Morgunblaðið - 30.08.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skólastarf á hverjum tíma þarf
að endurspegla samfélagið sem
verður æ fjölbreyttara en jafn-
framt flóknara,“ segir Sævar
Helgason, skólastjóri Grunnskól-
ans í Hveragerði. „Nemendur eru
ólíkir eins og þeir eru margir og
bakgrunnur þeirra sömuleiðis.
Þess vegna hef ég sem skóla-
stjórnandi reynt að fá hingað til
kennslu og annarra starfa alls
konar fólk svo fjölbreyttur hópur
þess geti komið til móts við börn í
samfélagi sem breytist hratt.
Karlar eru um helmingur starfs-
liðsins hér, í mörgum skólum eru
konurnar mun fleiri. Þá lætur
nærri að annar hver starfsmaður
skólans hafi verið nemandi hér á
sínum yngri árum. Þannig vona
ég að ákveðinn þráður haldist og
bæjarmenning hér í Hveragerði
skili sér betur en ella inn í starf
skólans.“
Nemendum fjölgar
og skólinn stækkaður
Um 420 grunnskólanem-
endur eru í Hveragerði í vetur og
hafa aldrei verið fleiri. Fjölgunin
frá síðasta skólaári er um 10%,
sem helgast fyrst og síðast af
íbúafjölgun. Sú þróun hefur kall-
að á mikla uppbyggingu af hálfu
sveitarfélagsins og á dögunum
var 600 fermetra viðbygging við
skólahúsið tekin í notkun. Þar
eru kennslustofur fyrir yngstu og
elstu bekkjardeildirnar, en jöfn
og stöðug fjölgun nemenda síð-
ustu ár hefur krafist útsjónarsemi
í húsnæðismálum. Og meiri upp-
bygging er fram undan. Bæjarráð
Hveragerðis samþykkti í síðustu
viku að semja við dr. Magga
Jónsson arkitekt, sem hannað
hefur tvær viðbyggingarálmur
við skólahúsið, um frekari störf.
Bygging þriðju álmunnar hefst á
allra næstu misserum og þá er út-
gangspunkturinn sá að þrjár
bekkjardeildir séu í hverjum ár-
gangi að meðaltali og að nem-
endur geti verið um 600 talsins.
Spjallið er lærdómsríkt
„Já, þótt nemendurnir séu
orðnir ríflega 400 þekki ég senni-
lega flesta með nafni og veit á
þeim einhver deili. Tel slíkt mik-
ilvægt og reyni líka að vera börn-
unum aðgengilegur, svo sem hér
frammi í matsal í frímínútum og
hádegi. Spjallið þar er jafnan lær-
dómsríkt, frábærar kennslu-
stundir í raun og veru,“ segir
Sævar sem er Hvergerðingur að
uppruna. Kom að kennaranámi
loknu aftur til starfa í sínum
gamla grunnskóla árið 2000. Var
svo ráðinn skólastjóri árið 2016.
„Kórónuveirufaraldurinn
hefur reynt talsvert á skóla-
starfið,“ segir Sævar. „Veiran
beit fast hér í Hveragerði í fyrstu
bylgjunni í mars í fyrra. Tugir
starfsmanna og stór hluti nem-
enda þurfti í sóttkví og alls konar
takmarkanir og hólfaskipting
varð daglegur veruleiki og er að
nokkru leyti enn. Vissulega tókst
okkur að halda í horfinu þrátt
fyrir þessar skerðingar, en hinn
félagslegi þáttur datt að miklu
leyti út, jafn mikilvægur og hann
við heimilin, að stuðla að alhliða
þroska allra nemenda og þátttöku
þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er
í sífelldri þróun. Þá skuli skólinn
leitast við að mæta stöðu og þörf-
um nemenda og stuðla að alhliða
þroska, velferð og menntun hvers
og eins. „Eiginlegt nám er mik-
ilvægt, en tilgangur skólastarfs-
ins er líka sá að skapa nemendum
skilyrði til að dafna í leik og
starfi svo þeir fari út í lífið sem
góðar manneskjur og verði nýtir
þegnar í þjóðfélaginu, hver á sinn
hátt, segir Sævar:
Aðalnámskrá leggur línur
fyrir starf í grunnskólum, en er
svo yfirgripsmikil að aldrei verð-
ur öllu því sem skráin segir til
um komið fyrir í kennslunni, seg-
ir Sævar. Hefðbundin kjarnafög,
það er íslenska, stærðfræði,
tungumál og félagsgreinar, eru í
aðalhlutverki – en margt fleira
kemur því til viðbótar.
Ör þróun er eðli skólastarfs
„Krakkar í dag þekkja ekki
annað en tölvunotkun, aðgengi að
neti og að hægt sé að nálgast all-
ar upplýsingar. Hvernig vinna á
úr þeim og leggja gagnrýnið mat
á er eitt hið mikilvægasta í skóla-
starfi í dag. Tölvutæknin er líka
komin inn í skólastofurnar, gamla
krítartaflan er horfin og upplýs-
ingum er nú varpað á skjá. Staf-
ræn samskipti og miðlun á náms-
efni yfir netið eru framtíðin og
þannig reynum við að vera í takti
við öra þróun og hraðar breyt-
ingar. Þess vegna finnst mér
stundum sérstakt þegar fram á
sjónarsviðið kemur fólk og gagn-
rýnir skólastarf á kolröngum for-
sendum. Telur jafnvel að starfið
sé með sama hætti og var þegar
það sjálft var í skóla fyrir
kannski 30-40 árum. Skólastarf er
alltaf í örri þróun, slíkt er bók-
staflega eðli þess,“ segir Sævar
og að síðustu:
„Núna erum við til dæmis að
koma til móts við óskir nemenda í
elstu bekkjunum sem byrja skóla-
daginn klukkan hálf níu á morgn-
ana en yngri börnin mæta áfram
hálftíma fyrr. Þetta er breyting
sem margir óskuðu eftir og fögn-
uðu þegar hún varð að veru-
leika.“
er. Samvera, skoðanaskipti og
fleira sem er ómissandi hluti af
lífinu.“
Verði góðar manneskjur
Í grunnskólalögum segir að
hlutverk skólans sé, í samvinnu
Nemendur Grunnskólans í Hveragerði eru nú 420 og fjölgar um 10% milli skólaára
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólastjóri Skapa nemendum skilyrði til að dafna í leik og starfi, segir
Sævar Helgason um skólastarfið sem hefur mjög fjölþætt inntak.
Skólastarf
í örri þróun
- Sævar Þór Helgason er
fæddur árið 1973, Hvergerð-
ingur í húð og hár. Er með
meistaragráðu í stjórnun
menntastofnana frá Háskóla Ís-
lands og á að baki rúmlega 20
ára feril sem skólamaður.
- Hefur komið að ýmsum
menningarmálum í sínum
heimabæ og er einn af sex for-
mönnum Hljómlistarfélags
Hveragerðis. Þá hefur Sævar
verið liðsmaður hljómsveit-
arinnar Á móti sól í áratugi.
Hver er hann?
Krakkar Líf og leikur 5. bekkinga að loknum skemmtilegum skóladegi.
Vegna sóttvarnarreglna mega að
óbreyttu aðeins 200 manns mæta í
Tungnaréttir í Biskupstungum, sem
verða laugardaginn 11. september. Í
réttir mætir þá
tiltekinn fjöldi
fólks frá hverjum
sveitabæ, það er í
samræmi við
fjölda þess fjár
frá bænum sem
rekinn var á fjall í
sumar. Þetta er
svipað fyrir-
komulag og gilti á
síðastliðnu ári í
sveitum landsins
við fjárréttir, sem jafnan eru fjölsótt
mannamót og alþýðuskemmtun.
„Við bíðum eftir nánari útskýr-
ingum Almannavarna um útfærslu.
Þó er alveg ljóst að réttir í ár - eins og
í fyrra - verða ekki sú fjöldasamkoma
sem fólk er vant,“ segir Guðrún
Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi í
Bræðratungu, fjallkóngur í Bisk-
upstungum.
Í september er stefnt á að 500
manna viðburðir verði leyfðir með
þeim skilyrðum að allir fæddir 2005
og þaðan af eldri komi með neikvæða
niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid.
Fjallkóngurinn telur þetta þó tæpast
muni breyta neinu hvað varðar réttir.
Á Biskupstungnaafrétti hefur í
sumar verið um 4.500 fjár og lagt
verður upp í fjallferð nú í vikulokin.
Farið verður á Hveravelli, féð svo
rekið í suðurátt og fram til byggða. Í
leiðangrinum verður ítrustu sótt-
varna gætt og fjallaskálum, þar sem
gist er, er skipt upp í sóttvarnahólf. Í
fjallferð í Biskupstungum fara um 30
manns; 26 smalar, ráðskonur og
trússar. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitalíf Fé dregið í dilka í Tungna-
réttum, sem jafnan voru fjölsóttar.
Takmörk í réttum
- Fólkið fylgi fjárfjölda - 200 manna
hámark - Farið á fjall í lok vikunnar
Guðrún Svanhvít
Magnúsdóttir