Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar veitir #,&)"-/% í síma %!" $#$$ Morgunblaðið óskar eftir blaðber#! $ .('!+*$" Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Félagsfundur kl. 11. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími. 411-2600. Boðinn Bingó í dag kl. 13. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Opin Lista- smiðja kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl. 13. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu frá kl. 13.45-15.15. Gullsmári Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Samsöngur, allir velkomnir kl. 13.30. Hraunsel Myndlistarklúbbur kl. 9, stóla-jóga kl. 10 og félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Stólaleikfimi, hjúkrunarfræðingur kemur í heimsókn. 13.30, Gönguhópur, lengri ganga kl. 13.30. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum, ganga kl. 10, gengið frá Grafarvogskirkju og frá Borgum, þrír styrkleikahópar. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11 í Borgum. Kaffihúsið opnað kl. 14.30 og kl. 15 í dag í Borgum er línudans með Guðrúnu, allir hjartanlega velkomnir. Sóttvarnir í heiðri hafðar. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er kaffispjall í setustofu 2. hæðar milli kl. 10.30-11. Eftir hádegi, kl. 13.15, er botsía á 2. hæð. Þá verður núvitund í handavinnustofu milli kl. 15-16. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59, við hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut alla morgna frá kl. 9. Leir á Skólabraut kl. 9. Jóga / leikfimi með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Styrktar- og stuðningsaðilar óskast Lítið íþróttafélag óskar eftir styrktar- og stuðningsaðilum. Allar nánari upplýsingar á dansa@dansa.is Bílar Audi A3 Sportback e-Tron Hibryd 8/2017 modelár 2018. Ekinn aðeins 40 þús. km. Sportsæti. Panorama glerþak. 17” álfelgur. Sjálfskiptur. LED ljós. O.fl. Lækkað verð aðeins 3.990.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Guðmundur Þorsteinn Bjarnason fæddist á Bíldudal 17. febr- úar 1930. Hann lést 11. ágúst 2021 á dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Vilhelmínu Guðmundsdóttur, f. 14.10. 1907 á Bakka, Ket- ildalahreppi V-Barð, alin upp á Fífustöðum í Arnarfirði, d. 24.11. 1984, og Bjarna Þor- bergssonar, f. 24.3. 1898, d. 17.5. 1964, frá Klúku í Ketil- dalahreppi. Guðmundur átti tvo bræður: Elías, f. 4.1. 1929, d. 1.4. 1960, og Svan Gísla Heiðar, f. 15.9. mundur, f. 7.1. 1956, maki hans er Guðfinna Ásgrímsdóttir, þau eiga tvö börn, Guðmund Árna og Kristínu Hrund, og fjögur barnabörn. 3) Gunnar Hólm- steinn, f. 4.2. 1960, maki hans er Kristbjörg Gunnarsdóttir, þau eiga tvær dætur, Þóreyju Ösp og Söndru Björgu, og fjögur barnabörn. 4) Haukur, f. 8.4. 1967, hann á þrjú börn, Heið- björtu Ýri, Sólrúnu Önnu og Heimi Bjarna, og eitt barna- barn. Guðmundur og Kristín bjuggu fyrstu 10 hjúskaparárin sín í Helgamagrastræti 42 á Ak- ureyri, síðar byggðu þau Staf- holt 5 á Akureyri og fluttu þangað haustið 1953. Guðmundur lærði bæði skipa- og húsasmíði og vann lengst af í Slippnum á Akur- eyri. Mörg voru hans áhugamál en upp úr standa steinasöfnun og silfursmíði um áratugi. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju í dag, 30. ágúst 2021, klukkan 13. 1933, d. 1.2. 2003. Eiginkona Guð- mundar var Kristín Hrund Kjartans- dóttir, f. 2.12. 1927, d. 23.5. 2018. Krist- ín var dóttir hjónanna Rósu Emelíu Bergvins- dóttur, f. 22.7. 1891, d. 16.3. 1972, og Kjartans Sig- urjónssonar, f. 20.12. 1895, d. 11.6. 1955, frá Miðhvammi í Aðaldal. Guð- mundur og Kristín giftu sig 17. júní 1953. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Bjarney, f. 4.10. 1953, maki Óli Reynir Ingimarsson, þau eiga þrjár dætur, Kristínu Hrund, Aðalheiði og Ingibjörgu, og níu barnabörn. 2) Kjartan Guð- Elsku afi Gummi. Undanfarn- ir dagar hafa verið frekar tóm- legir þar sem við höfum ekki far- ið og heimsótt þig í Lögmannshlíð þar sem þú dvald- ir undanfarin tæp tvö ár hjá ynd- islegu starfsfólki en þeim erum við afar þakklát. Það eru svo ótrúlega margar minningar sem fara um hugann nú þegar þú ert farinn. Nokkrar standa upp úr og laða fram bros þegar við hugsum til þeirra. All- ar fjöruferðirnar sem við fórum með þér og þú fræddir okkur um hinar ýmsu steinategundir. Ferðirnar sem við fórum með ykkur ömmu inn í Vín til að fá okkur ís eða einhverja góða tertu. Óteljandi skipti sem við fengum að gista hjá ykkur ömmu í Stafholtinu með tilheyrandi ferð í vídeóleigu að velja mynd og auðvitað mátti ekki gleyma ísnum með nóg af íssósu, einnig klikkaði aldrei að horfa á spól- urnar ykkar með Villa spætu eða Steina og Olla. Þú varst svo sannarlega mikill sælkeri og það var svo ótrúlega gaman að bjóða þér í veislu og þú varst alltaf ótrúlega jákvæður og þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig. Þú eyddir ófáum stundum í bílskúrnum og í vinnuherberg- inu þínu að slípa til steina og búa til fallegt skart úr silfri sem við erum svo ótrúlega heppin að fá að njóta áfram um ókomin ár. Í þó nokkur ár varstu með skartgripina þína til sýnis og sölu á Handverkshátíðinni á Hrafnagili og var gaman að fá að aðstoða þig þar. Okkur fannst alltaf svo gaman að kíkja til þín í skúrinn og inn í herbergi og fylgjast með hvað þú varst að búa til. Einnig höfðum við alltaf gaman af því að hlusta á sög- urnar um ferðir þínar út um allt land að finna íslenska eðalsteina og eru sjálfsagt ekki mörg fjöll á Íslandi sem þú hefur ekki heim- sótt. Þú varst einnig alltaf mjög áhugasamur um hvað börn þín, barnabörn og langafabörn voru að gera í lífinu og tókst alltaf á móti okkur með bros á vör og þakkaðir okkur alltaf fyrir kom- una. Við erum ótrúlega þakklát fyrir allan tímann sem höfum fengið að eyða með þér og allt sem þú hefur kennt okkur í líf- inu. En það er gott að hugsa til þess að þú sért nú kominn til ömmu Stínu. Þú varst besti afi í heimi og við eigum eftir að sakna þín mikið. Hvíldu í friði elsku afi. Þín barnabörn, Guðmundur Árni Kjartansson og Kristín Hrund Kjartansdóttir. Guðmundur Þor- steinn Bjarnason ✝ Halldór Páls- son fæddist í Hafnarfirði 24. nóv- ember 1930 og lést á Hrafnistu Hafnar- firði 14. Ágúst 2021. Foreldrar Hall- dórs voru hjónin Páll Böðvarsson f. 1892, d. 1956, og Sigríður Jenný Halldórsdóttir, f. 1899, d. 1983. Bróðir Halldórs var Ólafur Pálsson, f. 1929, d. 2018. Eigin- kona hans var Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 1931, d. 2003. Þau eiga þrjú börn: Kristínu, Pál og Jón Þorvarð. Halldór kvæntist 31.10. 1964 Matthildi Jónsdóttur, f. 31.10. 1933. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson, f. 1912, d. 2001, og Sigurlaug Jónsdóttir, f. 1912, d. 1996. Halldór og Matthildur eiga tvö börn: 1. Ólafur Ragnar, f. 7.9. 1965. Kona hans er Sigurveig Sigur- dórsdóttir, f. 1970. Þeirra börn Kjartan Þorsteinsson, f. 1910, d. 1970, og Maren Kristín Þor- steinsson, f. 1919, d. 2021. Eig- inmaður hennar er Matthías Hannes Guðmundsson. Þeirra börn eru: a) Kjartan, hann á tvo syni, b) Kristín Ásta, hún á tvö börn. 5. Birgir Svan Eiríksson, f. 3.10. 1960. Hans börn eru: a) Alma, hún á einn son, b) Eiríkur Hrannar, hann á einn son. Halldór ólst upp og bjó alla tíð í Hafnarfirði. Hann lærði rafvirkj- un og starfaði fyrst hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, fór svo að vinna í Kaupfélagi Hafnarfjarðar og þaðan fór hann að vinna hjá versluninni Pfaff þar sem hann starfaði allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs í ársbyrjun 2001. Áhugamál Halldórs var garð- rækt og byggði hann sér gróður- hús við heimili sitt í Hafnarfirði. Árið 1993 kaupa hann og Matt- hildur lítinn bústað í landi Mið- fells við Þingvallavatn og þar hélt Halldór áfram garðrækt. Útför Halldórs fór fram 26. ágúst frá Fríkirkjunni Hafn- arfirði í kyrrþey að hans eigin ósk. eru: a) Ragnar Páll, f. 9.9. 1994, kvæntur Kelly Taft, b) El- ísabet Ósk, f. 26.6. 2001, 2. Sigríður Jenny, f. 11.8. 1967. Eigin- maður hennar er Guðjón Steinar Sverrisson, f. 1968. Þeirra börn eru: a) Halldór, f. 28.12. 1990, unnusta Sissel Sæther. Sonur Halldórs er Magn- ús Berg, f. 5.3. 2016, móðir hans er Elísa Marey Sverrisdóttir, b) Steinunn f. 24.11. 1994, unnusti Aron Tjörvi Gunnlaugsson, c) Hildur, f. 10.10. 2001. Börn Matthildar frá því fyrir giftingu eru: 3. Margrét Jónsdóttir, f. 31.10. 1953. Hennar dætur eru: a) Svan- hildur Dóra Björgvinsdóttir, hún á þrjá syni, b) Eva Hrönn Mor- ales, hún á eina dóttur, c) Anna Teresa Morales, hún á tvö börn. 4. Gréta Kjartansdóttir, f. 7.11. 1958. Kjörforeldrar hennar voru Elsku Halldór minn. Með söknuði kveð ég þig og þakka þér fyrir öll árin okkar saman, fyrir börnin okkar, barnabörnin og barnabarnabörnin sem eru stolt okkar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði. Þín Matthildur. Elsku besti pabbi minn hefur kvatt okkur. Rúmlega níutíu ára ævi lokið og pabbi sáttur með sitt. Hann var tilbúinn að kveðja en ekki ég enda mikil pabbastelpa. Við pabbi gátum setið og spjallað endalaust um allt milli himins og jarðar en það sem hann ræddi samt helst voru börnin mín og hvað þau voru að gera. Hann fylgdist vel með þeim hvort sem það var skólinn hjá þeim eða hand- boltinn. Stoltið leyndi sér ekki hjá honum við hvern áfangann hjá þeim. Hann átti líka mjög mikið í þeim, sonur minn fékk nafnið hans og pabbi fékk eldri dóttur mína í afmælisgjöf þegar hann varð 64 ára. Yngri dóttir mín fæddist rétt eftir að pabbi og mamma hættu að vinna og aðstoðuðu þau mig mikið með hana þar sem ég var í há- skólanámi þegar hún fæddist. Það var eldri dóttir mín sem byrjaði að kalla afa sinn „afi Pálsson“ og fest- ist það nafn við hann á mínu heim- ili. Pabba fannst það alls ekki slæmt og var mjög sáttur við þetta virðulega nafn. Árið 2016 eignaðist Halldór minn son, Magnús Berg, sem strax frá byrjun bræddi langafa sinn. Aðeins sex dögum áður en pabbi kvaddi heimsótti Magnús Berg mömmu og pabba á Hrafn- istu. Pabbi ljómaði eins og alltaf þegar hann hitti Magnús Berg og er þessi minning um samveru þeirra mér mikils virði í dag. Pabbi og mamma keyptu sér lítinn bústað í Miðfellslandi á Þingvöllum árið 1993. Við Guðjón keyptum fljótlega þriðjungshlut í bústaðnum af þeim og nutum við þess að vera með þeim. Saman ræktuðu pabbi og Guðjón upp lóð- ina í kringum bústaðinn og löguðu húsið eins og þurfti. Þegar heils- unni fór að hraka hjá pabba og mömmu keyptum við Guðjón bú- staðinn. Pabbi var mjög ánægður að við skyldum kaupa af þeim og spurði frétta eftir hverja ferð okk- ar þangað. Í sumar höfum við Guðjón verið að stækka bústaðinn og var pabbi spenntur fyrir þeim framkvæmdum og tók ég myndir af hverjum áfanga og sýndi hon- um. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð elsku pabba. Ég er þakklát fyrir lífið sem hann gaf mér. Þakklát fyrir að hafa átt hann að og geta alltaf leitað til hans með öll mín mál. Þakklát fyr- ir það sem hann var börnunum mínum. Þakklát fyrir að hafa get- að haldið í höndina á honum þegar hann kvaddi. Elsku pabbi hvíl þú í friði, ég veit að þú varst orðinn þreyttur. Ég passa áfram upp á mömmu. Elska þig og sakna alla daga. Þín uppáhalds og eina dóttir, Sigríður Jenny. Elsku afi Pálsson. Við systkinin sitjum saman og erum að rifja upp minningar okkar um þig og það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti og erum við mjög þakk- lát fyrir að þú hafir verið afi okkar. Við systkinin fórum í ótal ferðir með þér og ömmu í sumarbústað- inn á Þingvöllum og alltaf var jafn gaman hjá okkur, sama hvort það var að liggja í leti, spila ólsen-ól- sen, vinna í garðinum eða fela litla köttinn í skónum þínum því þú tókst alltaf þátt í djókinu og bölv- aðir yfir kettinum, sem fékk okkur til að hlæja okkur máttlaus. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þurftum á því að halda, skutlaðir okkur út um allan bæ, á handboltaæfingar, í vinnuna og sóttir okkur í skólann. Þegar við komum í heimsókn til ykkar ömmu var alltaf hægt að treysta á að fá ís eða pítsu úr frystinum. Þú varst yfirleitt mættur með ísskál- arnar á borðið þegar þú vissir að við værum að koma. Þú varst alltaf svo stoltur af okkur öllum, sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Við vorum öll í handbolta og þú hafðir einstakan áhuga á því. Alltaf þegar við vor- um að keppa sendi mamma þér skilaboð, bæði í hálfleik og eftir leik og þú fékkst að vita hversu mörg mörk við skoruðum í leikn- um. Alltaf varstu stoltur, sama hvernig gekk hjá okkur. Á seinni árum þegar við kom- um í heimsókn til þín þá varstu alltaf svo þakklátur fyrir það. Þú kvaddir yfirleitt með því að segja: „Takk fyrir að koma í heimsókn, þetta styttir daginn minn að fá að sjá ykkur.“ Elsku afi Pálsson, við eigum eftir að sakna þín og við lofum að passa upp á ömmu fyrir þig. Þín barnabörn, Halldór, Steinunn og Hildur. Halldór Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.