Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
30. ágúst 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.87
Sterlingspund 174.1
Kanadadalur 100.04
Dönsk króna 20.064
Norsk króna 14.407
Sænsk króna 14.579
Svissn. franki 138.19
Japanskt jen 1.1513
SDR 180.18
Evra 149.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.5579
« Ítalska ríkisflugfélagið Alitalia til-
kynnti í lok síðustu viku að flugvélar
félagsins muni hefja sig til lofts í síð-
asta sinn þann 14. október næstkom-
andi. Hefur Alitalia aflýst öllum flug-
um frá og með 15. október en þeim
sem eiga bókað flug eftir þann tíma
býðst ýmist að breyta miðanum og
fljúga fyrir 15. október eða fá miðann
endurgreiddan. Ekki er í boði að færa
bókanir yfir til ITA – Italia Transporto
Areo – sem mun taka við keflinu sem
ríkisflugfélag Ítalíu en flugfréttavef-
urinn AIN Online greinir frá að ítölsk
stjórnvöld hafi sett 100 milljónir evra í
sérstakan sjóð sem notaður verður til
að endurgreiða viðskiptavinum Al-
italia.
Upphaflega stóð til að ITA tæki við
af Alitalia strax í apríl og njóta góðs af
háannatíma sumarmánaðanna en
deilur við Evrópusambandið urðu til
þess að fresta þeim áætlunum.
Viðskiptaáætlun ITA gerir ráð fyrir
að árið 2025 fljúgi félagið til 74
áfangastaða víðs vegar um heiminn.
Félagið mun nýta flugvélar Alitalia
framan af en til stendur að endurnýja
77% flotans á komandi árum og
skipta eldri vélum út fyrir nýrri og um-
hverfisvænni flugvélar. ai@mbl.is
Alitalia hættir farþega-
flugi 15. október
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Fyrir viku ræddi Morgunblaðið við
Ingvar Örn Ingvarsson hjá Cohn &
Wolfe um innvistun stofnana hins
opinbera á verkefnum almanna-
tengla, forritara, grafískra hönnuða
og fleiri stétta. Reynir Sævarsson,
formaður Félags ráðgjafarverk-
fræðinga, segir mega greina sama
vanda í verk-
fræðigeiranum
og að nýleg rann-
sókn hafi sýnt
fram á töluverða
tilfærslu verk-
fræðinga frá
einkageiranum
yfir til hins opin-
bera:
„Á undanförn-
um árum hefur
þó nokkuð af okk-
ar reynslumesta og hæfasta fólki
ráðið sig til opinberra aðila: fækkað
hefur hjá verkfræðistofunum en á
sama tíma hafa verkfræðideildir
stofnananna aukið við sig,“ segir
hann. „Samhliða þessu vinna stofn-
anir verkfræðitengd verkefni í aukn-
um mæli innanhúss frekar en að
kaupa þessa þjónustu utan frá.“
Íþyngjandi útboðsreglur og
ranghugmyndir um kostnað
Sem dæmi um umfang og hraða
þessarar tilfærslu nefnir Reynir að
tæknimenntuðum starfsmönnum
Framkvæmdasýslu ríkisins hafi
fjölgað úr 23 árið 2015 í 41 árið 2019.
Á sama tímabili fjölgaði tækni-
menntuðum hjá Nýjum Landspítala
úr 6 í 22, og hjá Ríkiseignum úr 17 í
24. „Hjá Vegagerðinni hefur fé-
lögum í Verkfræðingafélagi Íslands
fjölgað úr 66 árið 2015 í 73 á þessu
ári. Er svipaða sögu að segja af um-
hverfis- og skipulagssviði Reykja-
víkurborgar, Landsvirkjun og
Landsneti. Hins vegar hefur starfs-
fólki þriggja stærstu verkfræðistof-
anna fækkað um 66 manns, eða 7%
af heildinni og oftar en ekki fólk með
mikla reynslu sem hefur horfið á
braut.“
Reynir segir margt geta skýrt
þessa þróun og nefnir hann sem
dæmi að stjórnendum stofnana geti
þótt umgjörðin utan um útboð verk-
efna orðin það flókin að hentugra sé
að a.m.k. innvista smærri verkefn-
um í meira mæli. „Útboðsreglur
verða æ meira íþyngjandi og fylgir
því bæði kostnaður fyrir þá sem
skipuleggja útboðið og fara yfir til-
boð, en ekki síður fyrir þá sem bjóða
í verkin. Þá er ekki hægt að útiloka
kvartanir og kærur að útboði loknu,
með tilheyrandi kostnaði og fyrir-
höfn. Er tímabært að skoða nánar
hvaða leiðir mætti fara til að einfalda
útboðsferli stofnana en einnig ætti
að fylgja fordæmi hinna Norður-
landaþjóðanna þar sem sjá má góð
dæmi um vandaðar aðferðir við inn-
kaup ráðgjafar þar sem fleiri mik-
ilvægir þættir en verðið eru teknir
inn við val. Við sjáum alltént þörf á
að ræða stefnu hins opinbera varð-
andi þessa hluti því núverandi stefna
eykur umfang hins opinbera og rím-
ar ekki við t.d. stefnu yfirvalda um
nýsköpun.“
Minnkar sveigjanleika
í rekstri hins opinbera
Önnur möguleg skýring er að
stofnanir meti það svo að hagkvæm-
ara sé að verkfræðivinna fari fram
innanhúss en Reynir segir það við-
horf byggja á misskilningi. „Við sem
störfum í greininni fáum með engu
móti skilið þau rök að það sé dýrt að
kaupa þjónustu verkfræðings, en
þegar leitað er til verkfræðistofu er
verkkaupi hins vegar að tryggja það
að þeir sem leysa verkefnið af hendi
hafi hárrétta reynslu og bakgrunn
og séu líklegir til að vinna bæði hrað-
ar og betur en verkfræðingur sem
hefur kannski ekki unnið sambæri-
legt verkefni í lengri tíma. Er starf
verkfræðinga ekki ósvipað störfum
lækna að þessu leyti, að munur er á
sérhæfingu fólks og reynslu, og getu
til að leysa ýmis sérhæfð verkefni
hratt og vel af hendi,“ segir Reynir.
„Hinu má ekki heldur gleyma að
verkfræðingur á stofu þarf ekki
nema að rölta um hæðina sína til að
fá ábendingar og ráð frá öðrum
reynsluboltum. Með því að semja við
verkfræðistofu er verkkaupinn í
raun að fá mikla reynslu og rýni með
í kaupunum.“
Má því leiða líkum að því að inn-
vistun verkfræðiþjónustu leiði til
aukins kostnaðar fyrir hið opinbera
og bendir Reynir á að stofnanir séu
einnig í vanda staddar ef t.d. sam-
dráttur í hagkerfinu veldur því að
fjölmennar verkfræðideildir hafi úr
fáum verkefnum að moða. „Fólk get-
ur rétt ímyndað sér hvernig ástand-
ið hefði orðið á árunum eftir banka-
hrun ef að stofnanir hér og þar hefðu
verið búnar að koma sér upp stórum
verkfræðideildum enda hægara sagt
en gert fyrir hið opinbera að segja
fólki upp störfum. Það sem gerðist
aftur á móti á samdráttarárunum
fyrir röskum áratug var að verk-
fræðistofurnar gátu aðlagast og leit-
uðu verkefna erlendis – eitthvað sem
opinber stofnun gæti aldrei gert.“
Útvistun bjó til
öflugan verkfræðigeira
Talandi um verkefni erlendis þá
bendir Reynir á að þróun í átt til
aukinnar innvistunar sé óhjákvæmi-
lega til þess fallin að veikja verk-
fræðistofurnar og draga úr getu
þeirra til að láta að sér kveða jafnt á
innlendum sem erlendum markaði.
„Tengja má árangur stærstu verk-
fræðistofa landsins með beinum
hætti við það, að á sínum tíma voru
teknar ákvarðanir um að útvista
verkefnum orkugeirans. Þetta varð
til þess að verkfræðistofunum óx
fiskur um hrygg og menn urðu
kappsmiklir, og er íslensk verk-
fræðiþekking í dag orðin uppspretta
mikilla útflutningstekna. Sem dæmi
er Efla stærsti ráðgjafi Noregs í
hönnun háspennulína, Mannvit leið-
andi á heimsvísu í nýtingu jarð-
varma og Verkís fengið til að hanna
vatnsaflsvirkjanir um allan heim.“
Til að gera vandann enn alvarlegri
eru það oft þeir einstaklingar sem
búa yfir mestri reynslu og þekkingu
sem hið opinbera laðar til sín, m.a. í
krafti þess að geta yfirboðið verk-
fræðistofurnar. „Verandi örþjóð þá
eigum við ekki marga sérfræðinga
og kannski bara einn eða tveir í
landinu öllu sem hafa sérhæft sig á
sumum sviðum verkfræðinnar. Í
löndum eins og Noregi er þetta ekki
vandi enda hægt að ganga að vísum
25 sambærilegum sérfræðingum, en
þegar íslenskar verkfræðistofur
missa þannig starfskraft til opin-
berrar stofnunar þá nýtist þekking
hans eftirleiðis aðeins á einum stað.“
Hið opinbera duglegt að
laða til sín verkfræðinga
Morgunblaðið/Eggert
Rautt ljós Frá framkvæmdum á Hafnartorgi. Reynir bendir á að þróunin að undanförnu veiki verkfræðistofurnar.
Það var útvistun verkefna í orkugeira sem á sínum tíma lagði grunninn að kröftugum verkfræðigeira á Íslandi.
- Tæknimenntuðum fækkar á verkfræðistofunum en fjölgar hjá stofnunum
Reynir
Sævarsson