláns. Þessi leið bætist við þá nýtingu á við- bótarlífeyrissparnaði sem þegar er möguleg. Til viðbótar við þessa aðgerð er í stefnu Mið- flokksins afnám stimpilgjalda, aukið lóðafram- boð, almenn hlutdeildarlán og fleiri liðir sem allir spila saman til að gefa fleirum tækifæri á að eignast eigið húsnæði. Fyrir skemmstu, þegar lágmarksiðgjald hækkaði úr 12% í 15,5%, kom eftirfarandi fram í umsögn frá Almenna lífeyrissjóðnum: „Ekkert hefur komið fram um þörfina fyrir einstaklinga að lögfesta þessa hækkun. Með útreikn- ingum má sýna fram á að í mörgum tilvikum getur fyrir- huguð hækkun iðgjalda leitt til þess að eftirlaun í framtíð- inni verði rífleg“. Það er því eðlilegt að við fáum að ráðstafa þessum sparnaði svo hann nýtist okkur sem best. Við greiðum í líf- eyrissjóð sem ávaxtar fjármunina en við förum jafnvel í sama lífeyrissjóð til að taka sömu fjármuni að láni til að eignast þak yfir höfuðið. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Tillaga Miðflokksins snýst um að þú getir veðsett þín eigin iðgjöld til að lækka útborgunina og auka möguleika á fasteignakaupum. Gefum okkur dæmi um par sem er að fara að kaupa íbúð. Þau eru með samtals 800 þús. krónur í laun á mánuði. Parið nýtir 3,5% af mótframlagi frá vinnuveitanda sem útborgun í íbúðina. Gefum okkur að parið taki 25 ára blandað lán og þá nýtist þessi leið sem ca 3 milljónir upp í út- borgun fasteignarinnar. Þetta hefur ekki áhrif á ráðstöfunartekjur fólks þar sem greiðslan kemur frá skyldu- bundnu lífeyrisiðgjaldi sem ella færi í til- greinda séreign eða til réttindaávinnslu í sam- eign. Með þessari aðferð, sem er að sjálfsögðu valkvæð, jöfnum við tækifæri allra til eigna- myndunar. Það að geta keypt sér fasteign á ekki að vera bara fyrir þá sem geta fengið að- stoð með útborgun. Það er ekki ríkið sem er að gefa eða úthluta þessum peningum. Þetta eru peningar sem við söfnum sjálf en fáum loks rétt til að ráðstafa. Rétt sem getur skipt máli og gert eignamyndun í eigin húsnæði mögulega. Það er sanngjarnt að við fáum að ráðstafa hluta af líf- eyrissjóðsiðgjöldum þegar þau eru orðin jafn há og raun ber vitni. Við erum öll saman í þessu samfélagi og með að- gerð eins og þeirri sem ég hef rakið hér að ofan jöfnum við tækifæri fólks til að eignast eigið húsnæði sem og að losna af leigumarkaði. Til þess að við getum tekið stór framfara- skref sem þetta, óska ég eftir stuðningi ykkar með því að merkja X við Miðflokkinn á kjördag. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Pistill Léttari fasteignakaup Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Kraganum www.facebook.com/nannaxm STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is F yrir þremur mánuðum fól Joe Biden Bandaríkja- forseti leyniþjónustofn- unum landsins að rann- saka uppruna kórónuveirunnar. Við gerð skýrslunnar voru rannsökuð gögn frá rannsóknarstofunni í Wuh- an-borg í Kína, þar sem veiran skaut fyrst upp kolli í desember árið 2019. Fyrir tæplega viku afhenti Avril Haines, yfirmaður bandarísku leyni- þjónustustofnananna, Biden skýrsl- una. Samkvæmt henni er útilokað að veiran hafi verið búin til sem sýkla- vopn og ólíklegt að kínverskir emb- ættismenn hafi vitað um veiruna áður en hún fór að berast á milli manna. Skýrslan gefur þó ekki skýr svör um það hvort veiran lak óvart af rannsóknarstofu eða barst náttúru- lega úr dýrum yfir í menn. Uppruni veirunnar er því enn óljós. Stofnanirnar sem koma að gerð skýrslunnar eru ekki nefndar á nafn en fjórar þeirra telja að veiran hafi borist náttúrulega yfir í menn úr dýr- um. Ein stofnun telur þetta ólíklega skýringu og þrjár stofnanir komust ekki að niðurstöðu. Þá taldi ein leyni- þjónustustofnun að fyrsta Covid-19- smitið hafi verið vegna leka á rann- sóknarstofunni í Wuhan sem hefur rannsakað kórónuveirur í leður- blökum í meira en áratug. Leyna upplýsingum Yfirvöld í Kína hafa reynst treg til alþjóðlegs samstarfs og eftir að Bi- den fékk skýrsluna í hendur gagn- rýndi hann kínversk stjórnvöld fyrir að halda eftir mikilvægum upplýs- ingum. „Mikilvægar upplýsingar um uppruna heimsfaraldursins eru til í Alþýðulýðveldinu Kína. Yfirvöld í Kína hafa unnið að því að koma í veg fyrir að alþjóðlegir rannsakendur fái aðgang að þessum upplýsingum,“ sagði Biden í yfirlýsingu eftir að hann fékk skýrsluna í hendur en hún er ekki aðgengileg almenningi, einungis útdráttur úr henni. „Heimurinn á skilið svör og ég mun ekki hvílast þar til við fáum þau,“ sagði Biden. Utanríkisráðherra Kína telur skýrsluna vera í andstöðu við eiginleg vísindi. Yfirvöld þar í landi vilja meina að veiran hafi orðið til í Fort Detrick sem er herstöð í Bandaríkj- unum. Tækifærið að glatast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi rannsóknarteymi til Wuhan í byrjun þessa árs. Sam- kvæmt rannsókn þeirra barst veiran að öllum líkindum í mann úr dýri sem selt var á matarmarkaði í Wuhan. Ýmsir vísindamenn hafa hins vegar hafnað þessari niðurstöðu. Um miðj- an ágúst steig fram dr. Peter Emb- arek sem leiddi teymi WHO og sagði að rannsakendur hópsins hafi neyðst til þess að komast að þeirri niður- stöðu að leki frá rannsóknarstofu væri „ákaflega ólíklegur“ í skýrslu sinni til þess að forðast ágreining við kínversk stjórnvöld. Embarek telur það líklegt að starfsmaður rannsókn- arstofunnar hafi borið veiruna með sér, til manna, úr starfi sínu. WHO kallaði eftir ítarlegri rannsókn í síð- asta mánuði, en Kína neitaði að verða við því. Í síðustu viku varaði stofn- unin síðan við því að fljótlega yrði það líffræðilega ómögulegt að afla gagna um uppruna veirunnar. „Tækifærið til að fá svar við þess- ari mikilvægu spurningu er að renna okkur úr greipum,“ er haft eft- ir WHO og kallar stofnunin eftir því að ríkisstjórnir víðs vegar um heim flýti rannsóknum á upp- runa veirunnar. Áfram deilt um upp- runa kórónuveirunnar Í samtali við mbl.is í maí, þeg- ar að Biden fyrirskipaði rann- sókn leyniþjónustustofn- ananna, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það ekki skipta höfuðmáli hvernig veiran varð til. Sagði hann að frekar ætti að leggja áherslu á að takast á við faraldurinn. „Ég held að menn geti velt vöngum endalaust yfir því hvernig þetta kom upp, hvern- ig veiran varð upprunalega til. Það er auðvitað áhugavert út af fyrir sig en mér finnst það ekki vera aðalmálið núna, nú erum við bara að eiga við þessa veiru. Ef það var svo að hún varð til á rann- sóknarstofu þarf auðvitað að gæta þess í framtíðinni að búa ekki til svona veirur sem geta sloppið út.“ Skiptir ekki höfuðmáli ÁHERSLA Á AÐGERÐIR Þórólfur Guðnason AFP Uppruni óviss Ein helsta kenningin er að kórónuveiran hafi borist úr dýri sem var selt á matarmarkaði í Wuhan-borg í Kína og þaðan yfir í menn. Nanna Mar- grét Gunn- laugsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.